62 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

62 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
FUNDARGERÐ
62.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURL

 
Mánudaginn 27.03.2006 kl. 17.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar í Borgarnesi.
Mættir voru:                      
Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Hallveig Skúladóttir
Finnbogi Rögnvaldsson
Björg Ágústsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Helgi Helgason
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Sigrún Pálsdóttir boðaði forföll
 
1.  Ársreikningur 2005
Mikil umræða var um afskrifuð eftirlitsgjöld. Ársreikningur samþykktur og undirritaður.
 
2.  Verslun Einars Ólafssonar
Lagt fram bréf til eiganda verslunarinnar vegna samþykktar heilbrigðisnefndar á seinasta fundi. Í ljós hefur komið að ekki hefur verið farið að fyrirmælum heilbrigðisnefndar um merkingu efnavara í versluninni.
Samþykkt að gefa fyrirtækinu formlega áminningu og frest til 1. maí til að koma merkingu efnavara í lag að viðlagðri stöðvun sölu varanna.
 
3. Bréf íbúa tveggja íbúðarhúsa við Vesturgötu til bæjarstj. Akraness vegna starfsemi Laugafisks og vísun bæjarráðs til heilbrigðisnefndar um efni þess.
Framkv.stj. kynnti málið. Nú ætti að vera lokið rannsóknaferli sem fór af stað í fyrirtæki Laugafisks á Akranesi í mars 2005 og átti að ljúka í ferbrúar 2006. Heilbrigðisnefnd hefur ekki verið kynntur árangur rannsóknanna af hálfu fyrirtækisins nema þegar þess hefur sérstaklega verið óskað.
Samþykkt að gefa Laugafiski frest til 20. apríl n.k. til að skila greinargerð eða skýrslu um árangur rannsóknanna s.l. ár. Bæjarstjórn Akraness verði sent afrit af bréfi til fyrirtækisins.
 
4. Vatnsverndarsvæði Fossamelum, Borgarfjarðarsveit
Lagt fram bréf framkv.stjóra heilbr.eftirlits til sveitarstjóra Borgarfjarðarsveitar 13. febrúar 2006 vegna vatnsverndarsvæðisins.
Málinu frestað þar sem ekki hafa borist fullnægjandi gögn.
 
5. Málefni starfsmannabúða KNH í landi Leysingjastaða, Dalabyggð.
Framkv.stj. skýrði frá því að fyrirtækið hefði ekki sótt um starfsleyfi þrátt fyrir tölvubréf og símtal við forráðamann fyrirtækisins 21. mars s.l.
Samþykkt að gefa fyrirtækinu 10 daga frest til að sækja um starfsleyfi, að viðlagðri áminningu.
 
6. Afgreiðsla starfsleyfa
· Hárhöfði, hárgreiðslustofa Dvalarheimilinu Höfða (eigandaskipti)
· Vignir Jónsson hf., fiskvinnslufyrirtæki, Smiðjuvöllum 4, Akranesi (endurnýjun)
· Spútnik bátar, Smiðjuvöllum 26, Akranesi (eigandaskipti)
· SagaMedica-Heilsujurtir ehf., Ægisbraut 31, Akranesi (nýtt)
· Sveinbjörn Sigurðsson ehf., Akursbraut 11a, Akranesi (eigandaskipti)
· Skeljungur hf., Skagabraut 43, Akranesi (eigandaskipti)
· Bíóhöllin Akranesi / Vinir hallarinnar ehf., Vesturgötu 27, Akr. (eigandaskipti)
· Kræklingarækt Péturs Hjálmtýssonar við Skorey og fleiri eyjar Sth. (nýtt)
· Heilsubót (hómópati) Egilsgötu 4, Borgarnesi (nýtt)
· Laugateigur 2, Borgarfjarðarsveit (heilsuspillandi húsnæði brennt)
· Norðlingur vegna hafbeitar v/Hafnará (endurnýjun)
 
                   Ofangreind starfsleyfi samþykkt
 
Grísagarður, svínabú að Hýrumel og Stafholtsveggjum (endurnýjun)
Frestað vegna ófullnægjandi upplýsinga.
 
Fiskmarkaður Íslands, slægingarþjónusta Hafnargötu 10 Rifi (nýtt)
Frestað, samþykkt að leita umsagnar bæjarstjórnar Snæfellsbæjar vegna fráveitumála fyrirtækisins.
 
7. Önnur mál
Eftirlit með leikskólum með hliðsjón af reglugerð nr. 942/2002
Framkv.stj. afhenti gögn um málið og fór yfir þau sérstaklega hvað varðar aðalskoðun sem framkvæmd skuli af faggiltum aðilum sbr. ákvæði reglugerðarinnar. Finnbogi tilkynnti að bæjarráð Borgarbyggðar hefði sent Sambandi ísl. sveitarfélaga bréf um málið þar sem óskað væri eftir að þetta yrði skoðað.
Frá 1. jan. 2006 hófst aðalskoðun en óvíst með hvernig fara skuli með gögn vegna aðalskoðunar annað en það að rekstraraðili og Umhverfisstofnun skuli fá rafrænar skýrslur um skoðunina sbr. vinnureglur sem UST hefur sett fram í skoðunarhandbók.
Jón Pálmi lagði til að bréf yrði sent til Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem þess yrði óskað að gerðar yrðu athugasemdir vegna ákvæða aðalskoðunar í reglugerðinni og hún endurskoðuð. Jafnframt yrði óskað eftir að þessi ákvæði í reglugerðinni yrðu kostnaðarmetin.
Samþykkt.
     
Framkv.stj. greindi frá þeirri miklu vinnu framkv.stj. sem færi í reikningagerð og innheimtu eftirlitsgjalda. Greindi hann frá hvernig málum væri háttað á öðrum svæðum.
Finnboga og framkv.stj. falið að kanna málið og koma með tillögur.
 
Deiliskipulag Bifrastarsvæðis.
Framkv.stj. greindi frá skipulaginu og þeirri gífurlegu uppbyggingu sem átt hefði sér stað á þessu svæði með hliðsjón af fráveitumálum.
 
Vinnufundur með Orkuveitu Rvíkur vegna innra eftirlits vatnsveitna.
Framkv.stj greindi frá fundi með starfsmönnum  OR vegna innra eftirlits lítilla vatnsveitna.
 
Aðalfundur ákveðinn á utanverðu Snæfellsnesi 26. apríl n.k.
 
Fundi slitið kl. 19:00.