26 – Sorpurðun Vesturlands

admin

26 – Sorpurðun Vesturlands

Stjórnarfundur
 Sorpurðunar Vesturlands hf.

Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn Í Ensku húsunum við Langá miðvikudaginn 9.desember 2004 og hófst fundurinn kl. 16.30.  Mætt voru.  Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Magnús Ingi Bæringsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson og Sæmundur Víglundsson.  Auk þess sátu fundinn Þorvaldur T Jónsson og Hrefna B Jónsdóttir.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Milliuppgjör.
2. Gjaldskrá fyrir árið 2005.
3. Fundur sveitarstjórnarmanna með fulltrúum frá SORPU.
4. Akureyrarferð
5. Staða framkvæmda í Fíflholtum.
6. Prókúra reikninga félagsins.
7. Önnur mál.

 

Milliuppgjör.
Hrefna skýrði stöðu félagsins út frá milliuppgjöri sem unnið var í lok nóvember.  Farið var yfir magntölu sorps en í lok nóvember höfðu verið urðuð 8.950 tonn sem er  877 tonnum meira en á sama tíma í fyrra.

 

Gjaldskrá fyrir árið 2005.
Eftirfarandi gjaldskrá var samþykkt og tekur gildi 1. janúar 2005:  Almennt sorp 4,20 kr/kg., seyra 4,20 kr./kg sláturúrgangur 8,70 kr./kg.  Aðrir gjaldskrárliðir óbreyttir frá  árinu 2004. 

 

Fundur sveitarstjórnarmanna með fulltrúum frá Sorpu bs.
Gísla Gíslasyni og Páli S Brynjarssyni var falið af stjórn SSV að ræða við fulltrúa frá SORPU bs. um aukið samstarf í sorpmálum.  Á tveimur fundum þann 3 og 25. nóvember sl. var fjallað um mögulegt samstarf um gerð svæðisáætlunar og hugsanlegan áhuga sveitarfélaga á Vesturlandi á að gerast aðilar að SORPU.  
Kristinn gerði grein fyrir því sem fram fór á fundunum.   Fram kom að á næstu 10 – 15 árum gætu orðið breytingar á reglum sem takmörkuðu möguleika til urðunar og ykju hagkvæmni á frekara samstarfi sveitarfélaganna á Vesturlandi og höfuðborgarsvæðisins, t.d. við brennslu sorps.  Jafnframt að eðlilegt væri að SV ætti fulltrúa í viðræðum um frekara samstarf.  Samþykkt að fela Hrefnu að ræða við sveitarfélögin á Vesturlandi og Sorpu um framhald vinnu við svæðisáætlanir.

 

Akureyrarferð.
Guðbrandur sagði frá ferð til Akureyrar sem hann fór ásamt Sigríði Gróu, Bergi og Þorvaldi.  Í ferðinni var skoðuð jarðgerð sláturúrgangs hjá Tætingu ehf. og rætt við Guðmund Sigvaldason verkefnisstjóra um starfsemi Sorpeyðingu Eyjafjarðar.  Samþykkt að fela framkvæmdastjóra og formanni að kanna möguleika SV á jarðgerð sláturúrgangs.


Staða framkvæmda í Fíflholtum.
Framkvæmdir við þvottaplan eru komnar vel á veg og hafa framkvæmdir ársins að öðru leyti gengið skv. áætlun.

 

Prókúra reikninga félagsins
Samþykkt að flytja prókúru til Hrefnu B. Jónsdóttur, kt. 130864-3849. 

 

Önnur mál.
Rætt um magn af timburkurli sem flutt er í Fíflholt.  Samþykkt að athuga hvort uppsöfnun sé ekki í samræmi við þarfir urðunarstaðarins.

 

Formaður sagði frá ræktun skjólbelta kringum urðunarstaðinn og að nauðsyn þess að lagfæra foknet við urðunarrein.

 

Lagt fram plagg frá Úrvinnslusjóði sem eru skilmálar fyrir bændur, þjónustu- og ráðstöfnunaraðila um endurnýtingu heyrúlluplasts.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.

 

Fundarritari: Þorvaldur T Jónsson.