1 – SSV samgöngunefnd

admin

1 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð
FUNDUR Í SAMGÖNGUNFND
21. september 2000

Fundur  haldinn í Samgöngunefnd SSV fimmtudaginn 21. september 2000.  Mættir voru: Davíð Pétursson formaður, Guðmundur Vésteinsson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Kristinn Jónasso, Sigríður Finsen og Þórður Þórðarson.  Birgir Guðmundsson og Magnús Valur Jóhannsson frá Vegagerðinni og Hrefna B Jónsdóttir.  Guðjón Ingvi Stefánsson var einnig með í för en Sigurður Rúnar Friðjónsson boðaði forföll og bað fyrir kveðju til fundarmanna.

Dagskrá:
1. Vettvangsferð á Vatnaheiði.
2. Staða vegamála á Vesturlandi.
3. Kvöldverður á Hótel Stykkishólmi
4. Önnur mál undir borðum.

Staða vegamála á Vesturlandi.
Lagt var af stað frá skrifstofu SSV í Borgarnesi og farin var vettvangsferð um Vatnaheiðarleið.  Síðan var haldið að Fosshótel í Stykkishólmi þar sem formlegur fundur var settur  og Birgir Guðmundsson hélt erindi um stöðu vegamála á Vesturlandi.

Birgir fór yfir helstu hönnunarverkefni ársins 2000 og  framkvæmda-áætlun, þ.e. nýbyggingar og viðhald vega og afhenti fundarmönnum samantekt sem unnin var fyrir fundinn.  Nokkrar umræður urðu um einstök verk og fyrirspurnir um framgang þeirra.

Davíð Pétursson formaður nefndarinnar, þakkaði Birgi fyrir góð samskipti við nefndina.  Hann færði Birgi  þakklætisvott og ánægjuleg samskipti og liðlegheit við Samgöngunefnd SSV í gegnum árin en Birgir lætur nú af störfum hjá Vegagerðinni á Vesturlandi.  Magnús Valur Jóhannsson , nýráðinn starfsmaður Vegagerðarinnar á Vesturlandi var boðinn velkominn til starfa en hann mun taka við starfi Birgis Guðmundssonar.

Fundarritari.
Hrefna B Jónsdóttir.