51 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

51 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
51.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 24. nóvember 2004 kl. 16.00 kom heil¬brigðis¬nefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar að Borgarbraut 11, Borgarnesi
 
Mættir voru:    
 Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
    Sigrún Pálsdóttir
Björg Ágústsdóttir
Hallveig Skúladóttir
Finnbogi Rögnvaldsson.
    Ragnhildur Sigurðardóttir
    Helgi Helgason
    Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð

1. Bréf UST, dags. 15.11 vegna greiðslu rannsóknarkostnaðar sýna á Húsa-felli.
 Helgi kynnti málið og þá niðurstöðu Umhverfisstofnunar (UST) að eigendur Húsafells ættu að greiða rannsóknarkostnaðinn.
 Samþykkt að endursenda ógreiddan reikning vegna rannsóknarkostnaðarins með vísan í þetta bréf.
 
2. Bréf UST, dags. 16.11. þar sem beðið er um umsögn vegna bráðabirgða heimildar Sementsverksmiðjunnar til að brenna brennisteinsríkt hráefni.
Helgi tilkynnti að Sementsverksmiðjan væri með starfsleyfi frá UST til 2008 og að endurskoða ætti það á næsta ári. Í því starfsleyfi er heimild fyrir 1,5% brennisteins-samböndum í eldsneyti en SR er nú að sækja um að nota eldsneyti með 4% brennisteinsinnihaldi.
Lagður var fram tölvupóstur um samskipti Jóns Pálma og Þórs, formanns Samráðsnefndar SR um þetta mál.
Sigrún kynnti efnaferli vegna brennslu eldsneytis í slíkum verksmiðjum.
Samþykkt að leggjast ekki gegn erindinu og leggja áherslu á UST  setji skýrari, strangar og nákvæmar kröfur um tíðni mælingar, eftirlit ofl. 
 
Þá var samþykkt að fara fram á það við UST að í tengslum við endurskoðun á starfsleyfinu á næsta ári verði lögð áhersla á að þau skilyrði sem SR hefur ekki náð að uppfylla í gildandi starfsleyfi.
 
3. Málefni Laugafisks. Lagt fram bréf framkv.stj. Laugafisks, dags. 29.10.  um áætlun til úrbóta lyktarmengunar frá fyrirtækinu.
Hér kom Björg á fundinn.
 
Miklar umræður voru um efni bréfsins og ekki ljóst hvort vel takist upp að uppfylla ákvæði starfsleyfis um lyktarmengun. Nokkuð væri óljóst með framhaldið en nokkrir áherslupunktar, ótímasettir,  komu þó fram í bréfi Laugafisks.
Samþykkt að halda næsta heilbrigðisnefndarfund á Akranesi í desember og hitta forráðamenn Laugafisks til að ákvarða um frekari aðgerðir.
 
4. Erindi frá UST. Yfirlýsing vegna heimildar UST til að skoða niðurstöður sýna hjá rannsóknastofu UST
Samþykkt að framkv.stj  skrifi undir þessa yfirlýsingu fyrir hönd heilbrigðis-nefndar.
 
5. Starfsleyfi fyrir alifuglasláturhús Mosa ehf. að Stiklum. Auglýsingatíma lokið. Lagðar fram athugasemdir frá UST, sveitarstjórn Hvalfj.str.hrepps  og undirskriftalisti frá 20 íbúum hreppsins.
Framkv.stj. kynnti athugasemdir og taldi undirskriftalista eiga við um skipu-lagsmál og því átt að sendast til sveitarstjórnar. Þá væri ekki um nýbyggingu að ræða þar sem m.a. vélaverkstæði hefði verið rekið í hluta húsnæðisins um árabil. 
 Nokkrar umræður urðu um málið og var ákveðið að óska eftir frekari útfærslu umsækjanda á hreinsivirki og jafnframt að fá útfærslu sveitarstjórnar á rotþró og siturlögn. Afgreiðslu málsins frestað.
 
6. Umsókn Mosa ehf. um starfsleyfi til að reka 10.000 fugla alifuglahús að Krókum Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Fyrir lágu undirskriftir eigenda sem gerðu ekki athugasemdir við fyrirhugaðan rekstur.
Samþykkt að auglýsa starfsleyfið.
7. Samþykkt um förgun úrgangs. Leiðbeiningar HeV til sveitarstjórna.
Samþykkt að senda leiðbeiningarnar til sveitarstjórna til fróðleiks.
8. Afgreiðsla starfsleyfa.
a. Vatnsveita Borgarbyggðar
b. Gjaldskrá fyrir sorphirðu á Akranesi
c. Mjólkursamlagið í Búðardal
d. Steypustöð Ístaks á Grundartanga (tímabundið)
e. Tóbakssöluleyfi fyrir Barbró, Akranesi
f. Starfsmannabústaður Vegagerðarinnar við Andakílsá
g. Mötuneyti Ístaks á Grundartanga (tímabundið)
h. Vatnsveita fyrir ferðaþjónustu á Bjarteyjarsandi
 
9. Önnur mál.
a. Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar rafskautaverksmiðju á Katanesi
b. Lögð fram skýrsla SHS til aðalfundar 2004
c. Lögð fram fundargerð vorfundar HES með UST og umhverfisráðuneytismönnum á Djúpavogi 18.-19.05.2004.
d. Lögð frá ályktun ,,Akureyrarályktunin um matvæli” sem samþykkt var á fundi norrænna matvælaráðherra í ágúst 2004.
e. Bréf frá félagi Kúabænda í sambandi við kostnað sem þyrfti að greiða vegna viður-kenningar á vatnsbóli.
Framkv.stj.  kynnti svarbréf til félagsins.
f. Framkv.stj. tilkynnti að launasamningur við starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsin rynni út um næstu áramót.
Samþykkt að tilnefna Jón Pálma og Rúnar í samninganefnd
g. Ragnhildur lagði til að heilbrigðisnefnd sendi sveitafélögunum bréf þar sem þau eru hvött til að auglýsa vel móttökusvæði fyrir rusl, spilliefni og annan úrgang. Ástæðan er sú að allt of margir virðast ekki vita hvert þeir eigi að fara með hinn og þennan úrgang.
Samþykkt.
h. Björg vakti athygli á mismun á eftirlitskostnaði hjá ríkisfyrirtækjum miðað við mörg fyrirtæki hjá sveitarfélögunum, tók sem dæmi sjúkrahús annars vegar og leikskóla hins vegar.

Fundi slitið kl: 18:20.