12 – SSV stjórn

admin

12 – SSV stjórn

                       F U N D A R G E R Ð
     Stjórnarfundur SSV, mánudaginn 15. október 2001.
Stjórnarfundur SSV haldinn á skrifstofu SSV, mánudaginn 15. október 2001 kl. 10.  Mættir voru: Dagný Þórisdóttir, Gísli Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir. 
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Aðalfundur SSV og  Samstarfsvettvangur Vesturlands
2. Fjármál samtakanna.
3. Málefni atvinnuráðgjafar
4. Framlagðar fundargerðir.
5. Framlögð innkomin erindi og bréf.
6. Önnur mál.
 
Aðalfundur SSV og  Samstarfsvettvangur Vesturlands
Rætt um aðalfund SSV, fyrirkomulag hans og Samstarfsvettvangs.
 
Fjármál samtakanna.
Lagt fram uppgjör Samtakanna frá 3. október sl.
 
Málefni atvinnuráðgjafar
Samningur við Borgarbyggð vegna ,,Egilsstofuhugmyndar”
Kynntur samningur varðandi aðkomu ATSSV að ,,Egilsstofuhugmynd”.  Hann var samþykktur.
 
Viðvera atvinnuráðgjafa.
Lagt fram til kynningar viðveruplan Atvinnuráðgjafar.
 
Noregsferð atvinnuráðgjafa.
Fyrir dyrum stendur námsferð atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni til Noregs.  Samþykkt að heimilað verði að senda einn fulltrúa frá Vesturlandi.
 
Eiríksstaðir.
Ólafur lagði fram bréf frá verkefnisstjóri Eiríksstaða.
 
Framlagðar fundargerðir.
Fundargerð samgöngunefndar SSV.
Fundargerð Ferðamálasamtaka Vesturlands.
Fundargerð Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands.
Fundargerðir frá SSH.
Guðrún Jónsdóttir, fór yfir fundargerð FV og þær tillögur sem formaður FV leggur til. 
 
Framlögð innkomin erindi og bréf.
Erindi frá Starfsmannafélagi Borgarbyggðar.
Ályktanir frá aðalfundi SSNV.
Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands.

Önnur mál.
Hlutabréf í Speli.
Rætt var um sölu hlutabréfanna í Speli og Hrefnu falið að afla tilboða í þau samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir.
 
Stjórnarmaður í Ferðamálasamtök Vesturlands.
Framundan er aðalfundur FV og var lögð fram sú tillaga að Guðrún Jónsdóttir yrði tilnefnd sem fulltrúi SSV í FV.  Varamaður Dagný Þórisdóttir.  Var það samþykkt.
 
Fundi slitið.
 
Fundarritari
Hrefna B. Jónsdóttir.