1 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

1 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

FUNDARGERÐ

 

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands árið 2003

 

Miðvikudaginn 30. apríl árið 2003 var aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands haldinn í Ráðhúsi Stykkishólms að Hafnargötu 3, Stykkishólmi og hófst kl. 15.00.

 

Fundinn sátu:
Stjórnarmenn: Rúnar Gíslason, Jón Pálmi Pálsson, Björg Ágústsdóttir, Finnbogi Rögnvaldsson, Sigrún Pálsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir.
Starfsmaður: Helgi Helgason


Fulltrúar aðildarsveitarfélaga: Frá Akranesi Jón Pálmi Pálsson, frá Borgarbyggð Páll Brynjarsson, frá Borgarfjarðarsveit Dagný Sigurðardóttir, frá Stykkishólmi Óli Jón Gunnarsson, frá Kolbeinsstaðahreppi Ólafur Sigvaldason, frá Grundarfjarðarbæ Björg Ágústsdóttir og frá Snæfellsbæ Ragnhildur Sigurðardóttir.

 

Rúnar Gíslason setti fundinn og bauð gesti velkomna. Stungið var upp á Óla Jóni sem fundarstjóra og Helga sem fundarritara. Engar athugasemdir voru gerðar við það.

Óli Jón las upp svohljóðandi dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Reikningar 2001
Önnur mál.

 

1) Skýrsla stjórnar.
Rúnar Gíslason formaður flutti skýrslu stjórnar. Fór hann yfir starfsemi stjórnar á liðnu ári og minntist þeirra erinda sem mestan tíma hefðu tekið af tíma stjórnar. Kom m.a. fram í skýrslunni að heilbrigðisnefnd hefði haldið 10 fundi á árinu. Mikil fjölgun hefði verið í útgáfu starfsleyfa frá fyrri árum. Minntist formaður á fjárhagsstöðu embættisins og sagði að þrátt fyrir sparnað í rekstri væri talsverður halli á eftirlitinu, sem að mestu væri kominn vegna niðurfærslu krafna og tapaðra eftirlitsgjalda. Þá kom formaður inn á að tvær stjórnsýslukærur hefðu borist vegna afgreiðslu heilbrigðisnefndar sem væru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. Loks fór formaður lítillega yfir umræðu og frumvarp sem lagt hefði verið fram á Alþingi um matvælastofnun. Taldi hann að ef frumvarp þetta næði fram að ganga mundi það veikja heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna til muna. Að lokum þakkaði formaður stjórn og starfsmönnum ánægjulegt samstarf.
 
2) Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2002
Helgi Helgason flutti ársskýrslu heilbrigðiseftirlitsins 2002.
Fór hann yfir starfsemina eins og hún gekk fyrir sig á árinu og minntist á helstu punkta í skýrslunni og fór yfir verkefnalista. Ræddi hann nokkuð um allar þær reglugerðir sem gefnar væru út án þess að séð yrði fyrir um afleiðingarnar s.s. eftirlit og kostnað sem af þeim hlytist.
Umræður um skýrslur urðu engar.

 

3)  Ársreikningur 2002.
Helgi Helgason framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reikningnum. Fram kom að rekstrartap á seinasta ári var 2.126.065. Þar af væru töpuð eftirlitsgjöld og niðurfærsla krafna, að mestu frá árunum 1999-2001 kr. 1.429.669. Þá hefðu orðið ófyrirséð útgjöld upp á kr. 280.000 vegna orlofsgreiðslna sem farið hefðu til starfsmanns sem hætti um áramótin 2001/2002. Það yrði því sem fyrr að senda bakreikning til sveitarfélaganna.
Nokkrar umræður urðu um reikninga, sérstaklega um ógreiddan kostnað. Kom fram í máli Jóns Pálma að bæjarstjórn Akraness hafði rætt þessi mál og nauðsyn þess að koma þessum málum í lag sem fyrst og taka bankalán. Þar hefði einnig verið rætt um stöðu starfsmanna til að fá vexti á þær launakröfur sem þeir ættu á hendur Heilbrigðiseftirlitinu.
Björg, Óli Jón og Rúnar ræddu málin á sama grunni.
Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.
Til máls tóku: Óli Jón, Jón Pálmi, Rúnar, Björg og Helgi

 

4) Önnur mál.
• Jón Pálmi greindi frá því að Þórður Þ. Þórðarson hefði beðist lausnar í heilbrigðisnefnd. Lagði hann fram tillögu um að Hallveig Skúladóttir á Akranesi yrði kosin aðalmaður í stað Þórðar Þ.
Tillagan samþykkt samhljóða.

• Rúnar ræddi um þá stöðu sem komin væri upp vegna stjórnsýslukæru um starfsemi bleikjueldis í landi Syðri-Rauðamels. Ræddi hann um að heilbrigðisnefnd hefð ítrekað sent erindi til sveitarstjórna þar sem farið yrði í það að láta flokka vatn sbr. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Erfitt gæti reynst að gefa út starfsleyfi til fyrirtækja í framtíðinni á viðkvæmum svæðum ef þetta mat lægi ekki fyrir.
• Dagný ræddi um hvort ekki mætti innheimta starfsleyfisgjöld á sama grunni og hjá byggingarfulltrúa.
Rúnar greindi frá því að heilbrigðisnefndin hefði samþykkt á fundi sínum fyrr um daginn að gefa ekki út starfsleyfi fyrr en greitt hefði verið fyrir það.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.10

Helgi Helgason, fundarritari