2 – Sorpurðun Vesturlands

admin

2 – Sorpurðun Vesturlands

Sorpurðun Vesturlands h/f

Stjórnarfundur 8. maí 2000


Stjórn Sorpurðunar Vesturlands h/f kom saman til fundar á skrifstofu SSV í Borgarnesi mánudaginn 8. maí kl. 15.00.  Fundinn sátu Pétur Ottesen, Guðbrandur Brynjúlfsson, Kristinn jónasson, Ríkharð Brynjúlfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Stefán Jónsson og Guðjón Ingvi Stefánsson.  Björg Ágústsdóttir boðaði forföll.
Þetta gerðist á fundinum.

1. Fundargerð síðasta fundar 11. feb var samþykkt.

2. Samþykkt var að boða til aðalfundar 26. maí n.k. í Hótel Borgarnesi kl. 14.00.  Lítillega var rætt um hvort ástæða væri til að leggja til breytingu á samþykktum til að fækka stjórnarmönnum en engin samþykkt var gerð um það.

3. Pétur, Guðbrandur og Guðjón sögðu frá fundi með Þorsteini Eyþórssyni og Helga Helgasyni fyrr um daginn en tilefnið var óhapp með fokgirðingu og aukið magn sláturúrgangs sem urðað er eftir lokun kjötmjölsverksmiðju AB-mjöls í Borgarnesi.  Eftirfarandi samþykkt var gerð:

,,Stjórn Sorpurðunar Vesturlands h/f ítrekar fyrri samþykktir um að taka ekki við sorpi til urðunar frá öðrum svæðum en Vesturlandskjördæmi.
Einnig er samþykkt að gjald fyrir móttöku á sláturúrgangi verði kr. 10 á kg auk virðisaukaskatts frá og með 8. maí.“

Einnig var samþykkt að óska eftir því við heilbrigðisnefnd Vesturlands að embætti heilbrigðisfulltrúa annaðist eftirlit og mengunarmælingar smbr. ákvæði í starfsleyfi.

4. Lagt var fram bréf og ýtarleg skýrsla Kaupfélags Borgfirðinga dags. 30. mars   um rekstur kjötmjölsverksmiðju AB-mjöls í Brákarey en þar er Sorpurðun Vesturlands boðin verksmiðjan til kaups.
Þorvaldur Jónsson og Gylfi Árnason frá KB komu nú á fundinn og skýrðu tilefni bréfsins sem væri m.a. að líta bæri á rekstur slíkrar verksmiðju sem endurvinnslu eða sorpeyðingu og því eðlilegt og hagkvæmt fyrir sveitarfélög að reka hana í tengslum við aðra sorpeyðingu.
Þeir lýstu aðdraganda að stofnunn verksmiðjunnar en nú er KB hins vegar hætt sláturhúsrekstri og mjölverð hefur lækkað mikið og því er ekki áhugi fyrir því að reka hana áfram.  Verksmiðjunni var lokað 1. maí að kröfu heilbrigðiseftirlits en nauðsynlegar úrbætur til að hefja aftur rekstur munu kosta 10-15 millj. kr. en áætlað söluverð hennar er 25 millj. kr.
Þorvaldur og Gylfi svöruðu síðan mörgum spurningum fundarmanna og ýtarlega var farið yfir magntölur og rekstrartölur og samanburður gerður við urðunarkostnað.  Minnst var á að eftir komu Reykjagarðs til Borgarnes bættist við 800t á ári af lífrænum úrgangi og einnig þá stefnu til framtíðar, að urðun lífræns úrgangs yrði hætt.
Sagt var frá samningi AB-mjöls við Sorpu um móttöku sláturúrgangs af höfuðborgarsvæðinu, sem virðist óhagstæður.
Að lokum var samþykkt að skoða þann möguleika að kanna áhuga fleiri aðila til samstarfs til að leysa þetta mál.

Um þetta efni var einnig dreift bréfi Borgarbyggðar dags. 14. apríl s.l.

5. Formaður kynnti tillögu að merki (logo)fyrir fyrirtækið og var það samþykkt.

6. Formaður sagði frá vinnu sem nú er unninn hjá Tölvuþjónustunni við  framtíðarforritun vegna vigtar.

7. Rætt var um fyrrnefnt óhapp vegna fokgirðingar í lok apríl og samþykkt að óska eftir skýrslu um það.

8. Formaður sagði frá því að áhugi væri fyrir því að kaupa íbúðarhúsið í Fíflholtum (verð c.a. 4 millj. kr.) en stjórnarmenn töldu skynsamlegt að fyrirtækið ætti öll mannvirki á jörðinni.

9. Formaður sagði frá hugsanlegu samstarfi við IJ og NA um kaup á kurlara á timbur og var áhugi fyrir því að skoða það nánar.

10. Lagt var fram bréf Guðbrands Þorkelssonar þar sem óskað er eftir afnotum af hluta jarðarinnar Fíflholta.

11. Ríkharð sagði frá áformum að stíflugerð við Ánastaði smbr. mótvægisaðgerðir gagnvart votlendi.

12. Rætt var um æskilegar aðgerðir til prýðisauka í Fíflholtum m.a. með ræktun og málun mannvirkja.


Fleira var ekki gert.

Guðjón Ingvi Stefánsson fundarritari