27 – Sorpurðun Vesturlands

admin

27 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf.
föstudaginn 4. febrúar 2005.

 

Fundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. föstudaginn 4. febrúar 2005 kl. 15:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.  Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Gunnólfur Lárusson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir,  Kristinn Jónasson og Magnús Ingi Bæringsson.  Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.  Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.
1. Ársreikningur
2. Grænt bókhald.
3. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
4. Veðurstöð í Fíflholtum.
5. Erindi Umhverfisstofnunar og eftirlit í Fíflholtum.
6. Dagsetning aðalfundar.
7. Geymsla veiðarfæraúrgangs í Fíflholtum.
8. Önnur mál.

 

Formaður setti fund og gekk til dagskrár:

 

1.  Ársreikningur.
Hrefna skýrði ársreikning ársins 2004.  Heildartekjur voru 39.863.866 kr.  Rekstrargjöld 35.030.731 kr.  Þar af afskriftir 8.326.998.  Hagnaður fyrir fjármagnsliði 4.833.155 og hagnaður ársins 4.281.046 kr.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
Framkvæmdastjóra falið að athuga með innborgun á skuldir félagsins.

 

2.  Grænt bókhald.
Framkvæmdastjóri lagði fram og útskýrði skýrslu um grænt bókhald Sorpurðunar Vesturlands hf.  Skýrsla um grænt bókhald samþykkt og undirrituð af stjórn.

 

3.  Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagðir fram til samþykktar samningur á milli Sorpu bs., Sorpurðunar Vesturlands hf. Sorpstöðvar Suðurlands bs., og Sorpeyðingar Suðurnesja sf. um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.  Samþykkt.

 

Fulltrúar í verkefnisstjórn eru skipuð Guðbrandur Brynjúlfsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Samstarf þetta hefur verið kynnt Umhverfisstofnun og fengið góða umsögn þaðan.
Vinnan við áætlunina er komin í fullan gang en mikil vinna við öflun upplýsinga liggur fyrir á Vesturlandi.

Framkvæmdastjóra gefin heimild að fá unna íbúaspá fyrir svæðið í tengslum við svæðisáætlun.

4.  Veðurstöð í Fíflholtum.
Lagt fram minnisblað frá Þorvaldi T Jónssyni sem byggir á viðtali við Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurstofu Íslands í desember sl.  og byggir á hugmyndum um sjálfvirka veðurstöð í Fíflholtum.  Tekið jákvætt í aðkomu að málinu en engin bein
ákvörðun tekin á þessu stigi málsins.

 

5.  Erindi Umhverfisstofnunar og eftirlit í Fíflholtum.
Teknar til umfjöllunar athugasemdir UST.  Þrjár athugasemdir bárust sem eru:
* há vatnshæð í brunnum við sláturúrgangssvæði í desember sl.,
* dýpkun skurða kringum sláturúrgangsurðunarsvæðið.
* brot á starfsleyfi þar sem framkvæmd mælinganna fór ekki fram nema einu  sinni á árinu 2004. 

 

Framkvæmdastjóra falið að senda erindi til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og lýsa ónægju með framgang embættisins í mengunar- og rennslismælingum í Fíflholtum.

 

6.  Dagsetning aðalfundar:
Samþykkt að halda aðalfund Sorpurðunar föstudaginn 25. febrúar 2005.

 

7.  Geymsla veiðarfæraúrgangs í Fíflholtum.
Rætt um erindi Hjartar Jónssonar í Plastmótun um geymslu á troll- og netaafskurði í Fíflholtum fyrir sjávarútvegsbændur á Snæfellsnesi.  Samþykkt að taka jákvætt í erindið.  Framkvæmdastjóra falið að ræða þetta við verktaka í Fíflholtum.

 

8.  Önnur mál.
Guðbrandur sagði frá fundi með Guðmundi Jenssyni, vélstjóra, sem hannað hefur tæki sem tætir sláturúrgang og pressar vatn úr honum. 

 

Guðbrandur sagði frá fundi með fulltrúum frá Gámaþjónustu Vesturlands, Þorsteini Eyþórssyni, og Gámaþjónustu Reykjavíkur, Arngrími Sverrissyni.  Þar var rætt um möguleika á jarðgerð úr sláturúrgangi.  Málið í skoðun hjá Gámaþjónustu Vesturlands.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.

 

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.