52 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

52 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
52.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Miðvikudaginn 22.12.2004 kl. 16.00 í fundarsal bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, Akranesi.
Mættir voru:    
 Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
    Sigrún Pálsdóttir
Hallveig Skúladóttir
Finnbogi Rögnvaldsson.
    Ragnhildur Sigurðardóttir
    Helgi Helgason
    Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Björg Ágústsdóttir boðaði forföll.
1. Byrjað var á því að skoða starfsemi Laugafisks við Breiðargötu á Akranesi í fylgd framkvæmdastjóra og sérfræðings í mengunarvarnamálum.  
Á fundi með þeim eftir skoðunina kom m.a. fram að áætlun á að liggja fyrir þann 15 janúar n.k. um frekari framkvæmdir vegna mengunarvarna. Meðan unnið yrði að þeirri áætlun sem að líkindum tæki nokkra mánuði að koma í gagnið yrði lögð sérstök áhersla á að grípa til allra annarra aðferða til að tryggja betri gæði hráefnis s.s. að allt hráefnið sem komi til fyrirtækisins verði ísað. Einnig var rætt um að halda kynningarfund fyrir nágranna fyrirtækisins og aðra sem að málinu komi þegar ljóst yrði til hvað framkvæmda yrði gripið í kjölfar áætlunar 15. janúar n.k.
Jón Pálmi taldi að fyrirtækið hefði brugðist hægt við og seint miðað við þann tíma sem kvartanir yfir lyktarmengun hefðu borist frá nágrönnum fyrirtækisins. Sigrún var ekki sammála þessu, sagði að fyrirtækið væri augljóslega að vinna að þessum málum að fremstu getu þótt hægt gengi.
 
Fundi framhaldið að Stillholti 16-18

2. Starfsemi Laugafisks, framhaldsumræður.
Samþykkt að krefjast þess við forráðamenn Laugafisks að allt hráefni sem fyrirtækið tekur til vinnslu skuli koma ísað á staðinn.
 
3. Starfsmannamál. Lagt fram bréf Laufeyjar um 50 % starf.
Laufey kynnti mál  sitt og vék svo af fundi. Miklar umræður urðu um málið og var samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
 
4. Umsögn vegna starfsleyfis rafskautaverksmiðju á Katanesi
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar (Ust) ásamt starfsleyfisdrögum fyrir rafskautaverksmiðju. Framkv.stj. skýrði málið.
Samþykkt að nefndin kalli eftir greinargerð frá Ust með starfsleyfinu og spyrjast fyrir um hvað líði með setningu reglugerðar um loftmengun. Óska eftir fresti til 1. febrúar 2005 til að svara erindinu.
 
5. Starfsleyfi fyrir alifuglasláturhús að Stiklum. Framhald frá seinasta fundi
Framkv.stj. kynnti málið. Hann taldi ný gögn sem óskað hefði verið eftir frá fyrirtækinu og sveitarstjórn fullnægjandi þ.m.t. frágangur rotþróar og mengunarvarnir. Fram kom að fyrirtækið hefði byrjað að slátra um síðustu helgi með samþykkt yfirdýralæknis en án leyfis frá heilbrigðisnefnd. Lagt til að gefið yrði út starfsleyfi en fyrirtækinu yrði veitt tiltal þar sem það hefði hafið slátrun án starfsleyfis.
Þá var lagt fram símbréf bréf frá fyrirtækinu Geirsá ehf. þar sem mótmælt er starfsleyfi alifuglabúsins að Stiklum.
Bókað að ekki væri hægt að taka þetta bréf til athugunar þar sem Geirsá ehf. væri ekki með gilt starfsleyfi og ekki hefðu komið fram athugasemdir við auglýst starfsleyfi. samþykkt að veita fyrirtækinu starfsleyfi til fjögurra ára. 
 
6. Yfirtaka á eftirliti frá UST
Framkv.stj. greindi frá gangi viðræðna við Ust og sagði þær ekki skila árangri. Lagði til að Ust. verði sent bréf þar sem ítrekaðar verði fyrri óskir um yfirtöku á eftirliti og formlegar viðræður og vitnað til bréfs til Hollustuverndar ríkisins frá því í nóvember 2002. Jón Pálmi og Rúnar töldu réttara að fara beint til umhverfisráðherra og skýra þessi mál. Finnbogi lagði til að Ust. yrði sent bréf og afrit til umhverfisráðherra.
 Samþykkt tillaga Jóns Pálma og Rúnars. Sigrún vísaði til fyrri afstöðu sinnar til málsins. Samþykkt að Rúnar, Jón Pálmi og framkv.stj.  færu  í  viðræður við ráðherra.
 
7. Starfsleyfi
 Framkv.stj. kynnti minnispunkta í sambandi við starfsmannabúðir Ístaks á Grundartanga og eftirlitsferð hans á staðinn 21. des. Búðirnar standast reglugerð nr. 941/2002.
 Samþykkt að veita starfsleyfi til 1 ½  árs.
 
8. Önnur mál
a) Lagt fram bréf UST vegna reiknings á rannsóknarkostnaði í Húsafelli í sumar. Samþykkt að fara að tillögu Ust. að þessu máli um að kæra afgreiðslu þess  til Umhverfisráðuneytis.
b) Lagt fram bréf sóttvarnalæknis um beiðni á könnun á vatnsbóli.
Fundi slitið kl. 19.15