82 – Sorpurðun Vesturlands

admin

82 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn  fimmtudaginn
12. nóvember 2015 kl. 15:30. á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru:  Kristinn Jónasson, Auður H. Ingólfsdóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Karitas Jónsdóttir, Sævar Jónsson og Finnbogi Leifsson sem sat fyrstu tvo liði fundarins.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.

Formaður gekk til dagskrár.

Finnbogi óskaði eftir dagskrárbreytingu og óskaði eftir að liður 5 yrði tekinn fyrir fyrst.  Var það samþykkt og liður fimm verður nr. eitt.

 

1. Vargeyðing.
Framkvæmdastjóri lagði fram greinargerð um veiði refa og eyðingu fuglavargs á urðunarsvæðinu og nágrenni þess. Framkvæmdastjóra falið að halda refaveiðum innaneðlilegra marka á svæðinu.

Finnbogi vék af fundi.

 

2. Fundargerðir síðastu funda. 
a. 8. júní stjórnarfundur.

Samþykkt.

 

3. Fjárhagsáætlun 2016.
Lögð fram fjárhagsáætlun með greinargerð um stærri verkefni sem eru á döfinni.
a. magntölur úrgangs 
Áætlað magn úrgangs árið 2016 er 10.044 tonn.  Á yfirstandandi ári hafa verið urðuð 9.502 tonn í lok október.  Magn úrgangs er áætlað 10.528 tonn í framlögðum gögnum árið 2015.
 
b. gjaldskrármál
Samþykkt að hækka gjaldskrá ársins 2015 í samræmi við vísitölubreytingar.

 

Almennan úrgang úr 7,30 í 7,50 pr./kg. án vsk. 
Sláturúrgang úr 14,40  kr. í 14,80 kr./kg./án vsk.
Seyra úr 7,30 í 7,50 pr./kg. án vsk. 
Asbest úr 10 í 10,50 pr./kg. án vsk.

 

Einnig eru lagðar til breytingar á flokkun úrgangs úr bílförmum.   Sem dæmi þá er of algengt að net koma saman við annan úrgang og leggja þarf vinnu í að flokka þau frá farminum.
Samþykkt aukagjald á 15 kr./kg. án vsk. á óflokkað sorp.
Lögð fyrir stjórn einfaldari útgáfa af gjaldskrá en verið hefur þar sem með tilkomu Úrvinnslusjóðs hefur flokkaður úrgangur, með úrvinnslugjaldi, verið að skila sér í rétta farvegi.
Samþykkt. 

Hækkunin tekur gildi 1. janúar 2016.
Breytingar á gjaldskrá verða sendar til sveitarfélaga og annarra  viðskiptaaðila.

 

c. fjárhagsáætlun 2016

Áætlaðar tekjur vegna urðunar úrgangs eru áætlaðar 76.097.200 kr.
Framlögð fjárhagsáætlun samþykkt.

 

4. Rekstur urðunarsvæðisins
a. Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða og lagning gasröra.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir framkvæmdinni en sett hafa verið niður fjögur rör.  Stefnt er að fyrstu gasmælingum fyrir áramót.

 

b. Minnisblað um virkni hreinsikerfis við eldri urðunarstað.
Lögð fram greinargerð frá Stefáni Gíslasyni, UMÍS, um virkni hreinsikerfisins.

 

c. Tillögur um nýtt síubeð, hannað af Verkís.
Lagðar fram tillögur að úrbótum á hreinsikerfi í Fíflholtum.  Samþykkt að fara framkvæmdirnar við báða urðunarstaðina, þ.e. eldra svæði og við rein nr. 4. Framkvæmdastjóra falið að vinna að framkvæmd verksins í samráði við formann.

 

5. Umhverfisstofnun
a. Reglubundið eftirlit frá 23.6.2015
Lögð fram skýrsla UST.


b. Tímaáætlun söfnunar hauggass og mælingar, seinkun tilkynnt.
Lagt fram erindi/tilkynning til UST vegna seinkunar framkvæmda við borun gasröra í urðunarrein 4. Þar er tilkynnt um breytingar á tímaáætlun framkvæmdarinnar og upphaf gassöfnunar.

 

6. Önnur mál.
a. FENÚR fundur þann 27. október 2015.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundinum.

 

b. Erindi frá SSV.
Lagt fram erindi frá SSV sem tengist starfi hagfræðings SSV og felst í að meta dulda búsetu á Vesturlandi.  Samþykkt með fyrirvara um að kostnaðargreinargerð verði send til stjórnarmanna að veita 200.000 kr. til verkefnisins.

 

c. Endurskoðað talnaefni á SV-horninu.  Teitur Gunnarsson, Mannviti.
Lagt fram erindi í tölvupósti frá Mannviti er varðar ósk þess efnis að svæði sem tengjast svæðisáætlun SV-hornsins uppfæri talnaefni.  Tilgangur með vinnu verkefnisins er að skoða þörfina fyrir endurskoðun svæðisáætlunar, en samkvæmt núgildandi lögum skal meta þörf fyrir endurskoðun á sex ára fresti.  Það eru sorpsamlögin á SV-horni landsins sem fá Mannvit til að uppfæra áætlunina en talsverð vinna verður hjá hverju og einu félagi að óska eftir talnaefni frá öllum sveitarfélögum á Vesturlandi.

 

d. Fundargerð verkefnisstjórn Sambandsins frá 25. júní 2015.
Lögð fram.
Framkvæmdastjóri vakti athygli á lið 3 í fundargerðinni.  Á Degi umhverfisins, 22. apríl sl., lagði ráðherra fram skýrslu sem inniheldur frekari aðgerðir til að sporna við matarsóun.
Skýrslan var lögð fram á fundinum.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.

HBJ