22 – Sorpurðun Vesturlands

admin

22 – Sorpurðun Vesturlands

Fundargerð-  stjórnarfundur  
 Sorpurðunar Vesturlands hf.

Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn á srkifstofu SSV í Borgarnesi föstudaginn 7. nóvember 2003 og hófst fundurinn kl. 14.  Mættir voru.  Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Guðni Hallgrímsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Gunnólfur Lárusson.  Sæmundur Víglundsson og Kristinn Jónasson boðuðu forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Gjaldskrá Sorpurðunar árið 2004.
2. Umhverfisskipulag.
3. ,,Að tala einum rómi” og minnisblað Páls Guðjónssonar.
4. Niðurstaða mengunarmælinga í Fíflholtum.
5. Grænt bókhald.
6. Fundargerð samráðsnefndar um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs.
7. Framlagðar reglugerðir.
8. Önnur mál.

 

Gjaldskrá Sorpurðunar árið 2004.
Lögð fram staða bókhalds m.v. 20. október 2003 og fjárhagsáætlun endurskoðuð fyrir árið 2003 og ný áætlun vegna ársins 2004.  Rætt um gjaldskrá fyrir árið 2004.  Samþykkt að hækka urðunargjaldið í 4,00 kr. fyrir almennt sorp og kr. 8,30 fyrir sláturúrgang.  Hækkunin tekur gildi frá og með áramótum.   

Umhverfisskipulag.
Kynnt lokaskýrsla umhverfisskipulags.  Framkvæmdastjóra falið að flytja þakkir til höfunda skipulagsins.

 

,,Að tala einum rómi” og minnisblað Páls Guðjónssonar.
Fjallað um fulltrúaráðsfund Sorpu og tekið var til umfjöllunar minnisblað frá Páli Guðjónssyni, sem vann skýrslu fyrir SV, SORPU og Sorpeyðingarstöð Suðurlesna sem nefnist ,,Að tala einum rómi”.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við Pál og ræða möguleika á nánari yfirferð yfir efni skýrslunnar.

 

Sigríður Gróa Kristjánsdóttir vék af fundi.

 

Niðurstaða mengunarmælinga í Fíflholtum.
Lagðar fram niðurstöður mengunarmælinga í Fíflholtum.  Ekki hafa borist allar niðurstöður mælinganna en greinargerð mun berast frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands innan skamms.

 

Grænt bókhald.
Kynnt hugmynd um að halda námskeiðið ,,Grænt bókhald” föstudaginn 28. nóvember n.k.


Fundargerð samráðsnefndar um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs.
Lögð fram fundargerð samráðsnefndar um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs.

Framlagðar reglugerðir.
• Um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003.
• Um urðun úrgangs nr. 738/2003
• Reglugerð um brennslu úrgangs nr. 739/2003

 

Önnur mál.
Engin önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.