14 – SSV stjórn

admin

14 – SSV stjórn

                         F U N D A R G E R Ð.

Stjórnarfundur SSV haldinn á skrifstofu SSV miðvikudaginn 31. október 2001 kl. 16.
Stjórnarfundur í Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, haldinn á skrifstofu SSV, miðvikudaginn 31. október kl. 16.
Mættir voru: Dagný Þórisdóttir, Gísli Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Jónasson, Sigurður Valgeirsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B Jónsdóttir.
 
Dagskrá fundarins:
1. Undirbúningur fyrir aðalfund SSV og málþing SV 9. nóv. 2001.
2. Umsagnir þingmála.
3. Lagt fram bréf frá Þjóðminjasafni Íslands.
4. Önnur mál.
 
Formaður bauð fundarmenn velkomna.
 
Undirbúningur fyrir aðalfund SSV og málþing SV 9. nóv. 2001.
Svarbréf sveitarfélaga við erindi varðandi þátttöku í SV og SSV.
Formaður Gunnar Sigurðsson, sagði frá því að Ólafur Sveinsson, Gísli Gíslason og Kristinn Jónasson hefðu farið yfir fjárhagsáætlun yfir rekstur SSV og Atvinnuráðgjafar.  Þær niðurstöður voru lagðar fram á fundinum og er þar reiknað með að framlag pr. íbúa verði kr. 200 pr. íbúa á árinu 2002.
 
Lögð voru fram bréf frá Akraneskaupstað, Eyrarsveit og Skorradalshrepp varðandi afstöðu þeirra til áframhaldandi þátttöku í SSV.
 
Hrefna fór yfir sölu Spalar bréfanna og svör verðbréfafyrirtækja varðandi hugsanleg kaup.  Fundarmenn töldu ekki ráðlegt að leggja það til að bréfin verði seld m.v. núverandi stöðu.
 
Dagskrá.
Hrefna fór yfir dagskrá aðalfundar SSV og málþings Samstarfsvettvangs.
Ólafi og Hrefnu falið að halda áfram með verkefnið.

Ályktanir og lagabreytingar.
Farið var yfir drög að ályktunum fyrir aðalfund sem sendar voru sveitarfélögunum til umsagnar19. október sl.  Nokkrar athugasemdir og viðbótarályktanir hafa borist og var farið yfir þær einnig.
 
Umsagnir þingmála.
Frumvarp til laga um fjarskipti, jöfnunargjald, heimtaugar.
Frumvarp til iðnaðarlaga.
Lagt fram bréf frá Þjóðminjasafni Íslands.
Lagt fram bréf frá þjóðminjaverði, þar sem þakkað er samstarf við rekstur og mótun minjavarðarembættisins.  Einnig er tilkynnt að með nýjum þjóðminjalögum verði stjórnsýsluþáttur fornleifavörslunnar aðskilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og ný stofnun, Fornleifavernd ríkisins tók til starfa 15. október 2001.
 
Önnur mál.
Ólafi og Hrefnu falið að fullvinna fjárhagsáætlun fyrir næsta stjórnarfund sem haldinn verður fimmtudagskvöldið 8. nóvember n.k. kl. 20. á Akranesi. 
Samþykkt að óska eftir því Svein Kristinsson að taka að sér fundarstjórn og Jón Pálma Pálsson að vera fundarritari á aðalfundi og vera starfsmönnum fundarins til aðstoðar.
 
Fundi slitið.
 
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.