54 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

54 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
54.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 06.04.2005 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman í fundarsal bæjarskrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 11, Borgarnesi.

Mættir voru:  
   Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
Björg Ágústsdóttir (í síma)
    Sigrún Pálsdóttir
Finnbogi Rögnvaldsson.
    Helgi Helgason sem ritaði fundargerð
Hallveig og Ragnhildur boðuðu forföll.
1. Ársreikningur 2004

Lagður fram ársreikningur 2004 endurskoðaður af KPMG ásamt minnispunktum.
Nokkrar umræður urðu um reikninginn og lét Jón Pálmi bóka að hann ítrekaði að farið yrði í uppgjör eldri skulda og jafnframt yrði lagður fram listi á næsta fundi um útistandandi gjöld og tekjur.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
2. Málefni Laugafisks hf.
Fyrir fundinum lá bréf framkvæmdastjóra Laugafisks hf., dags. 04.04., vegna afgreiðslu heilbrigðisnefndar um málefni fyrirtækisins á seinasta fundi.
Samþykkt að ítreka fyrri samþykkt um að allt hráefni sem kæmi til fyrirtækisins yrði ísað. Forráðamönnum fyrirtækisins boðið að sækja næsta fund stjórnar í Grundarfirði 20. apríl n.k. og skýra stöðu mála. Jafnframt eru forráðamenn hvattir til að halda kynningarfund fyrir nágranna fyrirtækisins.
 
3. Afgreiðsla starfsleyfa
 Atlantsolía ehf. Kirkjubraut 39, Akranesi (nýtt, auglýsing)
 Hárgreiðslustofa Eyrúnar, Jörundarholti 37, Akranesi (nýtt)
 Hrognavinnsla Eylín ehf., Laxárholti, Borgarbyggð (nýtt)
 Geirsá ehf., bleikjueldi, Saurbæ, Hvalfjarðarströnd (nýtt)
 Reykofninn-Grundarfirði ehf, Nesvegi 4, Akranesi (breytt)
 Olíuafgreiðsla Atlantsolíu ehf., Faxabraut 9, Akranesi (yfirtaka)
 Verslunin 10-11, Skagabraut 43, Akranesi (yfirtaka)
Samþykkt
2. Önnur mál

 Lagt fram afrit af bréfi Prestsetrasjóðs, dags. 29.03., til Geirsár ehf. vegna vatnsveituframkvæmda í landi Saurbæjar, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
 Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisráðuneytis, dags. 23.03., til Umhverfisstofnunar vegna framsals á eftirliti.
 Ákveðið að halda næsta fund í Grundarfirði 20. apríl n.k. og í kjölfar hans aðalfund 2005.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40.