63 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

63 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
 
                          FUNDARGERÐ
63.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 26.04. 2006 kl. 12.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar að Hótel Hellnum, Snæfellsbæ.
Mættir voru:                    
Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Hallveig Skúladóttir
Finnbogi Rögnvaldsson
Björg Ágústsdóttur
Ragnhildur Sigurðardóttir
Helgi Helgasonsem ritaði fundargerð
Sigrún Pálsdóttir boðaði forföll
 
1.     Málefni Laugafisks
Lagt fram bréf framkv.stj. Laugafisks þar sem óskað er eftir lengri fresti en til 20. apríl til að skila inn skýrslu um mengunarvarnarannsóknir eins og heilbrigðisnefnd hafði ákveði á seinasta fundi. Laugafiskur er tilbúinn að senda menn á fund nefndarinnar í fyrstu viku maímánaðar eins og segir í bréfinu.
Samþykkt að senda fulltrúa úr nefndinni á fund Laugafisks, þar sem farið yrði yfir árangur rannsókna. Niðurstöður rannsóknanna yrðu síðan lagðar fyrir á næsta heilbrigðisnefndarfundi.
 
2.     Hávaði frá kæliviftum HB Granda
Lagður fram tölvupóstur til HeV frá eiganda íbúðar við Hátún vegna hávaða frá kæliviftum á þaki húss HB Granda við Bárugötu á Akranesi og svör sem HeV hefur sent honum. Fyrsti pósturinn er frá 4. júlí 2005.
Framkvæmdastjóri skýrði málið og greindi m.a. frá því að við hávaðamælingar við húsvegg í Hátúni hefði umhverfishávaði yfirgnæft hljóð frá meintum hávaðavaldi á þaki HB Granda. Eins hefði fyrirtækinu verið sent bréf með kröfu um úrbætur á einni kæliviftunni í kjölfar heimsóknar starfsmanna HeV í fyrirtækið 7. október 2005 en sökum veikinda starfsmanns sem hafði verið með málið vantaði nokkuð á atburðarásina.
Samþykkt að leita umsagnar byggingarfulltrúa málið og fara í frekari hávaðamælingar ef hægt verður.
 
3.     Starfsleyfi

 • Hvalur hf. Miðsandi (endurnýjun)

Samþykkt að leita umsagnar Landbúnaðarstofnunar, UST, Hvals hf. og Hvalfjarðarstrandarhrepps á framlögðum starfsleyfistillögum.

 • Svínabú Hýrumel (endurnýjun)

Samþykkt með fyrirvara um að ekki berist efnislegar athugasemdir við útsendar starfsleyfistillögur

 • Svínabú Stafholtsveggjum (endurnýjun)

Samþykkt með fyrirvara um að ekki berist efnislegar athugasemdir við útsendar starfsleyfistillögur

 • Rannsóknaholur vegna hitaveitu Helgafellssveit og Stykkishólmi

Staðfest samþykkt HeV

 • Starfsmannabúðir KNH ehf. í landi Leysingjastaða

Samþykkt

 • Starfsmannabúðir (ekki svefnaðstaða) RBG Vélaleiga/Verktakar Borgarfjarðarsveit

Samþykkt

 • Starfsmannabúðir Ístaks, Grundartanga (endurnýjun)

Samþykkt

 • Veitingahús að Brákarbraut 13-15, Borgarnesi (eigendaskipti)

Samþykkt

 • Íslind ehf (neysluvatnspökkun) Hafnargötu, Rifi

Frestað vegna ónógra upplýsinga
 
4.  Önnur mál

 • Rætt um starfsemi NATO í Hvalfirði með það í huga að starfsemin er breytast vegna brotthvarfs hers frá Keflavík.

Samþykkt að skrifa varnarmáladeild utanríkisráðuneytis bréf þar sem óskað væri eftir skýringum á framtíð stöðvar NATO á þessum stað og beiðni um að heilbrigðisnefnd Suðurnesja skoðaði svæðið m.t.t. mengunar. Heilbrigðisnefnd Vesturlands verði gerð fyrir grein fyrir stöðu mála áður til yfirtöku eftirlits á svæðinu kemur. Afrit af bréfinu yrði sent til Umhverfisstofnunar.

 • Lagðar fram frekari upplýsingar um afskrifuð og niðurfelld gjöld vegna Ársreiknings 2005
 • Lagt fram bréf  lögmannsstofu Þorbergsson & Loftsdóttur, dags. 25.04.2006, þar sem farið er fram á greiðslu reikning til UST vegna veirurannsókna á neysluvatni sumarið 2004. jafnframt lagt fram bréf HeV til UST, dags. 08.10.2004, þar sem greint er frá samþykkt heilbrigðisnefndar á fundi 8. september 2004, sem telur að UST eigi að greiða reikninginn enda hafi fjöldi og fyrirkomulag um sýnatökuna komið frá starfsmönnum UST eins og segir í fyrrnefndu bréfi.

Heilbrigðisnefndin ítrekar fyrri samþykkt og  felur framkv.stj. að skrifa UST bréf og óska eftir formlegu svari við bréfinu frá 8. október 2004.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.40.