4 – SSV stjórn

admin

4 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

STJÓRNARFUNDUR SSV

Miðvikudaginn 27. september  2000 kl. 18.00.

Mættir voru:.  Dagný Þórisdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Kristinn Jónasson, Ólafur Sveinsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, SigurðurValgeirsson ogStefán Jónsson og Hrefna B Jónsdóttir.

Dagskrá fundarins:

1.      Kynningarferð formanns SSV og ráðgjafa.

2.      Aðalfundur SSV, 27. október 2000.

3.      Umsögn sveitarfélaga á SV.

4.      Ársreikningur SSV 1999.

5.      Málefni atvinnuráðgjafar.

Kynning á nýjum starfsmanni.

Fyrirtækjafóstrun

Þríþætt rekstrarráðgjöf

Hagvísar Vesturlands

www.atvinnuradgjof.vesturland.is

MUS

Styrkbeiðni frá Dalabyggð

Kynningarferð um Vesturland.

Beiðni Akraneskaupstaðar.

6.      Tilnefning í samstarf landshlutasamtakanna

7.      Afgreidd erindi

8.      Fundargerðir lagðar fram.

Gunnnar Sigurðsson, formaður, setti fundinn.

 

Ársreikningur SSV 1999.

Guðjón Ingvi Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SSV, kom á fundinn og gerði grein fyrir reikningum samtakanna fyrir sl. ár.  Eyjólfur Torfi Geirsson, starfsmaður KPMG endurskoðunar kom einnig inn á fundinn undir þessum lið

Ársreikningur SSV var samþykktur af stjórnarmönnum án athugasemda.

Kynningarferð formanns SSV og ráðgjafa.

Gunnar sagði frá kynningarfundum sem haldnir voru með sveitarstjórnum þann 7. september sl.  Þar fór fram kynning á tillögu um samstarfsvettvang SSV í framtíðinni en fjöldi fyrirspurna hafði borist um kynningarfund.  Sigfús Jónsson, Nýsi, var með þeim Ólafi Sveinssyni og Gunnari Sigurðssyni á fundunum.

 

Aðalfundur SSV, 27. október 2000.

Kynnt voru drög að dagskrá fyrir aðalfund SSV sem haldinn verður að Laugum í Sælingsdal 27. október n.k.  Hrefnu var falið að hafa samband við Dalamenn um að sjá um fundarstjórn á fundinum en starfsmenn SSV sjái um fundarritun og að allur búnaður sem þarf sé á staðnum.  Á dagskrá verða, auk hefðbudinna aðalfundarstarfa, hugmyndir að framtíðarskipulagi SSV.  Erindi verða flutt af Bjarna Ármannssyni, framkvæmdastjóra Íslandsbanka/FBA hf. og Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi.

 

Umsögn sveitarfélaga á SV.

Á stjórnarfundi hjá SSV sem haldinn var 13. júlí sl. voru lagðar fram nýjar tillögur um breytingar á samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi.  Í framhaldinu voru tillögurnar  sendar sveitarstjórnum og óskað eftir afstöðu sveitarfélaga fyrir 15. september n.k.

Aðeins 5 sveitarfélög hafa sent inn formlegt svar og hefur beiðnin verið ítrekuð.

Þau svör sem hafa borist eru flest á þá leið að stjórn SSV skuli halda áfram  að vinna að frekari útfærslu tillögunnar, einnig kemur fram áhersla á nauðsyn SSV sem landshlutasamtaka svo eitthvað sé nefnt.

 

Sigríður Gróa sagði að Akraneskaupstaður væri á leið út úr samtökunum  eins og þau eru í dag.  Hins vegar væri margt jákvætt inni í nýju hugmyndunum með ákveðnum skilyrðum.   Hún sagði að fljótlega myndi berast svar frá Akurnesingum.  Fundarmenn ítrekuðu svar Akraneskaupstaðar þar sem þeirra svar er mjög mikilvægt varðandi ýmsa undirbúningsvinnu fyrir aðalfund samtakanna.

 

Ákveðið var að halda stjórnarfund sunnudaginn 15. október kl. 18.00.  Vonast er til að svör frá sveitarfélögunum liggi þá fyrir.  Hrefnu var falið að senda út ítrekun til sveitarfélaganna.

 

Málefni atvinnuráðgjafar.

Kynning á nýjum starfsmanni.

Vífill Karlsson, nýráðinn starfsmaður Atvinnuráðgjafar kom inn á fundinn og kynnti sig stjórnarmönnum.

 

Fyrirtækjafóstrun

Upp hefur komið sú hugmynd að Atvinnuráðgjöf Vesturlands taki í fóstur tölvufyrirtæki sem vinnur  gagnagrunna.  Unnið hefur verið að viðskiptaáætlun fyrir  þetta fyrirtæki.  Umrætt fyrirtæki fengi skrifborð og símaaðstöðu hjá SSV  sem á móti fengi hlutabréf í fyrirtækinu ef vel til tekst.  Hér yrði um ákveðið tilraunaverkefni að ræða.  Yrði þetta verkefni liður í því að fá meiri fjölbreytni í störf á landsbyggðinni.

Talsverð umræða varð um þetta verkefni og tók stjórn SSV vel í þessa hugmynd og veitti forstöðumanni atvinnuráðgjafar heimild til að vinna nánar að henni.

 

Þríþætt rekstrarráðgjöf

Vífill Karlsson sagði frá námskeiði sem er farið af stað og kallast þríþætt rekstrarráðgjöf.  Verkefnið hefst með kynningu, síðan verður farið í afmörkuð viðfangsefni í fyrirlestrarformi þar sem þátttakendur eru virkjaðir með og að lokum er boðið upp að ráðgjöf við hvern einstakling sem verður þá í tengslum við fyrirtæki eða verkefni viðkomandi nemanda.  Eitt námskeið er komið af stað í Snæfellsbæ.

 

Hagvísar Vesturlands

Vífill hefur unnið að hagvísum fyrir Vesturland.    Um er að ræða gagnaúrvinnslu í tölulegu formi, oft unnið eftir sveitarfélögum.  Þessar upplýsingar og úrvinnslur verða aðgengilegar á vefnum og eru nú fyrstu úrvinnslur að líta dagsins ljós.  Vefsíðan heitir www.atvinnuradgjof.vesturland.is

 

www.atvinnuradgjof.vesturland.is

Byrjað er að vinna að heimasíðu fyrir Atvinnuráðgjöf og SSV.

 

MUS

Lagt var fram til kynningar verkefni sem heitir MUS (Markviss uppbygging starfsmanna)  Hér er um að ræða aðferð við að greina þarfir og skipuleggja menntun, þjálfun og annað  sem lýtur að uppbyggingu starfsmanna innan fyrirtækja.  Hér er um danska aðferð að ræða og hefur símenntunarmiðstöðvunum boðist þetta model til notkunar en þjálfa þarf upp ráðgjafa í starfið og hefur komið upp sú hugmynd hér á Vesturlandi að Atvinnuráðgjöfin komi inn í verkefið og sjái um MUS-ráðgjöf.

 

Styrkbeiðni frá Dalabyggð

Bréf hefur borist til Atvinnuráðgjafar, dags 2.08.00, frá Dalabyggð sem er styrkumsókn  kr. 90.000, til að leita að laug Guðrúnar Ósvífursdóttir að Laugum í Sælingsdal.  Erindinu var hafnað.

 

Kynningarferð um Vesturland.

Kynnt var fyrirhuguð kynningarferð um Vesturland þar sem Atvinnuráðgjöfin, Símenntunarmiðstöðin, Upplýsinga- og kynningarmiðstöð og Eignarhaldsfélagið Vesturlands hf. munu kynna starfsemi sína fyrir Vestlendingum.  Fundirnir verða auglýstir og verða haldnir dagana 10 – 12 október n.k.

 

Beiðni Akraneskaupstaðar og nærsveita..  

Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafns Akraness og nærsveita, hefur ritað bréf til Atvinnurágjafar Vesturlands sem segir frá byggingu safnahúss á Akranesi.  Vilji heimamanna er fyrir því að koma þar upp íþróttasafni.  Þeirri fyrirspurn hefur nú verið beint til ATSSV hvort hægt sé að fá aðstoð við að ráða starfsmann við að byggja upp safnið.

 

ATSSV hefur tekið vel í þessa beiðni og lagði fyrir stjórn þá tillögu að gera samstarfssamning við Byggðasafnið um að koma að þessu verkefni með  600.000 kr. framlag sem dreifist á fjóra mánuði.  Var það samþykkt.

 

Tilnefning í samstarf landshlutasamtakanna

Á fundi landshlutasamtakanna, (SSV, FV og SSNV) með alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum kjördæmanna um áhrif nýrrar kjördæmaskipunar, var samþykkt tillaga þess efnis að landshlutasamtökin myndu athuga með að tilnefna fulltrúa í nefnd og fengi nefndin það hlutverk að gera tillögur um samstarf landshlutasamtakanna í nýju kjördæmi.

Borist hefur tilkynning frá Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi Vestra (SSNV) um að Elín R Líndal og Gísli Gunnarsson hafi verið tilnefnd þeirra fulltrúar í nefndina.   Gunnar lagði til að SSV myndi tilnefna fólk í sína nefnd á aðalfundi og var það samþykkt.

 

Afgreidd erindi

Svarbréf við beiðni Ferðamálasamtaka Vesturlands um að ráða til starfa ferðamálafulltrúa sem eingöngu sinnir ferðamálum.

Borist hefur svarbréf frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti varðandi skipun í stjórn RARIK.

Sagt frá ,,Hela norden skal leva”

Skeyti til Eiríksstaðanefndar 12. ágúst sl.

Inngangshurð að Bjarnarbraut 8.

 

Fundargerðir lagðar fram.

Stjórnarfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar 10. ágúst 2000.

Atvinnumálanefndarfundur SSV 13.09.2000.

UKV 18.08.2000.

UKV 23.08.2000.

Sorpurðun Vesturlands 27.09.2000.

 

Önnur mál.

Storytelling  Ingi Hans.

Beiðni hefur borist frá Rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, en starfsmenn á vegum fyrirtækisins annast sagnaverkefnið Storytelling, um að Ingi Hans Jónsson bætist í samráðshópinn.  Hugmyndir eru uppi um að Ingi hans fari til Skotlands í læri hjá David Campbell og Claire Mulholland.  Markmiðið er að gera Inga Hans að fullgildum sagnakennara.  Einvörðungu er verið að tala um að borga honum funda og ferðakostnað á þá samráðsfundi sem eftir eru en ekki utanlandsferðina til Skotlands.

Guðrún Jónsdóttir er í samráðshópnum og sagði fundarmönnum frá verkefninu.

Stjórn SSV samþykkti að Ingi Hans myndi bætast í hópinn.

 

Óbyggðanefnd.

Hrefna dreifði upplýsingariti frá Óbyggðanefnd.

 

Aðalfundarboð Fjöliðjunnar, vinnu og hæfingarstaðar á Vesturlandi 11. okt. 2000.

Hrefnu var falið að athuga með samsetningu stjórnarinnar og setti Gunnar fram þá tillögu að Hrefna B Jónsdóttir færi í stjórn Fjöliðjunnar fyrir hönd SSV.  Var það samþykkt.

 

Guðrún Jónsdóttir ræddi um Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands og taldi ýmsum spurningum þar ósvarað, t.d. varðandi markaðsmál ferðaþjónustunnar.  Verið væri að skrifa hverju sveitarfélagi út af markaðsverkefnum sem best væri að hafa á einni hendi innan UKV og þar yrði einhver stefna mótuð af starfsmönnum UKV og/eða ferðamálafulltrúa.  Gunnar sagði að þessi mál þyrfti að laga en samtök ferðamála á Vesturlandi væru mörg og veik annarsvegar og UKV hinsvegar sem þjónar landshlutanum öllum.

 

Kynnt bréf sem borist hefur frá verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi.

 

Styrkbeiðni frá Stúdentaráði Háskóla Íslands varðandi tekjukönnun nýútskrifaðra stúdenta.

Hafnað.

 

Kynnt bréf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en fulltrúaráð FV tilnefndi á fundi sínum 16. maí sl. fulltrúa sveitarfélaga í komandi skólanefnd.  Borghildi Jósúadóttur, Akranesi, og Guðrúnu Jónsdóttur, Borgarnesi.

 

Fundi slitið.

Fundarritari.