25 – SSV stjórn

admin

25 – SSV stjórn

        F U N D A R G E R Ð
     Stjórnarfundur SSV, 24. janúar 2003.

Stjórnarfundur SSV, haldinn þriðjudaginn 24. janúar 2003 kl. 15:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

Fundinn sátu:  Kristinn Jónasson, Dagný Þórisdóttir, Helga Halldórsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Kristján Sveinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson.  Guðrún Jóna Gunnarsdóttir boðaði forföll.
Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta var tekið fyrir.
1. Ársreikningur SSV 2002.
2. Logo
3. Menningarmál.
4. UKV
5. Nám fyrir sveitarstjórnarmenn.
6. Námsferð sveitarstjórnarmanna ?
7. Málefni atvinnuráðgjafar
8. Umsagnir þingmála
9. Sameiginlegur fundur stjórna landshlutasamtakanna í Norðvesturkjördæmi.  27. feb.
10. Framlagðar fundargerðir
11. Framlögð erindi og skýrslur.
12. Önnur mál.

Ársreikningur SSV 2002.
Reikningar SSV hafa verið endurskoðaðir og afgreiddir frá KPMG endurskoðun.  Hrefna skýrði reikningana fyrir stjórn.  Niðurstaða rekstrarreiknings er lækkun á handbæru fé um 509.765.  Rekstrarhalli ársins er kr. 3.198.034  Heildartekjur SSV voru rúmar 32 millj. kr.   Reikningurinn var samþykktur.

Logo/merki.
Tekin ákvörðun um logo fyrir SSV og Atvinnuráðgjöf.

Menningarmál.
Formaður kynnti stöðu menningarsamnings og sagði frá fundi í menntamálaráðuneytinu 17. janúar 2003 þar sem ráðuneytið lýsir vilja sínum til að setja 2 m.kr. til menningarverkefna á Vesturlandi árið 2003 og undirrita samning og ákveða framlag til menningarmála fyrir árið 2004.  Var eftirfarandi bókun lögð fram:

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar vilja Menntamálaráðuneytisins að gera menningarsamning við Vesturland á grundvelli stefnumótunarskýrslu sem unnin hefur verið fyrir landshlutann.  Þeir landshlutar sem nú þegar njóta þess að hafa gildan menningarsamning við ráðuneytið hafa með markvissum hætti getað sinnt þessum málaflokki og sýna þær fjárhæðir sem ráðuneytið leggur nú þegar til Austurlands og Akureyrarbæjar vilja og styrk hins opinbera til að efla menningarstarf á landsbyggðinni í samstarfi við sveitarfélögin í víðtækum skilnigi.  Er það trú stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að ráðuneytið komi til með að styrkja menningarstarf í landshlutanum með sambærilegu framlagi og veitt er nú annarra landshluta sem þegar hafa gert menningarsamning.  Þar er vísað til 34 m.kr. framlags til Austurlands og 63,7 m.kr. framlag til Akureyrarbæjar.

UKV
Formaður UKV, Helga Halldórsdóttir, reifaði niðurstöðu ársreiknings UKV fyrir árið 2002.  Ljóst að frekari fjárframlög þurfa að fylgja rekstrinum. Helga kynnti hugsanlegar hugmyndir að breytingum í rekstri.   Aðalfundur UKV verður haldinn 14. mars 2003 á Akranesi.  Samþykkt að veita 1.500.000 kr. til UKV á árinu 2003.

Nám fyrir sveitarstjórnarmenn.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem er kynning á námskeiði fyrir sveitarstjórnarmenn sem haldið verður að Hvanneyri 22. – 23. febrúar 2003. 

Námsferð sveitarstjórnarmanna ?
Lagt fram minnisblað varðandi hugsanlega fræðsluferð sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi út fyrir landsteinana til að kynna sér nýjungar í rekstri sveitarfélaga og/eða byggða- og atvinnumálaaðgerðir.  Starfsmönnum SSV falið að skoða hugmyndina betur og leggja fram mótaðri hugmyndir.

Málefni atvinnuráðgjafar
a. Samningar við Byggðastofnun.
Ólafur lagði fram drög að samningi milli Byggðastofnunar og SSV vegna Atvinnuráðgjafarinnar.  Formanni og forstöðumanni Atvinnuráðgjafar falið að ganga frá samningum.

b. Viðvera
Lagt fram viðveruplan ársins 2003.

c.  Nýsköpun 2003.
Nýsköpun 2003 kynnt.  Um er að ræða samkeppni og námskeið um gerð viðskiptaáætlana.

d. Reykholtsvefkefni.
Hrefna sagði frá fundi í Snorrastofu og vegna aðkomu ATSSV að hugmyndavinnu varðandi uppbyggingu minjagarðs og frekari framþróun Reykholtsstaðar.

e. Hvalfjarðargangnaverkefni.
Verkefnið er komið af stað, fjármögnun er lokið og samstarfsviljayfirlýsing mun verða undirrituð í fyrstu viku febrúarmánaðar.

f. Verklok Grundarfjarðarverkefna.
Ásthildur Sturludóttir kynnti verklok tveggja nýsköunarverkefna í Grundarfirði.  Grundarfjarðarbær mun halda áfram með bæði verkefnin en hér er einungis um að ræða verklok fyrsta áfanga.

g.  Hvað hefur ánnist í ferðamálum síðan 1998?
Ásthildur Sturludóttir kynnti greinargerð sem unnin hefur verið yfir það hvað áunnist hefur í ferðamálum frá árinu 1998.

h. Heimsóknir til sveitarfélaga.
Ólafur kynnti fyrirhugaðar kynningarferðir AT-SSV til þéttbýlissveitarfélaganna. 

Umsagnir þingmála
a. Frumvarp til laga um póstþjónustu.
b. Tillaga til þingsályktunar um aðstöðu til hestamennsku.
c. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
d. Frumvarp til laga um vaktstöð siglinga.
e. Tillaga til þingsályktunar um breiðbandsvæðingu landsins.
f. Frumvarp til þjóðminjalaga.  Verkaskipting, minjaverðir o.fl
g. Frumvarp til laga um almannavarnir.
h. Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.

Sameiginlegur fundur stjórna landshlutasamtakanna í Norðvesturkjördæmi.  27. feb.  2003.
Hrefna sagði frá sameiginlegum fundi stjórna landshlutasamtakanna í Norðvesturkjördæmi 27. feb n.k.

Framlagðar fundargerðir
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 5.11.02 og 18.11.02.
Eyþing frá 10.01.03.  Símenntunarmiðstöðin frá 21.10.02 og 16.12.02.
Sorpurðun Vesturlands hf. Frá 27.11.02.

Framlögð erindi og skýrslur.
Erindi frá Varasjóði húsnæðismála.  Skýrsla frá Náttúrustofu Vestfjarða um athugun á skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði.

Önnur mál.
Engin.

Fundi slitið.

Fundarritari
Hrefna B. Jónsdóttir.