34 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

34 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi

 

FUNDARGERÐ

34.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 9. október 2002 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í  fundarsal Borgarbyggðar, Borgarnesi.
Mættir voru:      Rúnar Gíslason, formaður, Jón Pálmi Pálsson, Sigrún Pálsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir (kom kl. 16.30), Guðni V. Guðjónsson, Þórður Þ. Þórðarson, Finnbogi Runólfsson (kom kl.17.00).   Helgi Helgason framkv.stjóri 
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Dagskrá
1. Fundargerð aðalfundar SHÍ sem haldinn var á Selfossi 27.09.2002. 
Framkv.stj fór yfir fundargerðina.
Einnig var rætt um félagsfund SHÍ í kjölfar aðalfundar þar sem umhverfisráðherra kom í heimsókn og skýrði m.a. gang mála í sambandi við matvælastofu.
2. Úrskurður Umhverfisráðuneytis vegna mats á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Norðuráls, Grundartanga.
Framkv.stj  kynnti málið og fór yfir kæru Aquaco ehf. og úrskurð Umhverfisráðuneytis þar sem ákvörðun Skipulagsstofnunar var staðfest.
3. Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Leirár- og Melahreppi. Tillaga að matsáætlun.
Framkv.stj. kynnti málið.
Nefndin leggur áherslu á að skýrt komi fram í matsskýrslu hvaða áhrif þessi stækkun hafi á framboð og nýtingu á neysluvatni í framtíðinni frá því vatnsupptökusvæði sem notað er í dag.
4. Umsókn Hraðbúðar Essó, Hellissandi um undanþágu fyrir unglinga innan 18 ára aldurs til að selja tóbak.
Um er að ræða 2 umsóknir. Í ljós kom að í annarri umsókninni verður unglingurinn ekki 16 ára fyrr en í desember o.þ.a.l. var þeirri umsókn hafnað.
Nefndin samþykkti að veita undanþágu til 6 mánaða fyrir hina umsóknina.
Jón Pálmi spurðist fyrir um tillögu sína, sem var samþykkt á heilbrigðis-nefndarfundi fyrr á árinu um að gerð yrði könnun á Vesturlandi hvort almennt væri farið eftir tóbaksvarnarlögum í við sölu á tóbaki. Framkv.stj. svaraði að til stæði að gera þessa könnun með haustinu.
5. Þorskeldi í Grundarfirði.
Athugasemdir vegna kynntra starfsleyfisdraga fyrir þorskeldi Guðmundar Runólfssonar.
Athugasemdir frá Breiðafjarðarnefnd lagðar fram.
Aðrar umsagnir sem bárust voru mjög jákvæðar.
Samþykkt að gefa út starfsleyfi.
6. Umsókn um að fá að brenna gömul hús að Breiðabólsstað, Skógarströnd.
Nefndin samþykkti erindið en umsækjanda bent á almenn skilyrði við brennslu og hreinsun á eftir og þess sé gætt að brennsla fari fram þegar vindur stendur af kirkju á staðnum.
7. Kynningarfundur um umhverfismál hjá Norðuráli hf. 10.10.
Framkv.stj. mun sækja fundinn.
8. Drög að starfsleyfi, samið af HVR, fyrir stækkun álvers Norðuráls hf. Beðið um umsögn fyrir 26. nóvember 2002.
Nefndin samþykkti að skoða málið og koma fram með athugasemdir á síðari stigum málsins ef tilefni gæfi til.
9. Umsókn um starfsleyfi fyrir kjúklingauppeldi í Eskiholti II, Borgarbyggð.
Nefndin samþykkti að fresta afgreiðslu umsóknarinnar vegna ófullnægjandi gagna.
10. Umsókn um starfsleyfi fyrir kjúklingaeldi í Oddsmýri, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Samþykkt var að óska eftir nánari upplýsingum frá fyrirtækinu um það hvað gera eigi við skítinn og fyrirtækið gæfi nákvæmari upplýsingar um fjarlægð til næstu húsa.
11. Umsókn um stækkun kjúklingaeldis að Hurðarbaki, Leirár- og Melahreppi.
Framkv.stj, fjallaði um þessa umsókn, um stækkun úr stæðum fyrir 39.000 fugla í 80.000 stæði. Fram kom í umræðunni að fyrirtækið hefði ekki uppfyllt ákvæði 2.8 í núgildandi starfsleyfi um hauggeymslu.
Samþykkt var að setja fram í greinargerð, með auglýsingu nýrra starfsleyfisdraga, að Heilbrigðisnefnd Vesturlands muni ekki gefa út nýtt leyfi fyrr en uppfyllt hafi verið starfsleyfisskilyrði núgildandi starfsleyfis.
12. Umsókn um sjókvíaeldi á sex stöðum í Hvalfirði fyrir þorsk.
Framkv.stj. kynnti málið. Miðað við staðsetningu eins og hún er sýnd á afstöðumynd, mun aðeins einn staðanna falla undir heilbrigðisnefnd, fjórir undir heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis og einn undir Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur.
Samþykkt að senda fyrirspurn til Hollustuverndar ríkisins um það hvort þeir sem yfirumsjónaraðilar eigi ekki að fjalla um svona viðamikið mál í heild sinni.
13. Önnur starfsleyfi.
Starfsleyfi fyrir Fiskiðjuna Skagfirðing, Grundarfirði.
Samþykkt.
14. Önnur mál.
a) Úttekt á ám og vötnum. Framkv.stj. sýndi niðurstöður rannsókna á ám á Kjósarsvæðinu með hliðsjón af flokkun á vatns sbr. reglugerð nr. 796/1999.
Samþykkt að senda ítrekunarbréf til sveitafélaga Vesturlands á að þau setji inn í fjárhagsáætlun sína fyrir næsta ár ákveðinn kostnað í sambandi við úttekt á ám og vötnum í hverju sveitafélagi fyrir sig. á þessari úttekt
b) Fundargerð frá stjórn SHÍ lögð fram.
c) Lagt fram bréf með svörum, sem bárust í dag, frá bleikjueldisfyrirtækinu Æsi ehf. við spurningum sem heilbrigðisnefndin sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins.
Samþykkt að halda næsta fund heilbrigðisnefndar á þessu svæði og að nefndarmenn fari og skoði svæðið.
d) Framkv.stj. tilkynnti að starfsmenn matvæla- og mengunarvarnasviðs Hvr ætluðu að koma á fund, 31. október, með starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins.
e) Framkv.stj. tilkynnti að hafin væri vinna að því að Nató afsalaði sér svæði í Hvalfirði.
Ákveðið að halda næsta fund föstudaginn 25. október.
Fundi slitið kl: 18:10.