130 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

130 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
130. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Föstudaginn 30. október 2015 kl: 10  var haldinn símafundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþórs Garðarssonar, (EG) varaformaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Sigrún Guðmundsdóttir (SG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)

Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð. Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Trausti  Gylfason gátu ekki mætt á fundinn. Formaður bauð fundarmenn velkomna að símtækjunum og hófst síðan formleg dagskrá fundarins.
1. Fjárhagsáætlun 2016
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun 2016 þar sem reiknað er með 8% hækkun á tímagjaldi og beint  framlag sveitarfélaganna muni hækka um sömu tölu.
Fjárhagsáætlun samþykkt og framkvæmdastjóra falið að endurskoða gjaldskrá í samræmi við fjárhagsáætlun og tímagjald. Þá skal gjaldskrá taka mið af áhættumati hvers fyrirtækis.
2. Erindi Guðjóns Bragasonar, lögfræðings Sambands íslenskra Sveitarfélaga,  á aðalfundi SHÍ  þann 20. okt. s.l
Framlagt.
3. Önnur mál.
• Endurnýjun tækjakosts HeV.
Formaður lagði til að keypt yrði myndavél/sími fyrir heilbrigðiseftirlitið.
Samþykkt.
Fundi slitið kl: 10:40