2 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

admin

2 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

                  F U N D A R G E R Ð
   5. AÐALFUNDUR SORPURÐUNAR VESTURLANDS HF.
Haldinn á Hótelinu í Borgarnesi, 9. mars 2001 kl. 14.00.
Pétur Ottesen, formaður stjórnar, setti fundinn og gerði tillögu um Einar Mathiesen,  og Hrefnu B. Jónsdóttur fundarritara.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar félagsins
3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
4. Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
7. Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.
Í upphafi kannaði fundarstjóri lögmæti fundarins og var hann lögmætur.
Fundarstjóri bar upp tillögu frá stjórn um uppstillingarnefnd. Tilnefndir voru:
Hannes Fr. Sigurðsson
Guðbrandur Brynjúlfsson
Kristinn Jónasson.
1.  Skýrsla stjórnar.
Pétur Ottesen flutti skýrslu stjórnar.  Hann sagði m.a. frá því máli sem hæst bar sem er urðun sláturúrgangs en við þá ákvörðun AB mjöls að loka kjötmjölsverksmiðju sinni í Borgarnesi fór að koma umtalsvert magn sláturúrgangs til urðunar í Fíflholt.  Var þá gripið til þess ráðs að setja sérstaka gjaldskrá fyrir þennan úrgang.  Pétur sagði talsverða vinnu hafa farið í að athuga með aðrar lausnir á þessu máli en það hefði ekki orðið enn.  Hann sagði að þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar rekstri hefðu staðist í meginatriðum en sagði þó að sér þætti sorglegt til þess að vita að ekki skuli öll sveitarfélögin vera farin að notfæra sér hann til urðunar.  Samstarf við Gámaþjónustu Vesturlands hefði gengið vel á árinu.  Að lokum þakkaði Pétur samstarfsfólki ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári.
2.  Ársreikningar félagsins.
Hrefna B Jónsdóttir skýrði ársreikninga félagsins.
Óli Jón Gunnarsson varpaði fyrirspurn til stjórnar hvort ekki kæmi sér illa að fá ekki meira sorp til urðunar frá aðildarsveitarfélögunum en raun ber vitni.  Það hlyti að koma sér illa fyrir afkomu félagsins.  Formaður var til svara.
Fundarstjóri bar upp reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.
3.  Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
Lagt var til að greiðsla fyrir fundarsetu  yrði 5000 kr. pr. fund og 10.000 kr. fyrir formann.  Greiðslur yrðu fyrir ferðakostnað samkvæmt reglum ríkisskattstjóra.
Tillagan var samþykkt.
4.  Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
Fundarstjóri bar upp tillögu þess efnis að tap ársins 2000 yrði fært til lækkunar eigin fjár.  Tillagan var samþykkt samhljóða.
5.  Kosning stjórnar
Kristinn flutti tillögu uppstillingarnefndar:
Pétur Ottesen
Einar Mathiesen
Kristinn Jónasson
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
Ríkharð Brynjólfsson
Guðbrandur Brynjúlfsson
Guðni E Hallgrímsson
Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða.
6.  Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
Lögð var fram tillaga um að KPMG endurskoðun sæi áfram um endurskoðun félagsins.   Skoðunarmaður félagsins áfram Davíð Pétursson
Samþykkt samhljóða.
7.  Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.
Engin mál hafa borist til stjórnar félagsins og engin beiðni kom frá fundinum.
Pétur Ottesen þakkaði traustið að tilnefna hann enn og aftur í stjórn félagsins.
Fundarritari las upp fundargerð og var hún samþykkt.
Einar Mathiesen, fundarstjóri, sagði dagskrá lokið.
Fundi slitið.
Fundarritari
Hrefna B Jónsdóttir