16 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands, miðvikudaginn
4. september 2002.
4. september 2002.
Stjórnarfundur haldinn í Sorpurðun Vesturlands, miðvikudaginn 4. September 2002 kl. 15. Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Gunnólfur Lárusson,Kristinn Jónasson, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Hrefna Bryndís Jónsdóttir. Formaður, Pétur Ottesen, var ekki mættur en varaformaður, Ríkharð Brynjólfsson setti fundinn.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Nýtt starfsleyfi.
2. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs..
3. Svæði undir sláturúrgang í Fíflholtum.
4. Erindi frá Gámaþjónustu Vesturlands.
5. Staða framkvæmda í Fíflholtum.
6. Önnur mál.
1. Nýtt starfsleyfi.
2. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs..
3. Svæði undir sláturúrgang í Fíflholtum.
4. Erindi frá Gámaþjónustu Vesturlands.
5. Staða framkvæmda í Fíflholtum.
6. Önnur mál.
Nýtt starfsleyfi.
Lagt fram nýtt starfsleyfi, útgefið af Hollustuvernd, frá 14. ágúst og gildir til ársins 2012.
Lagt fram nýtt starfsleyfi, útgefið af Hollustuvernd, frá 14. ágúst og gildir til ársins 2012.
Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að umsögn um meðhöndlun úrgangs. Samþykkt af stjórn að senda umsögnina óbreytta til Nefndasviðs Alþingis.
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að umsögn um meðhöndlun úrgangs. Samþykkt af stjórn að senda umsögnina óbreytta til Nefndasviðs Alþingis.
Svæði undir sláturúrgang í Fíflholtum.
Lögð fram teikning og hugmyndir að svæði undir urðun sláturúrgangs í Fíflholtum. Teikningin er unnin af VST. Samþykkt að vinna áfram að hugmyndinni samkvæmt framkomnum hugmyndum.
Lögð fram teikning og hugmyndir að svæði undir urðun sláturúrgangs í Fíflholtum. Teikningin er unnin af VST. Samþykkt að vinna áfram að hugmyndinni samkvæmt framkomnum hugmyndum.
Erindi frá Gámaþjónustu Vesturlands.
Tekið til umfjöllunar erindi frá Gámaþjónustu Vesturlands hf.
· Ekki samþykkt að greiða fyrir flutning á timburkurli til Fíflholta.
Tekið til umfjöllunar erindi frá Gámaþjónustu Vesturlands hf.
· Ekki samþykkt að greiða fyrir flutning á timburkurli til Fíflholta.
· Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. óskar eftir frekari útfærslu á humyndum verktaka á vegalögn fyrir troðara og hugsanleg útfærsla verði einnig skoðuð af landslagsarkitekt SV. Almennt telur stjórn að það sorp sem kemur til Fíflholta til urðunar þurfi að greiða fyrir og sama gildi um dekkjakurl til vegalagningar.
· Veitt heimild til að setja upp pípuhlið heim að urðunarsvæðinu að Fíflholtum, framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.
· Rætt um urðun og gjaldskrá fyrir dekk, net og annað óflokkað sorp.
Framkvæmdastjóra falið að athuga hvaða farvegir eru fyrir hendi fyrir dekk og net og vinna leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög, flutningsaðila og verktaka. Verktaka þó bent á grein 2.6 í verklýsingu/samningstilboði þar sem segir að ,,verktaka sé heimilt að taka við óflokkuðu sorpi gegn greiðslu flokkunargjalds auk urðunargjalds”
Staða framkvæmda í Fíflholtum.
Framkvæmdir í Fíflholtum standa þannig að 57,8% verksins hafa verið unnin við nýja urðunarrein í Fíflholtum.
Önnur mál.
Lögð fram skýrsla frá Hollustuvernd ríkisins varðandi skoðun á urðunarsvæðinu í Fíflholtum.
Lögð fram skýrsla frá Hollustuvernd ríkisins varðandi skoðun á urðunarsvæðinu í Fíflholtum.
Ríkharð sagði frá heimsókn umhverfisnefndar Alþingis til Fíflholta mánudaginn 19. ágúst sl.
Ráðgert að halda næsta stjórnarfund á Hvanneyri.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.