9 – Sorpurðun Vesturlands

admin

9 – Sorpurðun Vesturlands

               F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf.
 
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV, fimmtudaginn 5. júlí kl. 10.30 2001.
Mættir voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen, Ríkharð Brynjúlfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Hrefna B Jónsdóttir.  Einar Mathiesen boðaði forföll.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Árshlutareikningsuppgjör.
2. Tilboð varðandi umhverfisskipulag í Fíflholtum.
3. Útboðsgögn og verklýsing varðandi málum vélageymslu.
4. Samráðsfundur Hollustuverndar og Sorpurðunar.
5. Fenúr.
6. Endurheimt votlendis.
7. Samningur við SSV.
8. Önnur mál.
 
Árshlutareikningsuppgjör:
Lagt var fram reikningsuppgjör fyrir fimm fyrstu mánuði ársins.  Niðurstaða þess er samkvæmt áætlun.  Ákveðið var að fara yfir gjaldskrána með haustinu.
 
Tilboð varðandi umhverfisskipulag í Fíflholtum.
Lagt var fram tilboð frá Umhverfisstofu Ragnhildar og Teikninstofunni Eik ehf. varðandi umhverfisskipulag í Fíflholtum.  Tilboðinu var tekið.
 
Útboðsgögn og verklýsing varðandi málun vélageymslu.
Kynnt voru útboðsgögn og verklýsing varðandi málun vélageymslu í Fíflholtum.  Verk það sem um ræðir felur í sér að mála vélageymslu að utan og setja upp skilti með merki Sorpurðunar Vesturlands hf.  Tilboð verða opnuð mánudaginn 9. júlí kl. 14 á skrifstofu SSV.
 
Samráðsfundur Hollustuverndar og Sorpurðunar.
Miðvikudaginn 6. júní 2001, var haldinn samráðsfundur Hollustuverndar og Sorpurðunar Vesturlands hf.  Niðurstaða þess fundar var sú að Sorpurðun féllst á að verða þátttakandi í rannsóknarverkefni þar sem til stendur að greina ástand urðunarstaða m.t.t. hauggasmyndunar.  Margt bar á góma á fundinum, m.a. urðun sláturúrgangs, niðurstöður mengunarmælinga í Fíflholtum, skuldbindingar vegna EES-samningsins, magn sorps sem urðað er í Fíflholtum m.t.t. leyfisgjalds o.fl. 
 
FENÚR.
Borist hefur beiðni frá Fagráði um endurvinnslu og úrgang um að Sorpurðun styrki verkefni um 75.000 kr.  Verkefnið felur í sér að afla upplýsinga um útreikningsaðferðir sem viðhafðar eru við mat á umhverfisávinningi vegna ýmissa vinnsluaðferða við meðhöndlun úrgangs s.k. LCA (Life Cycle Analysis) og gera tillögu að reiknilíkani sem gæti hentað við íslenskar aðstæður.  Framkvæmdastjóra var falið að afla frekari upplýsinga um málið.
 
Endurheimt votlendis.
Borist hefur bréf frá Votlendisnefnd varðandi endurheimt votlendis í landi Saura á Mýrum.  Nefndin álítur að svæðið sé vel fallið til endurheimtar og ákjósanlegt.  Niðurstaða Votlendisnefndar hefur verið send Náttúruvernd ríkisins. 
 
Samningur við SSV.
Lagður fram þjónustusamningur milli SSV og Sorpurðunar Vesturlands hf.  Samningurinn var samþykktur eins og hann var fram lagður og formanni falið að undirrita hann.
 
Önnur mál.
Erindi Gámaþjónustu Vesturlands varðandi umhleðslu brotajárns í Fíflholtum.
Borist hefur bréf frá Gámaþjónustu Vesturlands ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að umhlaða brotajárni innan urðunarstaðarins í Fíflholtum.  Erindinu var hafnað.
 
Erindi leigutaka í Fíflholtum varðandi rotþró.
Ólöf Davíðsdóttir hafði samband fyrir skömmu og spurðist fyirir um hvort ekki væri hægt að fá nýja rotþró við íbúðarhúsið í Fíflholtum.  Stjórn stendur við fyrri samþykkt að ekki verður lagt í frekari kostnað í tengslum við íbúðarhúsið.
 
Fundi slitið.
 
Fundarritari.
Hrefna B Jónsdóttir.