6 – SSV samgöngunefnd

admin

6 – SSV samgöngunefnd

                           F U N D A R G E R Ð
             Samgöngunefnd SSV, föstudaginn 15. mars 2002 kl. 16.
Fundur  haldinn í Samgöngunefnd SSV, á Hótelinu í Borgarnesi föstudaginn 15. mars  kl. 16.  Mætt voru: Davíð Pétursson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Sigríður Finsen, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Þórður Þórðarson og Hrefna B Jónsdóttir.  Guðmundur Vésteinsson boðaði forsöll og mætti Sigríður Gróa í hans stað.  Sigurður Rúnar Friðjónsson boðaði einnig forföll.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Kosning formanns.
2. Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
3. Önnur mál
 
Kosning formanns.
Aldursforseti nefndarinnar, Davíð Pétursson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Hann sagði fyrsta mál á dagskrá að kjósa formann fyrir nefndina.  Gerð var tillaga um að Davíð yrði formaður og var það samþykkt.
Staða framkvæmda á Vesturlandi.
Magnús Valur fór yfir vegaáætlun, nýbyggingar, fyrir árin 2000 – 2004
Magnús fór yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi en mörgum stórum verkefnum er að ljúka og einnig fór hann yfir þau verkefni sem eru óunnin og eru á áætlun allt til ársins 2004.
Magnús Valur sagði að Vesturlandsumdæmi væri komið talsvert fram úr fjárveitingum eða eins og staðan væri nú, eða um  195 milljónir sem væri að mestu til komið vegna stórra verka eins og framkvæmda á Fróðárheiði, Borgarfjarðarbraut, Vatnaleið og Útnesvegi.  Þau verkefni eru í nokkurri skuld og reiknaði hann ekki með því að það verði rétt af fyrr en árið 2005. þ.e. á nýrri vegaáætlun þegar hún tekur gildi en núgildandi vegaáætlun er til 2004.
Magnús fór yfir hugmyndir að verkefnum sem kæmu inn á áætlun árin 2005-2006. Mikil áhersla er lögð á einbreiðar brýr að fækka þeim og bæta lýsingu við þéttbýli.
Á vegaáætlanatímabilinu hefur umdæmið fengið 650 til 750 milljónir pr. ár.
 
Mikil umræða varð um einstaka vegaspotta í landshlutanum.  Meðal annars var rætt um að mikil mikil sumarhúsaaukning væri fyrirsjáanleg í Skorradal.  Vegurinn bæri ekki alla þessa auknu umferð. 
Þórður Þ. Sagði það mikið hagsmunamál fyrir Vestlendinga alla að fá veg  yfir Grunnafjörð og tók Sigríður Gróa undir það.  Hann sagði þetta mikilvægt fyrir skólabörn sem keyra á milli daglega, samgöngulega yrði þetta mikilvægt fyrir þá sem oft sækja þjónustu til Akraness, auk þess sem Akurnesingar fengju meiri umferð nær bænum.  Auk þess ræddi Þórður þjóðveg nr. 1 í Norðurárdal þar sem hann væri engann veginn í því lagi sem hann þyrfti að vera fyrir alla þá umferð sem þar færi um.  Fundarmenn tóku allir undir það.
 
Kolfinna sagði nauðsynlegt, þar sem þessi umræða um Grunnafjörðinn kæmi nú alltaf upp, að leggja í athugun á hagkvæmni framkvæmdarinnar.
 
Sigríður Finsen sagði nauðsynlegt að fá meira fjármagn til að halda við þeim vegum sem mesta umferðin hvílir á.
Rætt um aðgengi Vestlendinga að höfuðborginni því krókaleiðir í gegnum Mosfellsbæinn væru með eindæmum. 
 
Rætt vítt og breytt um framkvæmdir á Vesturlandi.
 
Ákveðið að fara og hitta þingmenn Vesturlands.
 
Kolfinna hafði orð á því að koma á framfæri við þingmenn um lækkun gangnagjalda eða afnám þeirra.
 
Fundarritari
Hrefna B. Jónsdóttir.