1 – SSV stjórn

admin

1 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Þriðjudaginn 4. apríl 2000.

Mættir voru Dagný  Þórisdóttir, Guðjón Ingvi Stefánsson, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Kristinn Jónasson, Ólafur Sveinsson, Sigurður Valgeirsson, og Stefán Jónsson,  Siguríður Gróa Kristjánsdóttir boðaði forföll á síðustu stundu vegna vinnu.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fundargerð stjórnar 29.2.
2. Málefni atvinnuráðgjafar
3. Tillaga að framtíðarskipulagi SSV
4. Fundargerð Samgöngunefndar  7.3.
5. Fundargerð Landshlutanefndar 22.3.
6. Fundir afstaðnir.
7. Fundir á næstunni
8. Umsagnir alþingis.
9. Önnur mál.

 

      1.  Fundargerð stjórnarfundar 29.2. borin upp og samþykkt.

2. Málefni atvinnuráðgjafar
a) Ólafur Sveinsson lagði fram samning um Evrópuverkefni um notkun sagnahefðar í ferðaþjónustu og var samningurinn samþykktur og Ólafi falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd SSV.  Samstarfsaðilar SSV verða Jón Allansson Akranesi, Skúli Alexandersson, Hellissandi og Guðrún Jónsdóttir, Borgarnesi.
b) Ólafur Sveinsson lagði fram samning við Dalabyggð.  Sambærilegur samningur liggur fyrir milli Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Byggðastofnunar varðandi Skaftafellssýslur.  Hér er um að ræða þróunarverkefni í atvinnu- og byggðamálum með það að megin markmiði að treysta skilyrði fyrir búsetu í Dalabyggð.  Samningur þessi er háður því skilyrði að framlag til Atvinnuráðgjafar Vesturlands frá Byggðastofnun aukist samsvarandi.  Ólafur fékk heimild til að ganga frá þessum samningi.
c) Ólafur Sveinsson lagði fram samning milli Atvinnuráðgjafarinnar og Stykkishólmsbæjar um frumathugun um nýtingu á atvinnu- og byggðamálum með það að megin markmiði að treysta skilyrði fyrir búsetu í Stykkishólmsbæi.  Samningsaðilar standa að sérstakri 4 mánaða vinnu um ofangreint verkefni. Framlag Atvinnuráðgjafar er háð því skilyrði að framlag Byggðastofnunar til ATSSV aukist samsvarandi.  Hér er um að ræða heilsutengt verkefni.

Nokkur umræða varð um þessa samninga og hvernig þeir væru til komnir.  Ólafur benti á að hér væri um nokkuð nýja vinnuaðferð að ræða.   Honum var svo falið að kynna slíka samningagerð betur fyrir stjórninni á næsta fundi.
Ólafi var falið að undirrita samningana f.h. SSV.

 

d) Úthlutun menningarpeninga á Vesturlandi.
Ólafur kynnti bréf til Byggðastofnunar varðandi úthlutun menningarpeninga frá Byggðastofnun.  Eftirfarandi úthlutun er lögð til:

Sagnahefð í ferðaþjónustu  600.000
Danskir dagar   100.000
Færeyskir dagar  100.000
Hátíðarstund    50.000
Borgarfjarðarhátíð   50.000
Írskir dagar    50.000
Reyðarfjarðarráðstefna  35.000
Önnur umsjón    15.000
SAMTALS Kr.          1.000.000

Þessi úthlutun var samþykkt án athugasemda en Guðrún Jónsdóttir sat hjá vegna tengsla við Borgarfjarðarhátíð..

e)  Tillaga um að auglýsa eftir nýjum starfsmanni fyrir Atvinnuráðgjöf.
Samþykkt.

3. Tillaga að framtíðarskipulagi SSV
Gunnar Sigurðsson flutti tillögu.
,,Í framhaldi af tillögum sem unnar hafa verið um framtíð SSV og þeim umræðum sem fram fara í Vesturlandskjördæmi um framtíðarskipan málaflokka sem sveitarfélög hafa verið að vinna sameiginlega, s.s. skólaskrifstofu, er lagt til að ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag SSV verði látin bíða aðalfundar SSV n.k. haust ef ekki koma fram athugasemdir frá sveitarfélögum við það.
Lagt er til að starfslok framkvæmdastjóra SSV, Guðjóns Ingva Stefánssonar verði leitað til Hrefnu B. Jónsdóttur, atvinnuráðgjafa, um að vera með prókúru og sjá um fjárreiður og daglegan rekstur SSV frá 1. maí 2000.”
Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður

Gunnar fylgdi þessari tillögu eftir og sagði að Guðjón væri ekki farinn þar sem  starfslokasamningur við hann kveður á um að hann verði hér fram á næsta ár að skrifa sögu SSV.  Hann yrði því þeim sem hér yrðu áfram til aðstoðar.

Tillagan var borin upp og samþykkt.
Guðjóni Ingva var falið að skrifa sveitarfélögunum varðandi þessa ákvörðun og senda með gögn um tillögu að framtíðarskipulagi SSV samkvæmt niðurstöðum umræðna fundarins.

 

4.  Fundargerð samgöngunefndar 7.3.2000.
Guðjón Ingvi lagði fram fundargerð.

 

5. Fundargerð landshlutanefndar. 22.3.2000.
Guðjón Ingvi dreifði fundargerð.

6.  Fundir afstaðnir.
Guðjón Ingvi fór yfir fundi sem að hann hefur setið á síðustu vikum.
a) alþm. og lhs Norðurvesturkjördæmis.
b) Fundur SASS 18.3
c) Málþing um stjórnsýslu og reynslusveitarfélög 24.3
d) Fundur lhs 29.3
e) Fulltrúaráðsfundur SÍS
f) Aðalfundur UKV.

7.  Fundir á næstunni
Guðjón Ingvi sagði frá fundum á næstunni.
a) Ársfundur Landsvirkjunar 7.4.
b) Opnun UKV.  Gunnar Sigurðsson sagði frá formlegri opnun UKV 13. apríl 2000.

Guðrún Jónsdóttir sagði að það væri gaman að sjá hversu vel væri staðið að opnun UKV og gaman væri að sjá samstarf ferðaþjónustuaðila aukast og eflast.
Vegna þess að ekki var hægt að leggja fram reikninga UKV á aðalfundi UKV verður haldinn framhaldsaðalfundur fljótlega.

 

8.  Umsagnir alþingis.
Guðjón Ingvi fór yfir umsagnir Alþingis.

9.  Önnur mál.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari
Hrefna B.  Jónsdóttir.