33 – SSV stjórn

admin

33 – SSV stjórn

Stjórnarfundur SSV

 

Stjórnarfundur SSV, 16. apríl 2004, kl. 11 á Hótel Framnesi í Grundarfirði.

Mætt: Helga Halldórsdóttir, Kristján Sveinsson, Ásbjörn Óttarsson, Davíð Pétursson, Sigríður Finsen, Guðrún Jóna Gunnarsdótti, Ólafur Sveinsson og Ásthildur Sturludóttir sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá
1. Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2.  Menningarsamningur. Staða mála eftir fund með Þorgerði Katrínu

Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra.
3. Erindi áhugahóps um annála Guðríðar Símonardóttur.
4. Bréf frá fjármálaráðherra, Geir H. Haarde.
5. Minnisblað frá Akraneskaupstað vegna bréfs Geirs H. Haarde.
6. Stóriðjuráðstefna á Akranesi, 19. mars sl.
7. Þingmannafundur, 16. febrúar sl.
8. Samgöngunefndarfundur með þingmönnum, 19. mars sl.
9. Málefni SSV-Þróunar og ráðgjafar
10. Umsagnir þingmála
11. Önnur landshlutasamtök, framlagðar fundargerðir
12. Önnur mál.

 

1. Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
a. Lagabreytingar sambandsins.
Helga Halldórsdóttir lagði fram minnisblað um málið skv. samtali við Óla Jón Gunnarsson um lagabreytingar sambandsins. Helga fór yfir málið og sagði að ekki væri mikil ánægja með þessar lagabreytingar almennt séð. Miklar umræður voru  og voru allir sammála um að þetta væru slæmar breytingar á lögum sambandsins sem myndu veikja enn landsbyggðina gagnvart höfuðborg. Til máls tóku Davíð Pétursson, Sigríður Finsen, Ásbörn Óttarsson, Kristján Sveinsson og Helga Halldórsdóttir.
Ákveðið að álykta um málið.
Ályktun SSV:
“Stjórn SSV setur fyrirvara við fyrirhugaðar breytingar á fjölda fulltrúa á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það að fjölga fulltrúum fjölmennustu sveitarfélaganna endurspeglar ekki þá afstöðu sem ríkjandi hefur verið meðal sveitarstjórnarmanna að efla þurfi landið í heild sinni ekki bara fjölmennustu svæðin.

Nú er yfirstandandi átak til eflingar sveitarstjórnarstigsns og er þessi breyting því átaki ekki til framdráttar. Við teljum ekki rétt að gera tillögu um slíka fjölgun landsfundarfulltrúa þegar ekki er ljóst hvernig sveitarfélagamörkum verður háttað, fyrr en að amk 2 árum liðnum. Stjórn SSV leggur því til að allar umræður um slíkar breytingar á fulltrúafjölda verði látnar bíða fram yfir sveitarstjórnarkosningar 2006. Með breytingum á sveitarfélagamörkum og fækkun sveitarfélaga munu fulltrúum minni sveitarfélaga augljóslega fækka.”

 

2.  Menningarsamningur. Staða mála eftir fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðerra.
Helga fór yfir málið og farið var yfir minnisblaðið. Nokkrar umræður urðu um málið. Til máls tóku Sigríður Finsen, Kristján Sveinsson og Ásbjörn Óttarsson.
Ljóst er að enginn menningarsamningur verður gerður við Vesturland á þessu ári. Mikil vonbrigði en nýtt að skýr svör fáist. Vilji menntamálaráðherra er fyrir hendi en fjármagn ekki til.

3. Erindi áhugahóps um annála Guðríðar Símonardóttur.
Erindinu hafnað.

 

4. Bréf frá fjármálaráðherra, Geir H. Haarde.
Lögð voru fram svör fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, við bréfi sem sveitarfélögin sendu ráðuneytunum vegna óánægju þeirra um einhliða lækkanir ríkis til lögbundinna verkefna. Málið rætt. Til máls tóku Ásbjörn Óttarsson, Helga Halldórsdóttir og Sigríður Finsen. Stjórnin þakkar fyrir svarbréfið frá ráðherra.

 

5. Minnisblað frá Akraneskaupstað vegna bréfs Geirs H. Haarde.
Bréfið lagt fram og rætt samhliða lið 4.

 

6. Stóriðjuráðstefna á Akranesi, 19. mars sl.
Ásthildur fór yfir málið og skýrði reikninga. Allir ánægðir með ráðstefnuna. Næstu málþing eru áætluð um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál.

 

7. Þingmannafundur, 16. febrúar sl.
Ásthildur lagði fram minnispunkta frá fundinum. Stjórn sammála um að nauðsynlegt sé að fá þingmennina oftar í heimsókn.
Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að funda með 1. þingmanni og gera áætlun um fundi með þingmönnum..

 

8. Samgöngunefndarfundur með þingmönnum, 19. mars sl.
Davíð fór yfir málin og kynnti fundargerðina sem verður sett inn á vefinn. Áætlað er að fara með þinmönnum um svæðið í sumar. Til máls tók líka Guðrún Jóna Gunnarsdóttir.

 

9. Málefni SSV-Þróunar og ráðgjafar
Ólafur Sveinsson fór yfir málefni SSV-Þróunar og ráðgjafar.
a. Byggðaáætlun fyrir Vesturland.
Verið að vinna að byggðaáætlun fyrir Vesturland hjá SSV-Þróun og ráðgjöf. Lagði Ólafur fram minnisblað um þá vinnu. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við forsvarsmenn sveitarfélaga og verður kynnt á aðalfundi í haust.
Miklar umræður voru um þetta mál og allir sammála um mikilvægi þess að vinna þessa vinnu fyrir landshlutann. Til máls tóku Ásbjörn Óttarsson, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Sigríður Finsen og Helga Halldórsdóttir.

b. Stefnumótun í atvinnumálum Snæfellsbæjar.
c. Skólamál Sunnan Skarðsheiðar.
d. Rekstrarþættir Heiðaskóla.
e. Efling sveitarstjórnarstigsins.
i. Ásthildur gerði grein fyrir greinargerð þeirri sem hún og Vífill Karlsson unnu fyrir félagsmálaráðuneytið. Búið er að senda inn svör til ráðuneytisins.
f. Stefnumótun í atvinnulífi fyrir Borgarfjörð.
g. Klasaverkefnið.
Fór af stað í mars í Borgarfirði með málþingi sem tókst ágætlega. Verkefnið er unnið í samstarfi við Calculus ehf.
h. Áhrif Hvalfjarðarganga.
Verið er að vinna að því að klára það verkefni.
i. Almenningssamgöngur á Vesturlandi.
Ráðinn hefur verið starfsmaður til þess að vinna það verkefni. Það er Valgarð Halldórsson, rekstrarfræðingur.
j. Skrefi framar á Vesturlandi.
k. Málþing um stóriðju.
l. Þátttaka í Young Entrepreneur Factory.
Ásthildur vinnur að þessu verkefni fyrir SSV-Þróun og ráðgjöf.
m. Þátttaka í Viðburðaskiptum, USEVENUE.
Ásthildur sinnir þessu verkefni fyrir Hérðasnefnd Snæfellinga.

Í skoðun og undirbúningi eru verkefni:
• Ungmennafélagið Æskan í Dalasýslu.
o Verkefni til að stuðla að framþróun í Dölum. Námskeið ofl.
• Skrefi framar á Vesturlandi á Snæfellsnesi og Dölum.
• Fá fjármagn í námskeið um áætlanagerð.

Auk þess vinnur SSV-Þróun og ráðgjöf að smærri verkefnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.Helga og aðrir fundarmenn lýstu ánægju sinni með starfsemi SSV-Þróun og ráðgjafar.

 

10. Umsagnir þingmála
a. Frumvarp til laga um málefni aldraðra, hlutverk Framkvæmdastjóðs, samstarfsnefnd ofl.
b. Þingsályktunartillaga um samstarf ríkis, sveitarfélaga og ýmissa rekstraraðila í heilbrigðis-trygginga og félagsmálum.
c. Þingsályktunartillaga um háskóla á Vestfjörðum.
d. Frumvarp til laga um félagslega aðstoð, umönnunargreiðslur.
e. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, íbúaþing.
Ályktun stjórnar SSV:
“Stjórn SSV tekur undir með stjórn SASS að það eigi að vera sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort íbúaþing sé haldið eða ekki. Slíkt þarf ekki að binda í lög.”
f. Frumvarp til laga um jafna stöðu karla og kvenna. Úrskurðir kærunefnda.
g. Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.
h. Frumvarp til útvarpslaga; stofnun hlutafélags, útvarpsgjald osfrv.

i. Frumvarp til raforkulaga; flutningu raforku og gjaldskrár.
Ályktun stjórnar SSV:
“Stjórn SSV leggst ekki gegn samþykkt lagafrumvarpanna en leggur áherslu á að við breytingarnar á skipulagi raforkumála hækki raforkuverð hvorki til notenda á Vesturlandi né annarra á landsbyggðinni og ekki verði dregið úr þjónustu og öryggi raforkukerfisins”.
j. Frumvarp til laga um Landsnet hf.
k. Þingsályktunartillaga um öldrunarstofnanir.
l. Frumvarp til laga um jöfnun flutningskostnaðar á sementi-afnám laga.
m. Þingsályktunartillaga um erlendar starfsmannaleigur.
n. Þingsályktunartillaga um vetnisráð.
o. Frumvarp til laga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.
p. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða; sóknardagar handfærabáta.
q. Frumvarp til laga um olíugjald og kílómetragjald.
r. Frumvarp til laga um Siglingavernd.
s. Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtun fuglum og spendýrum.

11. Önnur landshlutasamtök, framlagðar fundargerðir
a. SASS, 5. mars 2004
b. SASS, frá 2. apríl 2004
Fundargerðir framlagðar og afgreiddar.

 

12. Önnur mál.
Engin önnur mál voru rædd á fundinum. Eftir fundinn var nýbygging Framhaldsskóla Snæfellinga og brú yfir Kolgrafarfjörð skoðuð. Áður hafði bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar boðið stjórn SSV í hádegisverð.

Fundi slitið 13:30.

 

Fundargerð ritaði Ásthildur Sturludóttir