58 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

58 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
58.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Fimmtudaginn 31.08.2005 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar að Borgarbraut 11, Borgarnesi.
Mættir voru: 
    Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
    Sigrún Pálsdóttir
    Finnbogi Rögnvaldsson
Björg Ágústsdóttir í símasambandi
Helgi Helgason sem ritaði fundargerð
Hallveig Skúladóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir boðuðu forföll.

1. Bréf UST og Umhverfisráðuneytis, svipað efni, vegna gjaldskrármála og fleira og svör HeV.
Lagt fram.
2. Verklagsreglur um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land.
Lagt fram.
3. Matvælaeftirlit 2006-eftirlitsverkefni, átaksverkefni, vinnuhópar og tilmæli UST. Bréf UST dags. 22.08. lagt fram ásamt greinargerð.
Lagt fram. Framkv.stj. skýrði athugasendir sem HeV gerði við útsend drög verkefnisins sem m.a. lutu að gæðum vegna neysluvatns og ekki voru teknar til greina.   
4. Bréf lögmanns bónda að Kvíum 2, Þverárhlíð, vegna bréfs heilbrigðieftirlitsins um umgengni viðkomandi  gagnvart öðrum aðila.
Framkv.stj. falið að svara erindinu.
5. Umgengni við vatnsból á Fossamelum (vatnsból Hvanneyringa og fl)
Framkv.stj. greindi frá malarnámi á vatnsverndarsvæðinu og sagði frá aðkomu HeV að málinu frá 1999 og hvernig sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar og Umhverfisstofnun hefðu brugðist við. Framlagt bréf HeV til eiganda malarnámunnar.
Samþykkt að fela framkv.stj. að senda fyrirspurn til UST um hvort stofnunin hefði mælt með malarnámi á vatnsverndarsvæðum á Vesturlandi.
6. Málefni Laugafisks.
Lagt fram bréf Sigurjóns Arasonar f.h. Laugafisks þar sem skýrt er frá í grófum dráttum frá verkefni sem snýr að mengunarvarnamálum fyrirtækisins.
Framkv.stj. greindi frá því að fyrirhuguð væri áfangaskýrsla sem lögð yrði fram á fundi samstarfsaðila 7. september n.k. og framkv.stj. Laugafisks hefði sagst tilbúinn að mæta á fund heilbrigðisnefndar eftir þann fund að skýra frá gangi mála.
Með vísan til samþykktar heilbrigðisnefndar frá 26. maí s.l. þar sem m.a. var farið fram á að fyrirtækið kæmi upp skynjurum um bæinn til að kanna lyktarmengunina þá óskar nefndin eftir því að fyrirtækið sendi heilbrigðisnefnd tímaáætlun um framkvæmd.

7. Starfsleyfi.
a. Lögð fram umsókn Klumbu ehf. um leyfi til fiskþurrkunar í nýju húsnæði að Ólafsbraut 80, Ólafsvík.
Samþykkt að óska eftir nánari útfærslu umsækjanda á mengunarvarnarbúnaði fyrirtækisins miðað við þá lyktarmengun sem greinst hefur frá sambærilegri starfsemi. Þá verði fulltrúum fyrirtækisins boðið að sækja næsta fund heilbrigðisnefndar, sem haldinn verður í Ólafsvík 5. október n.k., og skýra mál sitt. Málinu frestað.
b. Staðfest starfsleyfi:
• Spútnik bátar, Akranesi
• Ís-Mynd (veitingastaður), Borgarnesi
• Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundarfirði
• Ferðamiðstöðin Hálsakot, Borgarfirði
• Daggæsla barna Hvítanesi, Skilmannahreppi
• Starfsmannabúðir Jarðvéla ehf., Skorradal
• Útihátíð Staðarfelli
• SJ veitingar, Stykkishólmi
• Nesbrauð, Stykkishólmi
• Loftorka Borgarnesi (staðsetning tveggja olíugeyma)
• Kertaljósið, Hvanneyri (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Ferðaþjónustan Snjófell, Arnarstapa (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Hraðbúð Essó, Hellissandi (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Hægt og hljótt, Grundarfirði (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Prinsinn, Ólafsvík (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Söluskáli ÓK, Ólafsvík (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Verslunin Virkið, Rifi (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Verslunin Skriðuland (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Þjónustumiðstöðin Vegamót, Miklaholtshreppi (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Matstofan Borgarnesi (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Veitingaskálinn Ferstikla, Hvalfjarðarströnd (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Narfeyrarstofa, Stykkishólmi (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Baulan, Borgarbyggð (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Þjónustumiðstöð Húsafelli (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Veg-bitinn, Reykholti (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Ís-Mynd, Borgarnesi (tóbakssöluleyfi)
• Veitingareksturinn Venus (tóbakssöluleyfi)
• Brúartorg, Borgarnesi (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
• Nettó, Akranesi (endurnýjað tóbakssöluleyfi)
Umsagnir:
• Milli vina, Hvítárbakka, Borgarfjarðarsveit
• Ferðaþjónustan Fljótstungu, Hvítársíðu
• Gistiheimilið Hálsaból, Grundarfirði
• Gistiheimili Erpsstöðum, Dalabyggð
• Gistiheimili Signýjarstöðum, Borgarfjarðarsveit
8. Önnur mál
a. Framkvæmdastjóri greindi frá starfsmannabúðum sem RBG verktakar hefðu sett niður á Kleppjárnsreykjum án tilskilinna leyfa. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefðu forráðamenn fyrirtækisins ekki sótt um starfsleyfi.
Samþykkt að gefa fyrirtækinu frest til 9. september til að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar að viðlagðri stöðvun.
b. Framkv.stj. greindi frá mengun neysluvatns í orlofsbyggð Munaðarnesi. Þar hefði ræktast campylobacter lari. Ekki væri vitað um neinar sýkingar sem rekja mætti til mengunarinnar og aðvörun hefði verið borin í hvert hús sem varaði við beinni neyslu vatnsins.
9. Formlegt bréf (kæra) frá Ragnari á Kverná vegna umhverfismála á iðnaðarsvæði í Grundarfirði.
Björg Ágústsdóttir vék af fundi vegna efni þessa máls.
Framkv.stj. greindi frá stöðu mála og þeim efnisatriðum sem kæmu fram í bréfi Ragnars.
Samþykkt að fela framkv.stj að svara erindinu og greina jafnframt frá því að fylgst yrði sérstaklega með því að fyrirtæki á svæðinu störfuðu í samræmi við útgefin starfsleyfi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.10