17 – Sorpurðun Vesturlands

admin

17 – Sorpurðun Vesturlands

                  FU N D A R G E R Ð
   Stjórnarfundur í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf.
           miðvikudaginn 27. nóvember 2002.

Stjórnarfundur haldinn stjórn Sorpuðunar Vesturlands hf. miðvikudaginn 27. nóvember 2002 kl. 16 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

Mættir voru:  Pétur Ottesen, formaður, Guðni Hallgrímsson, Gunnólfur Lárusson, Kristinn Jónasson, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Hrefna B. Jónsdóttir.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Erindi Akraneskaupstaðar.
2. Gjaldskrármál
3. Erindi Plastmótunar.
4. Vigt í Fíflholtum.
5. Opnunartími í Fíflholtum.
6. Farvegur fyrir dekk, timbur og net.
7. Samráðsfundur Hollustuverndar og Sorpurðunar og eftirlit.
8. Önnur mál.

1.  Erindi Akraneskaupstaðar
Tekið fyrir samþykkt Akraneskaupstaðar frá 25.10.2002 þar sem bæjarráð beinir því til stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. að gjaldskrá fyrirtækisins verði skoðuð með hliðsjón af því að fleiri aðilar en sveitarfélög koma nú með sorp til urðunar í Fíflholt.
Stjórn sér ekki ástæðu til þess að veita hluthöfum fyrirtækisins sérstakan afslátt af viðskiptum.

2.  Gjaldskrármál.
Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.  Ákveðið að hækka gjaldskrá frá og með áramótum í 3,70 kr. pr. kg. fyrir almennt sorp.  Gjaldskrá fyrir sláturúrgang taki hliðstæðri hækkun og verður 7,85 kr. pr. kg. Fjárhagsáælun samþykkt.

3.  Erindi Plastmótunar.
Erindi Plastmótunar varðandi söfnun á plasti til vinnslu í Plastmótun á Læk í Ölfusi.  Óskað er eftir samstarfi við Sorpurðun Vesturlands hf. eða sveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu.  Samþykkt að senda erindið áfram til sveitarfélaga og fyrirtækja sem málið varðar.

4.  Vigt í Fíflholtum.
Sagt frá stöðu verkefnis varðandi tölvutengingar við vigt í Fíflholtum.   

5.  Opnunartími í Fíflholtum.
Rætt um hvort ástæða sé til að breyta opnunartíma urðunarstaðarins í Fíflholtum.  Niðurstaða fundarins að svo sé ekki.

6.  Farvegur fyrir dekk, timbur og net.
Samþykkt að bjóða sveitarfélögunum á Vesturlandi að koma með kurlað timbur í Fíflholt án urðunargjalds.  Einungis verður tekið við flokkuðum netum til urðunar frá og með áramótum.  Samþykkt að skoða frekar með dekkjafarveg.

7.  Samráðsfundur Hollustuverndar og Sorpurðunar hf. og eftirlit.
Lögð fram fundargerð samráðsfundar Sorpurðunar Vesturlands og Hollustuverndar ríkisins. 

8.  Önnur mál.
Staða framkvæmda í Fíflholtum.
Sagt frá stöðu framkvæmda í Fíflholtum.  Vinnu við urðunarrein er lokið og langt komnar framkvæmdir við svæði undir sláturúrgang.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.