3 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

admin

3 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

           6. AÐALFUNDUR SORPURÐUNAR VESTURLANDS HF.
                        Hótel Borgarnes, 15.. mars 2002 kl. 13.30.
 
Pétur Ottesen, formaður stjórnar, setti fundinn og gerði tillögu um Jón Pálma Pálsson sem fundarstjóra, og Hrefnu B. Jónsdóttur fundarritara.
 
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar félagsins
3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
4. Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
7. Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.
Í upphafi kannaði fundarstjóri lögmæti fundarins og var hann lögmætur.
 
1.  Skýrsla stjórnar.
Pétur Ottesen, formaður, flutti skýrslu stjórnar.  Hann sagði m.a. að gjaldskrá hefði verið hækkuð frá og með síðustu áramótum.  Hann sagði frá endurbótum við fokvarnarkerfi í Fíflholtum, tiltekt á svæðinu, endurheimt votlendis, væntanlegu tilraunaverkefni varðandi meðferð sláturúrgangs, magntölur og hagsmunamál sveitarfélaga varðandi þennan málaflokk. 
 
Fundarstjóri bar upp tillögu frá stjórn um uppstillingarnefnd. Tilnefndir voru:
Þorvaldur Vestmann.
Guðbrandur Brynjúlfsson
Halla Guðmundsdóttir.
 
2.  Ársreikningar félagsins.
Hrefna B Jónsdóttir skýrði ársreikninga félagsins.
Niðurstaða rekstrarreiknings er 3,6 milljóna kr. rekstrarhalli sem skýrist fyrst og fremst af háum afskriftum, eða tæpum 8 milljónum. 
Fundarstjóri bar upp reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.
 
3.  Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
Lagt var til að greiðsla fyrir fundarsetu  yrði 7000 kr. pr. fund og 14.000 kr. fyrir formann.  Greiðslur yrðu fyrir ferðakostnað samkvæmt reglum ríkisskattstjóra.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.  Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
Fundarstjóri bar upp tillögu þess efnis að tap ársins 2001 yrði fært til lækkunar eigin fjár.  Tillagan var samþykkt samhljóða.
 
5.  Kosning stjórnar
Guðbrandur Brynjúlfsson flutti tillögu uppstillingarnefndar:
Pétur Ottesen
Gunnólfur Lárusson.
Kristinn Jónasson
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
Ríkharð Brynjólfsson
Guðbrandur Brynjúlfsson
Guðni E Hallgrímsson
Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða.
 
6.  Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
Lögð var fram tillaga um að KPMG endurskoðun sæi áfram um endurskoðun félagsins.   Skoðunarmaður félagsins áfram Davíð Pétursson og varamaður hans Eiríkur Ólafsson.
Samþykkt samhljóða.
 
7.  Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.
Engin mál hafa borist til stjórnar félagsins og engin beiðni kom frá fundinum.
Pétur Ottesen þakkaði traustið að tilnefna hann enn og aftur í stjórn félagsins og þakkaði Einari Mathiesen samstarf í stjórn og bauð Gunnólf Lárusson velkominn í hans stað.
Fyrirspurn kom frá Valdimar Þorvaldssyni um hvenær mætti búast við rafrænni skráningu.  Pétur Ottesen svaraði því til að það forrit sem hefði verið í smíðum væri nú að verða tilbúið og yrði komið í notkun fljótlega.
Fundarritari las upp fundargerð og var hún samþykkt.
Jón Pálmi Pálsson, fundarstjóri, sagði dagskrá lokið.
 
Fundi slitið.
 
Fundarritari
Hrefna B Jónsdóttir