13 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Sorpurðun Vesturlands hf.
STJÓRNARFUNDUR 15. MARS 2002.
STJÓRNARFUNDUR 15. MARS 2002.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á Hótelinu í Borgarnesi, föstudaginn 15. mars kl. 14.15. Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Gunnólfur Lárusson, Pétur Ottesen, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, og Hrefna B Jónsdóttir.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Kosning formanns.
2. Önnur mál.
2. Önnur mál.
Kosning formanns.
Aldursforseti stjórnar, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, bauð fundarmenn velkomna til fundarins og sagði aðalmál á dagskrá sem er kosning formanns og varaformanns.
Aldursforseti stjórnar, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, bauð fundarmenn velkomna til fundarins og sagði aðalmál á dagskrá sem er kosning formanns og varaformanns.
Aðeins ein tillaga kom fram þess efnis að Pétur Ottesen yrði formaður og Ríkharð Brynjólfsson yrði varaformaður. Tillagan var samþykkt og þökkuðu þeir félagar traustið.
Önnur mál.
Guðni spurðist fyrir um stöðu tilraunaverkefnis varðandi umbreytingu sláturúrgangs í urðunarvænna form. Formaður sagði frá því að hann hefði heimsótt aðila í Landbúnaðar- og Umhverfisráðuneytinu og vel hefði verið tekið í þessa hugmynd þar. Formlegt erindi yrði sent inn til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um hvort sú ágæta stofnun gæti komið að þessum tilraunum.
Guðni spurðist fyrir um stöðu tilraunaverkefnis varðandi umbreytingu sláturúrgangs í urðunarvænna form. Formaður sagði frá því að hann hefði heimsótt aðila í Landbúnaðar- og Umhverfisráðuneytinu og vel hefði verið tekið í þessa hugmynd þar. Formlegt erindi yrði sent inn til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um hvort sú ágæta stofnun gæti komið að þessum tilraunum.
Sigríður Gróa spurðist fyrir um hvort vottun á tróði væri komin til framkvæmdastóra.
Hrefna sagðist ekki hafa fengið vottunina ennþá en vissi til að hún væri væntanleg á næstu dögum. Ekkert tróð er flutt í Fíflholt fyrr en vottun liggur fyrir. Hrefna sagði einnig frá því að formlegt bréf hefði verið sent til Gámaþjónustu Vesturlands varðandi orðróm um að Gámaþjónustan hefði verið að flytja sorp til urðunar í Fíflholtum frá óviðkomandi svæðum. Formlegt svar hefur ekki borist en framkvæmdastjóri Gámaþjónustannar hefði borið þetta af sér í viðtali við framkvæmdastjóra Sorpurðunar.
Hrefna sagðist ekki hafa fengið vottunina ennþá en vissi til að hún væri væntanleg á næstu dögum. Ekkert tróð er flutt í Fíflholt fyrr en vottun liggur fyrir. Hrefna sagði einnig frá því að formlegt bréf hefði verið sent til Gámaþjónustu Vesturlands varðandi orðróm um að Gámaþjónustan hefði verið að flytja sorp til urðunar í Fíflholtum frá óviðkomandi svæðum. Formlegt svar hefur ekki borist en framkvæmdastjóri Gámaþjónustannar hefði borið þetta af sér í viðtali við framkvæmdastjóra Sorpurðunar.
Fundargerðin var lesin upp í lok fundar og samþykkt.
Fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.
Hrefna B. Jónsdóttir.