37 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
FUNDARGERÐ
37. FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 23. desember 2002 kl. 10.15 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til símafundar.
Mættir voru: Rúnar Gíslason, formaður, Jón Pálmi Pálsson
Jón Gunnlaugsson, Laufey Sigurðardóttir og Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
Mættir voru: Rúnar Gíslason, formaður, Jón Pálmi Pálsson
Jón Gunnlaugsson, Laufey Sigurðardóttir og Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
DAGSKRÁ
1. Fjárhagsáætlun 2003
Lagt fram reikningsyfirlit fyrstu 10 mánaða og áætlaða stöðu um áramót áamt drögum að fjárhagsáætlun 2003.
Samþykkt að senda fjárhagsáætlunina til sveitarstjórna.
Lagt fram reikningsyfirlit fyrstu 10 mánaða og áætlaða stöðu um áramót áamt drögum að fjárhagsáætlun 2003.
Samþykkt að senda fjárhagsáætlunina til sveitarstjórna.
2. Önnur mál.
a) Framkvæmdastjóri greind frá bréfi forstjóra Hollustuverndar ríkisins vegna óskar heilbrigðisnefndar um yfirtöku á eftirliti.
b) Framkvæmdastjóri greindi frá máli vegna hugsanlegri kæru vegna útgáfu breytts starfsleyfis fyrir alifuglabú Móa hf. að Hurðarbaki, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
c) Framkvæmdastjóra falið að ganga frá starfsleyfi fyrir alifuglabú að Oddsmýri, Hvalfjarðarstrandarhreppi enda kæmu engar athugasemdir frá við auglýst starfsleyfisdrög.
d) Jón Pálmi óskaði eftir að heilbrigðisnefnd samþykkti að senda sveitarstjórnum erindi þar sem farið yrði fram á það að ekki yrðu gefin út byggingarleyfi fyrir starfsemi sem hugsanlega ylli mengun nema að viðkomandi starfsemi hefði fengið starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Samþykkt
Fundi slitið kl: 10.55.