40 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

40 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
40.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 14.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í  sal Ráðhússins í Stykkishólmi.
Mættir voru:      Rúnar Gíslason, formaður, Jón Pálmi Pálsson, 
Sigrún Pálsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Björg Ágústsdóttir og
Finnbogi Rögnvaldsson
    
Helgi Helgason ritaði fundargerð
    
Þórður Þ. Þórðarson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.
Dagskrá
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
1. Rætt um útgáfu starfsleyfa og gjöld fyrir þau.
Í framhaldi af umræðu á seinasta fundi um mikil afföll af eftirlitsgjöldum, þ.m.t. starfsleyfisgjöldum, samþykkti heilbrigðisnefndin að innheimta fyrir starfsleyfi framvegis strax við útgáfu þeirra.
2. Starfsleyfi fyrir Æsi ehf. í landi Syðri-Rauðamels, Kolbeinsstaðahreppi.
Framkv.stj greindi frá úrskurði umhverfisráðherra, dags. 25.mars 2003, vegna stjórnsýslukæru vegna synjunar heilbrigðisnefndar á að gefa út starfsleyfi fyrir bleikjueldi. Meginrök nefndarinnar fyrir synjun voru ekki tekin gild. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að starfsleyfi fyrir starfsemina sem tæki mið af úrskurði ráðherra og framkomnum athugasemdum við auglýst starfsleyfi frá fyrra ári.
Umsókn Æsis ehf. tekin til afgreiðslu að nýju sbr. úrskurðarorð umhverfisráðherra. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að starfsleyfi fyrir starfsemina sem tæki mið af sjónarmiðum í úrskurði ráðherra og framkomnum athugasemdum við auglýst starfsleyfisdrög frá fyrra ári. og lögð fram drög að starfsleyfi.
Miklar umræður urðu um úrskurðinn og framlögð drög að starfsleyfi.
Samþykkt að fela framkv.stj. að ganga frá starfsleyfi fyrir Æsi ehf. á grundvelli framlagðra gagna og umræðu um starfsleyfi sbr. lið 1 í fundargerð.
3. Önnur mál.
a) Jón Pálmi lagði fram svohljóðandi tillögu um þóknun til stjórnar heilbrigðisnefndar Vesturlands:
,,Stjórnarlaun miðist við þingfararlaun eins og þau eru á hverjum tíma við útborgun launanna fyrir hvert ár.
Formaður fái 3,75% fyrir hvern stjórnarfund sem haldinn er, en aðrir stjórnarmenn fái 2,75%. Laun vegna áheyrnarfulltrúa umhverfis- og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga greiðist einnig af heilbrigðisnefnd vesturlands með sama hætti og til annarra nefndarmanna.
Varamenn fái greiddar sömu upphæðir og aðalmenn í þeim tilfellum sem þeir sæki fundi í stað aðalmanna.
Stjórnarmenn (þ.m.t. varastjórnarmenn) fái greitt 2% fyrir hvern fund sem þeim ber að sitja utan stjórnarfunda og fundi sem stjórnin felur eða heimilar þeim að sitja.
Ferða- og dvalarkostnaður vegna fundarstarfa er greiddur skv. reikningi í samræmi við reglur ríkisins um ökutækjastyrki og dagpeninga á ferðalögum.
Miðað er við að stjórni haldi a.m.k. 10 fundi á ári sem leitast verði við að dreifa um starfssvæði nefndarinnar sem verða má.
Stjórnarmönnum verði greitt í lok hvers rekstrarárs.
Tillaga þessi tekur gildi 1. janúar 2003.”
Tillagan samþykkt samhljóða
b) Framkv.stj. lagði fram ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir 2002.
c) Björg þakkaði fyrir ágætan fund og gerði grein fyrir hvers vegna hún hefði ekki getað mætt á fleiri fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl: 15.00.