11 – SSV samgöngunefnd

admin

11 – SSV samgöngunefnd

Fundargerð samgöngunefnd SSV

Stjórnarfundur í samgöngunefnd SSV var haldin á Mótel Venus, föstudagurinn 27. febrúar 2004, kl. 16:00.

Mætt voru Davíð Pétursson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Dagný Þórisdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Magnús Valur Jóhannsson , Kristinn Jónasson, Guðmundur Vésteinsson, Hrefna B. Jónsdóttir og Ásthildur Sturludóttir sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:
1. Formannskjör
2. Magnús Valur Jóhannsson frá Vegagerðinni fer yfir framkvæmdir á Vesturlandi.
3. Önnur mál.
a. Ályktanir SSV frá aðalfundi og viðbrögð Vegagerðarinnar.
b. Erindi Hvalfjarðarstrandarhrepps.
c. Erindi Akraneskaupstaðar vegna samstarfssamnings Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar.


1. Formaður kosinn. Davíð Pétursson einróma kjörinn.

 

2. Magnús Valur Jóhannsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi, sagði frá framkvæmdum á Vesturlandi á árinu. Þá fór hann yfir vegaáætlun 2003-2006 og skiptingu fjármuna og þær framkvæmdir sem fara á í landshlutanum.
Fundarmenn töldu að fara þyrfti yfir umferðartalningu á Vesturlandi. Þá þyrfti verulega að bæta úr merkingum og skiltum. Einnig var rætt um viðhald á slitlagi, brúm og malarvegum. Miklar umræður urðu um þessi mál.

Samgöngunefnd óskar eftir tölum um umferðarþunga á næsta fundi á fáfarnari stöðum. Nefndin óskar einnig eftir því að eiga fund með þingmönnum kjördæmisins og fá þá í ferð með samgöngunefnd um Vesturland til þess að skoða vegakerfi landshlutans.

 

3. Önnur mál:
a. Ályktanir SSV frá aðalfundi og viðbrögð Vegagerðarinnar.
Mikil ánægja með að samgönguráðuneytið hafi svarað ályktunum aðalfundar SSV. Samgöngunefnd þakkar samgönguráðuneyti fyrir greinargóð svör. Framkvæmdastjóra falið að koma þakklæti á framfæri bréflega.

b. Erindi Hvalfjarðarstrandarhrepps.
Magnús Valur Jóhannsson fór yfir þessi mál. Erindi tekið til umfjöllunar og tekið fyrir þegar samgönguáætlun SSV verður endurskoðuð á næsta aðalfundi SSV.

c. Erindi Akraneskaupstaðar vegna samstarfssamnings Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar. Miklar umræður um málið.
Ákveðið að samgöngunefnd fari vettvangsferð að Grunnafjarðarleið.

d. Lögð  áhersla á að fá fund með þingmönnum sem allra fyrst.
e. Fundi slitið kl. 18:00.