30 – Sorpurðun Vesturlands

admin

30 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf.
Miðvikudaginn 22. júní 2005

 

Fundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. miðvikudaginn 22. júní 2005 kl. 15:00.  á skrifstofu SSV í Borgarnesi.  Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Gunnólfur Lárusson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir,  og Kristinn Jónasson.   Magnús Ingi Bæringsson og Bergur Þorgeirsson boðuðu forföll.  Sæmundur Víglundsson mætti ekki.  Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.
1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
2. Þjónustusamningur v. SSV.
3. Eftirlit UST í Fíflholtun og sýnatökur.
4. Þvottaplan og dæla í Fíflholtum.
5. Haustfundur FENÚR.
6. Önnur mál.

 

Í upphafi var haldið til Fíflholta og farin ferð um svæðið.

 

Formaður setti fund og gekk til dagskrár kl. 16.

 

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Fyrir liggur tillaga að sameiginlegri svæðisáætlun 2005, sem unnin hefur verið í framhaldi af samstarfssamningi fjögurra sorpsamlaga frá 29. desember 2004 og var formlega samþykkt á stjórnarfundi Sorpurðunar 4. febrúar 2005.

 

Áætlunin er unnin í samræmi við ákvæði 4. greinar laga nr. 55/2003 og reglugerðar nr. 738/2003, sem skylda sveitarfélög til að setja fram svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs sem taka mið af markmiðum laganna og landsáætlun Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl 2005.

 

Svæðisáætlunin felur í sér lýsingu á núverandi stöðu, þ.e. magni þess úrgangs sem fellur til, flokkun hans, uppruna og flæði, upplýsingr um fyrirkomulag á meðhöndlun úrgangs, upplýsingar um kostnað sveitarfélaga á því svæði sem áætlunin nær til við meðhöndlun úrgangs á árinu 2002, spá um líklega þróun á magni úrgangs á svæðinu til ársins 2020 og samanburð við markmið landsáætlun Umhverfisstofnunar, m.a. um minnkun á urðun lífræns úrgangs í áföngum.

 

Sett er fram áætlun um aðgerðir til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til sveitarfélaganna í lögum um meðferð úrgangs, sem og aðrar aðgerðir sem fela í sér möguleika til betri árangurs í meðhöndlun úrgangs. Þær fela í sér eftirfarandi:

 

• Val á nýjum leiðum til förgunar á lífrænum úrgangi sem komið geta í stað urðunar til að mæta fyrirliggjandi kröfum um minnkun lífræns úrgangs í áföngum.
• Mat á stöðu og framtíðarfyrirkomulagi reksturs urðunarstaða á því svæði sem áætlunin nær til í ljósi breyttra aðstæðna, bæði vegna hertra reglna um rekstur urðunarstaða sem taka gildi 1. júlí 2009, sem og vegna þeirra breytinga sem verða við breyttar leiðir til förgunar lífræns úrgangs.
• Mat og greining á möguleikum sveitarfélaganna til að stuðla að minnkun á myndun úrgangs.
• Skoðun á framtíðarfyrirkomulagi við rekstur losunarstaða fyrir jarðefni á höfuðborgarsvæðinu.
• Leit að nýjum urðunarstað fyrir spilliefni á landsvísu, í samstarfi við ríkisvaldið.
• Aðgerðir til að bæta alla skráningu upplýsinga um magn, uppruna, flokkun og flæði úrgangs.
• Skoðun á þeim möguleikum sem felast í aukinni samræmingu á starfsemi sorpsamlaganna sem að áætluninni standa, sem og samræmingu á milli einstakra sveitarfélaga.

 

Framangreind viðfangsefni heyra almennt undir öll sveitarfélög sem standa að svæðisáætluninni utan tillögu um losunarstaði fyrir jarðefni á höfuðborgarsvæðinu sem falla undir verksvið Sorpu bs.

 

Í 11. grein laga nr. 55/2003 er gert ráð fyrir að kostnaður vegna undirbúnings og  uppsetningar förgunarstaða  sé hluti af innheimtu gjaldi vegna meðhöndlunar úrgangs. Kostnaður Sorpurðunar Vesturlands hf.  vegna framangreindrar aðgerðaáætlunar getur numið um 1 – 1,8  m. króna á ári næstu 3 árin, og áhrif þessa kostnaðar á gjaldskrá fyrirtækisins verða óveruleg.

 

Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að sameiginlegri svæðisáætlun og þá aðgerðaáætlun sem í henni felst, og telur að með henni sé búið að uppfylla ákvæði 4. greinar laga nr. 55/2003 um gerð svæðisáætlunar fyrir aðildarsveitarfélögin.

 

Stjórnin vísar tillögunni til aðildarsveitarfélaganna til staðfestingar í samræmi við ákvæði 4. greinar laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

 

Tillagan samþykkt og verður send sveitarfélögum til staðfestingar í beinu framhaldi.

 

Þjónustusamningur milli SSV og Sorpurðunar.
Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi milli SSV og Sorpurðunar.  Samþykkt.

 

Eftirlit UST í Fíflholtum og sýnatökur.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun varðandi eftirlit með meðhöndlun úrgangs á urðunarstað í Fíflholtum sem fram fór 10. maí 2005.  Farið yfir athugasemdir.

Síðustu sýnatökur fóru fram 7. júní 2005.

 

Þvottaplan og dæla í Fíflholtum.
Talsvert basl er búið að vera á uppsetningu vatnsdælu í Fíflholtum.  Vatnið hefur ekki runnið sem skildi að dælunni.  Samkvæmt úttekt VST verður sett háþýstidæla við þann búnað sem fyrir er.

 

Haustfundur FENÚR.
Haustfundur FENÚR verður að þessu sinni ferð til Bretlands á sýningu í Birmingham.  (The Recycling and Waste Management Exhibition)    Einnig verður farið til Biffa í Leicesterborg en Biffa er stórt alhliða umhverfisfyrirtæki í Bretlandi.  Ferðin er fyrirhuguð 14 – 18 september.
Samþykkt að senda fulltrúa í ferðina.

 

Önnur mál.
Urðunarrein

Huga þarf að nýrri urðunarrein.  Samþykkt að leita til VST um að staðsetja nýja urðunarrein og fá unnin útboðsgögn.

 

Umgengni í Fíflholtum.
Nokkuð rætt um umgengni í Fíflholtum.  Allsherjartiltekt þarf að fara fram á svæðinu.  Er þar bæði átt við hreinsun svæðisins vegan foks og bætt umgengni við urðunarreinar.

 

Gróðursetning.
Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með gróðursetningarstarf í Fíflholtum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.