40 – Sorpurðun Vesturlands

admin

40 – Sorpurðun Vesturlands


F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf.
miðvikudaginn 25. apríl 2007.

 

Fundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. miðvikudaginn 24. apríl 2007 kl. 16:00   í bæjarstjórnarsalnum á Akranesi.
Mættir voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sæmundur Víglundsson, Kristinn Jónassonog  Gunnólfur Lárusson.  Magnús Ingi Bæringsson boðaði forföll. 
Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarinn er eftirfarandi:

 

1. Kynnig niðurstöðu ráðgjafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og     urðunarstaði.  Ögmundur Einarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri SORPU.
2. Fundur með fulltrúm frá Gámaþjónustunni 12. apríl 07.
3. Fundur í Danska sendiráðinu 29. mars 07.  Kynning Aikan   System    of  Solum Gruppen.
4. Kynning Ögmundar
5. Önnur mál

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og þá sérstaklega Ögmund Einarsson sem kominn er til að kynna niðurstöðu ráðgjafa sem fjallað hafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði.

 

1.  Kynning niðurstöðu ráðgjafa um meðhöndlun lífræns urgings og urðunarstaði.
Ögmundur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SORPU.
Ögmundur fór yfir þá samantekt sem gerð hefur verið fyrir verkefnisstjórn sem fjallað hefur um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.  Ráðgjafar hafa skilað niðurstöðum um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði á því svæði sem verkefnisstjórn hefur starfað, þ.e. Suðurland, Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og Vesturland.

 

Í samantekt er minnt á lagagrunninn þar sem sveitarfélögunum er gert að draga úr urðun lífræns úrgangs í áföngum fram til ársins 2020. 

Að heildarmagn lífræns heimilis- og rekstrarúrgangs sem berst til urðunarstaða  hafi minnkað eigi síðar en 1. janúar 2009 niður í 75, eigi síðar en 1. júlí 2013  niður í 50% og eigi síðar en 1. júlí 2020 niður í 35% af því magni sem urðað var  1995.


Nokkrar umræður urðu að lokinni framsögu Ögmundar.  80% þess sorps sem fellur til á svæðinu öllu fellur til á höfuðborgarsvæðinu.  Því varð nokkur umræða um hag jaðarsvæða og þátttöku í verkefninu.  Með ákveðnum lausnum má ætla að uppbygging lausna verði í nágrenni við höfuðborgarsvæðið en m.t.t. heildarkostnaðar við stofnun og rekstur fyrirtækis af þessu tagi þá má rökstyðja það þannig að ef fámennari svæði eigi að fara að byggja upp lausnir á sínum svæðum þá er um háar fjárhæðir að ræða og hagkvæmni í rekstrarþáttum ekki til staðar.

 

Í framkomnum hugmyndum er gert ráð fyrir umhleðslustöðvum úti á svæðunum og þar tekur hin sameiginlega lausn við.

 

Samkvæmt umfjöllun varðandi þær niðurstöður sem komnar eru fram í þessari vinnu er stjórn Sorpurðunar mjög jákvæð fyrir frekari þátttöku í verkefninu.  Nokkuð var rætt um kynningu verkefnisins til sveitarstjóra sem gætu komið kynningu áfram til sinna sveitarstjórna.

 

2.  Fundur með fulltrúum frá Gámaþjónustunni 12. apríl 2007.
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir fund sem haldinn var með Arngrími Sverrissyni og Magnúsi Magnússyni frá Gámaþjónustu Vesturlands 12. apríl 2007.  Farið var m.a. yfir stöðu mála í Fíflholtum, einkum fokvarnarnet sem ekki hefur verið uppi um nokkurt skeið og er óviðunandi staða.  Farið var að vinna að viðgerðum en ræddar voru hugmyndir að breytingu kerfisins.  Forráðamenn Sorpurðunar Vesturlands tóku ekki illa í þær hugmyndir en bentu á Jón Ágúst verkfræðing hjá VST varðandi útfærslu og möguleika á framkvæmd þeirra hugmynda.   Rætt var um frágang urðunarreina, íkveikjur sem hafa komið upp í urðunarhaugnum o.fl.

 

3.  Fundur í Danska sendiráðinu 29. mars 07.  Kynning Aikan System of Solum Gruppen.
Framkvæmdastjóri sagði frá kynningu Aikan System of Solum Gruppen sem fram fór í Danska sendiráðinu 29. mars 2007.
Fundurinn gekk út á kynningu á búnaði til úrvinnslu og eyðingar sorps.
Um er að ræða gas og jarðgerðarstöð sem keyrð er eftir ákveðinni tækni sem virkar einföld og skilvirk. 

 

4.  Kynning Ögmundar.
Nokkur umræða varð um erindi Ögmundar og umfjöllun hans. 

 

5.  Önnur mál
Lögð fram dagskrá aðalfundar FENÚR sem haldinn verður 27. apríl n.k.

Lagðar fram FENÚR FRÉTTIR.

 

Lagt fram bréf frá Samtökum iðnaðarins og Samtökum verslunar og þjónustu varðandi upplýsingar til sveitarfélaga um verkefni sem er í undirbúningi og snertir flokkun og söfnun á úrgangi.
Verkefnið snýst um að hanna merki sem sett verður á dagblöð, markpóst og tímarit og minnir á að flokka prentefni og skila til endurvinnslu en ekki setja það í almennt sorp.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir

 

 

 


Aikan, jarðgerð og gasgerð.
Samþætt gasgerð og jarðgerð
Einföld og skilvirk aðferð
Lágt tæknistig – minni bilanir
Sveigjanleiki í afköstum
Einungis tvær stöðvar hafa verið byggðar