23 – SSV stjórn

admin

23 – SSV stjórn

                             F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
                    þriðjudaginn 17. september 2002.
 
Stjórnarfundur í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn þriðjudaginn 17. september 2002 kl. 14, á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
 
Mættir voru:   Dagný Þórisdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Kristinn Jónasson, Sveinbjörn Eyjólfsson.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.
  
Yfirferð yfir helstu verkefni Atvinnuráðgjafar.
Ólafur Sveinsson fór yfir helstu verkefni Atvinnuráðgjafar.
 
Fyrirkomulag stjórnarfunda.
Rætt um fyrirkomulag stjórnarfunda.
 
Framlag til UKV
Samþykkt framlag til UKV að upphæð kr. 1.500.000.-  Stofnunin leiti allra leiða til að afla sér tekna með sérverkefnum. 
 
Erindi Akraneskaupstaðar.
Tekið fyrir erindi Akraneskaupstaðar þar sem Bæjarráð Akraness beinir því erindi til stjórnar SSV að hluti af atvinnuráðgjöf SSV verði á Akranesi.  Ólafi og Hrefnu falið að skoða málið í heild sinni, ræða við bæjaryfirvöld á Akranesi og leggja niðurstöður þeirrar athugunar og viðræðna fyrir næsta stjórnarfund.
 
Samningar við Byggðastofnun
Ólafur fór yfir stöðu samningaviðræðna milli atvinnuþróunarfélaganna á landsbyggðinni og Byggðastofnunar. 
 
Drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna vegna menningarmála.
Hrefna fór yfir stöðuna í menningarmálaverkefninu og lagði fram drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna vegna væntanlegs samnings um menningarmál við hið opinbera.
 
Tillögur að breytingum á lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar breytingar að lögum Sís.
 
Ályktun aðalfundar varðandi framlag til eignarhaldsfélaga.
Rædd ályktun aðalfundar varðandi framlög til eignarhaldsfélaga þar sem fundurinn beinir því til stjórnar SSV að hún beiti sér fyrir því að það fjármagn sem Byggðastofnun leggur til eignarhaldsfélaga verði nýtt eins og unt er.  Unnið er að úttekt eignarhaldsfélaganna á landsbyggðinni og var samþykkt að bíða með frekari skoðun málsins uns sú staða liggur fyrir.
 
Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Umsögn Sorpurðunar Vesturlands varðandi frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs kynnt.  Samþykkt að SSV sendi til Nefndasviðs Alþingis samþykkt þess efnis að tekið sé undir það sem fram kemur í umsögn SV. 

Önnur mál.
Lögð fram kynning á starfi jafnréttisráðgjafa í Norðurlandskjördæmi Vestra.
Lagt fram nýtt starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Fíflholtum.
Lagt fram rekstraryfirlit frá Fjöliðjunni.
Ályktanir aðalfundar SSV
 
Framlagðar fundargerðir.
Stjórnarfundur SSV frá 23.8.02 og Sorpurðun Vesturlands frá 4. sept. 02.
Kristinn sagði frá fundi bæjarstjóra á Vesturlandi 9. sept. sl. en þar var ákveðið að biðja um fund með Vegagerðinni til að ræða fyrirkomulag almenningssamgangna.  Fundarmenn fögnuðu því að þessi mál væru komin til umræðu.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir.
Fundarritari.