24 – Sorpurðun Vesturlands

admin

24 – Sorpurðun Vesturlands

Stjórnarfundur
 Sorpurðunar Vesturlands hf.

Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn á srkifstofu SSV í Borgarnesi mánudaginn 14. júní 2004 og hófst fundurinn kl. 14.  Mætt voru.  Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Magnús Ingi Bæringsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Gunnólfur Lárusson, og Kristinn Jónasson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Fjögurra mánaða uppgjör.
2. Framkvæmdir í Fíflholtum
3. Niðurstöður mengunarvarnareftirlits frá UST.
4. Samningur við Gámaþjónustu Vesturlands.
5. Úrgangsáætlanir fyrir sveitarfélög
6. Grænt bókhald
7. Önnur mál.

 

Fjögurra mánaða uppgjör
Lagt fram bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.  Reksturinn hefur verið með hefðbundnu sniði.  Lausafjárstaða er góð og samþykkt að kanna hagkvæmni þess að greiða upp lán í Sparisjóði Mýrasýslu.  Einnig samþykkt að ræða við endurskoðanda félagsins um hvort hagkvæmt kunni að vera að breyta rekstrarformi félagsins og hvaða leiðir komi þá til greina.

 

Framkvæmdir í Fíflholtum
Í vor hefur verið unnið að gróðursetningu skjólbeltis norðan við skemmu í Fíflholtum.  Samþykkt að vinna að undirbúningi frekari gróðursetningar á næsta vori og stefna að því að mynda skjólbelti í kringum allt athafnasvæðið. Jafnframt að ráðast hið fyrsta í framkvæmd við þvottaplan.

 

Niðurstöður mengunarvarnaeftirlits frá UST
Umhverfisstofnun var við eftirlit í Fíflholtum þann 11. maí sl. og gerði fjórar athugasemdir um starfsemina.  Ítreka þarf við verktaka að búnaður til að hefta fok sé fullnægjandi og að  umgengni sé að öllu leyti eins og best verður á kosið. 
 
Samningur við Gámaþjónustu Vesturlands
Framlögð drög að viðaukasamningi við Gámaþjónustu Vesturlands.  Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ganga frá samningnum.

 

Úrgangsáætlanir fyrir sveitarfélög
Samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun úrgangs þurfa sveitarstjórnir að samþykkja svæðisáætlanir fyrir 1. apríl 2005.  Almennur vilji virðist vera til þess meðal sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi að fela Sorpurðun Vesturlands umsjón með verkinu fyrir allt svæðið.  Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ræða við Umhverfisráðgjöf Íslands um kostnað við verkið og kanna áhuga sveitarfélaganna á áðurnefndri tilhögun.


Grænt bókhald
Samkvæmt nýútkominni reglugerð ber Sorpurðun Vesturlands að skila grænu bókhaldi til umhverfisstofnunar fyrir 1. júní.  Ekki er enn búið að gera skil en unnið er að gerð skýrslu sem uppfyllir kröfur reglugerðarinnar í samráði við endurskoðanda.

 

Önnur mál.
Rætt um tilhögun á innheimtu Sorpurðunar hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum.

Formaður sagði frá fundi Fenúr í apríl.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  15:50

 

Þorvaldur T. Jónsson, fundarritari.


Borgarnesi 14. júní 2004