10 – SSV stjórn

admin

10 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur SSV, miðvikudaginn 20. júní 2001
.

Stjórnarfundur SSV haldinn á skrifstofu SSV, miðvikudaginn 20. júní n.k. kl. 12.  Mættir voru: Dagný Þórisdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Páll Jónsson, Jónas Guðmundsso, Kolfinna Jóhannesdóttir, Sigurður Valgeirsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.  Kristinn Jónasson, Gísli Gíslason og Guðrún Jónsdóttir boðuðu forföll og mættu Guðmundur Páll og Kolfinna í þeirra stað.

Dagskrá fundarins:
1. Nefnd landshlutasamtakanna og tillaga að samstarfi þeirra.
2. Menningarmálaverkefnið, staða og stefna.
3. Storytelling-verkefnið ,,endurreisn sagnalistar”
4. Málefni atvinnuráðgjafar.
5. Umsagnir þingmála:
6. Framlagðar fundargerðir.
7.  Önnur mál.

Gunnar Sigurðsson, formaður, bauð fundarmenn velkomna.  Hann byrjaði á því að ræða aðeins varðandi Samstarfsvettgang Vesturlands en ennþá eiga nokkrir eftir að tilnefna fulltrúa í hann en stjórn var því samþykk að stefna að fyrsta fundi SV í haust.

Nefnd landshlutasamtakanna og tillaga að samstarfi þeirra.
Miðvikudaginn 20. júní 2001, hittist nefnd landshlutasamtakanna sem var falið að gera tillögur að samstarfi landshlutasamtakanna í nýju Norðvesturkjördæmi, að Laugum í Sælingsdal.  Frá Vesturlandi mættu Gunnar Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir, nefndarmenn, ásamt Hrefnu B Jónsdóttur, starfsmanni SSV.  Nefndin kom sér saman um áhersluatriði í samstarfi landshlutasamtakanna.  Ákveðið var að hver landshlutasamtök færu með þær hugmyndir fyrir sína stjórn.

Tillaga til stjórnar SSV.
Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn á skrifstofu SSV, miðvikudaginn 20. júní 2001, samþykkir að starfsemi landshlutasamtakanna í Norðvesturkjördæmi verði óbreytt enn um sinn.  Stjórnir  landshlutasamtakanna sæki ársþing hvors annars til að kynnast innviðum, starfi og helstu málum.  Haldnir verði tveir fundir á ári.  Annars vegar haustfundur stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna.  Hins vegar fundur með sveitarstjórnarfólki og þingmönnum kjördæmisins.

Stjórn samþykkti tillöguna samhljóða.

Menningarmálaverkefnið, staða og stefna.
Hrefna kynnti menningarverkefnið og stöðu þess fyrir stjórn.  Einnig greindi hún frá kynningarfundi sem haldinn var 1. júní sl. í Borgarnesi.  Til fundarins voru boðaðir fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum.  Ekki höfðu öll sveitarfélög tilnefnt menningarfulltrúa til að taka þátt í stefnumótunarvinnunni en í þeim tilfellum voru oddvitar boðaðir.  Mæting hefði mátt vera betri.


Storytelling:
Þann 25. apríl sl. var sagnaverkefnið ,,endurreisn sagnalistar”  kynnt sérstaklega fyrir stjórn SSV.  Farið var yfir feril þess og stöðu.  Niðurstaða þess fundar var að vel hefði tekist til með verkefnið og væri fullur áhugi stjórnar að gera meira úr því.  Rögnvaldi var falið að setja á blað hvernig hann sæi fyrir sér frekari þróun þess.   Tillögur að framhaldi hafa nú borist til stjórnar og var Hrefnu og Ólafi falið að vinna áfram að málinu.

Málefni atvinnuráðgjafar.
Staða samningamála við Byggðastofnun
Borist hefur bréf frá Byggðastofnun þess efnis að framlengja gildandi samstarfssamning við ATSSV til ársloka 2001.

Nýsköpunarverkefni á Snæfellsnesi.
Ólafur fór yfir nýsköpunarverkefni frá Snæfellsnesi.  Tillaga atvinnuráðgjafar er sú að verkefni Eyrarsveitar hljóti stuðning.  Ólafur rökstuddi þá ákvörðun og var honum falið að vinna frekar að málinu.

Erindi Borgarbyggðar varðandi aðkomu ATSSV að verkefni varðandi ,,Egilsstofu”.
Borist hefur beiðni frá Borgarbyggð um að Atvinnuráðgjöf og SSV komi að verkefni varðandi Egilsstofu.  Fundarmenn töldu að um áhugavert verkefni væri að ræða og tóku jákvætt í að veita því liðsinni.  Ólafi Sveinssyni var falið að ræða við Borgarbyggð og umsjónaraðila verkefnisins um málið og hugsanlega útfærslu þess.

Sjálfsnám á heimasíðu SSV.
Vífill Karlsson kynnti sjálfsnámsfyrirlestra sem aðgengi er að á heimasíðu ATSSV.  www.ssv.vesturland.is    Nokkur umræða hefur verið innan Atvinnuráðgjafar hvernig megi koma til Vestlendinga fræðsluefni um fyrirtækjarekstur og þjónustu á aðgengilegan hátt og nýta til þess upplýsingatæknina.  Þetta verkefni verður auglýst sérstaklega innan landshlutans.

Drög að skýrslu um orkumál Vesturlands.
Lögð var fram til kynningar drög að skýrslu um orkumál á Vesturlandi.  Vífill Karlsson, atvinnuráðgjafi, hefur unnið að því að skoða þessi mál og kynnti niðurstöðu vinnu sinnar fyrir fundarmönnum.

Umsagnir þingmála:
  Tillaga til þingsályktunar um landgræðsluáætlun 2002-2013, 637. mál.
 Frumvarp til raforkulaga, 719. mál. Heildarlög.
 Frumvarp til laga um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma íslands hf., 707 mál.
 Tillaga til þingsályktunar um mennta- og fjarkennslumiðstöðvar, 263. mál.
 Frumvarp til girðingalaga, 636. mál, heildarlög.
  Frumvarp til laga um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi, 634. mál, heildarlög,  EES reglur.
 Frumvarp til vegalaga, 462. mál, vegir í sumarbústaðahverfum.
 Frumvarp til laga um grunnskóla, 450. mál, útboð á skólastarfi.
 Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, 597. mál. Gjaldtökuheimildir, náttúrustofur o.fl.
 Tillaga til þingsályktunar um ferðasjóð íþróttafélaga, 570 mál.

Framlagðar fundargerðir.
Samráðsfundur Hollustuverndar og Sorpurðun Vesturlands hf.
Fundargerð nefndar landshlutasamtakanna.
Fundargerðir frá SSH og Eyþing. 
Tilkynning aðalfunda landshlutasamtakanna.

Önnur mál.
SSV hefur borist drög að tillögu að matsáætlun fyrir Sultartangalínu.  Lögð fram til kynningar.

Gunnar sagði frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna sem haldinn verður í Reykjavík fimmtudaginn 21. júní.

Jónas sagði frá fyrirhugaðri lokun sláturhúss og kjötvinnslu í Dalabyggð.  Óskaði Jónas eftir því að stjórn SSV yrði Dalamönnum innanhandar við leit að nýjum atvinnutækifærum.  Útlit er fyrir að ca. 25 störf tapist frá Búðardal við þessa ákvörðun og er það hátt hlutfall í ekki stærra byggðarlagi en Dalasýslu, auk annarra hliðarverkana sem fléttast inn í þetta alvarlega mál.  Stjórn SSV er reiðubúin að veita þá aðstoð sem mögulegt er við Dalamenn, m.a. með atvinnuráðgjöf.

Fundi slitið.
Hrefna B Jónsdóttir, fundarritari.