11 – Sorpurðun Vesturlands

admin

11 – Sorpurðun Vesturlands

                    Stjórnarfundur Sorpurðun Vesturlands hf.
Miðvikudaginn 28. nóvember 2001.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á Hótel Barbró, Akranesi, miðvikudaginn 28. nóvember 2001 kl. 16.
Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Hrefna B. Jónsdóttir.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Áætlun um minnkun úrgangs til förgunar.
2. Úrbætur á lagnakerfi og síubeði.
3. Aðild að Fenúr
4. Flokkunarmerkingar sorps.
5. Samráðsfundur með verktaka í Fíflholtum
6. Önnur mál.
Pétur Ottesen, formaður setti fundinn.
Áætlun um minnkun úrgangs til förgunar.
Pétur sagði frá því að samkvæmt starfsleyfi ættum við að vera búin að vinna áætlun um minnkun úrgangs til förgunar.  Margt þarf að skoða m.t.t. þess hvernig heppilegast er að vinna þessa vinnu fyrir sveitarfélögin.  Fundarmenn voru sammála um að hitta þyrfti forsvarsaðila sveitarfélaganna og ræða þessi mál.
Úrbætur á lagnakerfi og síubeði.
Formaður fór yfir þær úrbætur sem verið er að vinna að í Fíflholtum varðandi lagnakerfi og síubeð.  Búið er að setja niður sýnatökubrunn fyrir ofan síubeð en einhver stífla er í röri í síubeði sem þarf að laga sem allra fyrst.  Undirbúningsvinna er hafin við nýja urðunarrein.
Aðild að Fenúr
Rætt um formlega aðild Sorpurðunar að Fenúr.  Samþykkt að sækja um aðild.
Flokkunarmerkingar sorps.
Kynntar flokkunarmerkingar sorps sem hannaðar og útbúnar hafa verið í gegnum Fenúr.   Samþykkt að panta merki og senda sveitarfélögunum til kynningar.
Samráðsfundur með verktaka í Fíflholtum
Sagt frá samráðsfundi sem haldinn var þriðjudaginn 27. nóv. sl. ásamt Þorsteini Eyþórssyni.  Hrefna og Pétur sátu fundinn f.h. SV.
Önnur mál.
Samningur vegna endurheimt votlendis á Saurum.
Rætt um samning, við Hannes Blöndal, eigenda jarðarinnar Saura á Mýrum, vegna endurheimt votlendis.  Rætt um hvort ástæða væri til að fá þetta svæði friðlýst vegna þessarar framkvæmdar.
Samstarfsfletir við Sorpu.
Pétur sagði frá heimsókn sinni til Ögmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sorpu.  Ræddir voru snertifletir á samstarfi t.d. varðandi þróunarstarf og kynningarmál.  Fundarmönnum þótti ástæða til að skoða þessa fleti frekar og var Pétri og Ríkharð falið að skoða málið nánar.
Gjaldskrármál.
Nokkur umræða varð um gjaldskrármál.  Samþykkt 10% hækkun  á urðunargjöldum frá og með áramótum og að gjaldskrá verði endurskoðuð á 6 mánaða fresti.
Fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.