16 – SSV stjórn

admin

16 – SSV stjórn

                      F U N D A R G E R Ð
                 Stjórnarfundur í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi
                            miðvikudaginn 23. janúar 2002.
 
Fundur haldinn í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, miðvikudaginn 23. janúar 2002 að Bifröst í Borgarfirði og hófst kl. 15.
Mættir voru: Dagný Þórisdóttir, Gísli Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Jónas Guðmundsson og Sigurður Valgeirsson.  Auk þess sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B Jónsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
 
Í upphafi tók rektor Viðskiptaháskólans, Runólfur Ágústsson, á móti hópnum og kynnti starfsemi skólans og leiddi hópinn um þorpið á Bifröst.  Var það almenn skoðun hópsins að myndarleg uppbygging ætti sér stað í og við háskólaþorpið á Bifröst.  Líflegar umræður urðu í framhaldinu um samstarf ATSSV við VHS og áhrif háskólaþorpsins á sveitarfélagið Borgarbyggð.  Starfsmönnum ATSSV falið að ræða við skólann um samstarfsmöguleika við hann og leggja fyrir stjórn.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
   1. Fundargerð stjórnarfundar 9.11.01
   2. Fundargerð aðalfundar 9.11.01
   3. Erindi Símenntunarmiðstöðvarinnar
   4. Ársreikningur 2001.
   5. Rarik – málið.
   6. Menningarmál.
   7. Storytelling.
   8. Heimild til kaupa á ljósritunarvél.
   9. Málefni atvinnuráðgjafar
   10. umsagnir þingmála:
   11. Framlagðar fundargerðir.
   12.  Önnur mál.
 
Fundargerð stjórnarfundar 9.11.01
Lögð fram fundargerð stjórnarfundar frá 9.11.2001.  Samþykkt.
 
Fundargerð aðalfundar 9.11.01
Fundargerð aðaalfundar lögð fram.
Lögð var fyrir stjórn fundargerð aðalfundar.  Fundargerðin hefur verið gefin út í gormahefti og var stjórn samþykk því að setja hana út á netið.  Heftið inniheldur einnig reikninga SSV og fjárhagsáætlun, allar skýrslur sem fluttar voru á fundinum og flest erindi.  Ákveðið var að senda heftið til allra sveitarfélaga, þingmanna Vesturlands, SÍS og landshlutasamtaka.
Fundargerðin var samþykkt.
 
Erindi Símenntunarmiðstöðvarinnar
Erindi hefur borist frá Símenntunarmiðstöðinni um 300.000 kr. framlag frá SSV sem gengi upp í aðstöðu- og þjónustukostnað vegna starfseminnar árið 2001.  Var það samþykkt.

Ársreikningur 2001.
Reikningar SSV hafa verið endurskoðaðir og afgreiddir frá KPMG endurskoðun.  Hrefna skýrði reikningana fyrir stjórn.  Niðurstaða rekstrarreiknings er hækkun á hreinu veltufé kr. 549.254.  Rekstrarhalli ársins er kr. 72.969 en þá hefur verið gjaldfærð bifreið sem keypt var á árinu að upphæð kr. 1.696.132.  Launakostnaður er 5,6 milljónum hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir sem skýrist helst af almennum launahækkunum og launum sem greidd voru starfsmönnum sem voru ráðnir tímabundið til að sinna sérverkefnum sem fjármögnuð voru með sértekjum
Reikningurinn var samþykktur.
 
Rarikmálið.
Tilnefning í starfshóp til að fjalla um tilkall til eignarréttar í Rarik.  Samþykkt var að tilnefna Óla Jón Gunnarsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi, í starfhópinn fyrir Vesturland.  Hrefnu og Ólafi falið að vinna að því að koma málinu af stað með Óla Jóni.
 
Menningarmál.
Hrefna sagði frá heimsókn formanns og starfsmanna til menntamálaráðuneytisins 23. nóvember sl.  Starfsmönnum ráðuneytisins voru afhent fyrstu drög að stefnumótunarskýrslu Vesturlands í menningarmálum.  Annar fundur áformaður innan tíðar. 
 
Erindi frá Rögnvaldi Guðmundssyni varðandi Storytelling.
Borist hefur erindi frá Rögnvaldi Guðmundssyni ferðamálafræðingi til SSV þess efnis að SSV sjái um að greiða kostnað við heimasíðu www.storytelling.is .  Umræddu verkefni er nú að ljúka og búið að senda greinargerðir og lokaskýrslur til Brussel til lokaúttektar.  Heimasíða storytelling er í vinnslu hjá Nepal. Hrefnu var falið að vinna málið áfram.
 
Heimild til kaupa á ljósritunarvél.
Lögð fyrir fundinn heimild til kaupa á ljósritunarvél.  Hrefnu veitt heimild til að vinna áfram að málinu.
 
Málefni atvinnuráðgjafar
Ólafur Sveinsson fór yfir verkefni sem ATSSV vinnur að þessa dagana.
Samningar við Byggðastofnun
Ólafur Sveinsson sagði frá stöðu mála í samningum við Byggðastofnun.
Stykkishólmsverkefni
Vífill Karlsson sagði frá sérverkefni sem Atvinnuráðgjöfin og Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, hafa unnið fyrir Stykkishólmsbæ.
 
a.  Atvinnumál í Borgarbyggð
Ólafur Sveinsson sagði frá vinnu Atvinnuráðgjafar varðandi lokun kjötvinnslu og sláturhúss í Borgarnesi.
 

b.  Sagnakort
Ásthildur Sturludóttir sagði frá fyrirhugaðri vinnu Ferðamálasamtaka Vesturland  og UKV við að útbúa og gefa út sagnakort fyrir Vesturlands.  Fengist hafa styrkir til verkefnisins frá Samgönguráðuneyti og Átaki til atvinnusköpunar.   Stefnt er að útgáfu kortsins í vor en 18. maí n.k. verða Ferðamálasamtök Vesturlands 20 ára.
Ásthildur sagði fundarmönnum einnig frá verkefni sem hún hefur unnið að á undarförnum mánuðum og tengist nýtingu heita vatnsins í Stykkishólmi til heilsutengdrar þjónustu.
 
c.  Áhrif Bifrastar á Borgarbyggð !
Vífill Karlsson sagði frá verkefni sem hann vinnur nú að, ásamt lektorum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, en það gengur út á að meta áhrif Bifrastar á sveitarfélagið.
 
d.  Noregsferð atvinnuráðgjafa
Hrefna sagði frá ferð atvinnuráðgjafa til Noregs sem farin var í byrjun desember sl. og væntanlegri sýrslu hópsins.
 
Umsagnir þingmála:
a. Frumvarp til laga um leigubifreiðar
b. Frumvarp til laga um póstþjónustu.
c. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.
d. Tillaga til þingsályktunar um átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni.
e. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 3. mál.
f. Tillaga til þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað útgerðar og fiskvinnslu, 4. mál.
g. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 191. mál, krókabátar.
h. Frumvarp til laga um brunatryggingar, 42. mál.
i. Frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda, 6. mál.
j. Frumvarp til laga um vátryggingasamninga og Viðlagatr. Ísl.
k. Frumvarp til vatnalaga.
l. Frumvarp til laga um umgengni um nytjastofna sjávar.
m. Frumvarp til laga um húsnæðismál.
n. Frumvarp til útvarpslaga, 138. mál. Stofnun hf. um rekstur o.fl.
o. Tillaga til tilgsályktunar um rekstur RÚV.  7. mál.
 
Framlagðar fundargerðir.
UKV, Símenntunarmiðstöðin og Sorpurðun Vesturlands hf.
 
Önnur mál.
Rætt um samgömál á Vesturlandi og áhrif Hvalfjarðargangna á landshlutann.  Samþykkt að að athuga hvernig talningu umferðar er háttað á Vesturlandi og leggja mat á hvernig þær hvaða mynd þær gefa.
 
Lagðar fram ályktanir frá fulltrúaráðsfundi Sís frá 23. nóvember 2001.
 
Lagt fram erindi frá þróunarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningu á tengilið við sviðið og upplýsingar um þróunarverkefni.  Samþykkt var að Hrefna yrði tengiliður við þróunarsviðið.
 
Formaður reifaði þá hugmynd að halda næsta fund á Grundartangasvæðinu og var því vel tekið.
 
Fundi slitið.
 
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.