126 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

126 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERР
126. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 27. apríl 2015  kl: 15 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands að Innrimel 3, Melahverfi, Hvalfjarðarsveit.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþór Garðarsson (EG), varaformaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Sigrún Guðmundsdóttir (SG)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð.  Formaður bauð fundarmenn velkomna og var síðan  gengið til dagskrár. 

1. Fráveitumál Akranesi. (Krókalón).
Fyrirtækið Grenjar ehf  Akranesi er ósátt við að útrás fráveiturörs Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sé staðsett á eign fyrirtækisins í fjörunni í Krókalóni. Framlagt bréf frá lögmanni lóðareiganda  til HeV frá 24. mars s.l, og tölvupóstur frá HeV til OR dagsettur 22. apríl s.l. og svar OR sama dag.  
Heilbrigðisnefnd telur að umrædd útrás í Krókalóni sé ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur  fráveitna og reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Nefndin  leggur til við OR að flýta framkvæmdum við varanlega lausn á fráveitumálum við Krókalón og finni aðra lausn í samráði við lóðareiganda þar til fullnaðar framkvæmdum verði lokið.
2. Norðurál Grundartanga- stækkun.
Norðurál Grundartanga sækir um framleiðsluaukningu áls úr 300 þúsund tonnum  í 350 þúsund tonn. Erindi kom frá Umhverfisstofnun þann 30. mars s.l.  vegna breytinga á starfsemi fyrirtækisins.
Heilbrigðisnefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið.
Trausti Gylfason tók ekki þátt í umræðum við afgreiðslu málsins.
3. Úrskurður um sorphirðugjaldskrá Akraness.
Úrskurður kom frá úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála (UUA) þann  27. mars 2015 um að Akraneskaupsstaður skuli fella úr gildi gjaldskrá fyrir sorphirðu og           -eyðingu  fyrir árið 2014 fyrir fasteign kæranda málsins.
Heilbrigðisnefnd álítur að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2015 sem kveðinn var upp þann 27. mars 2015 marki tímamót þar sem heilbrigðisnefnd sé falin umsögn sem varðar fjármál sveitarfélaga.  Nefndin telur að ákvæði 25. gr. laga nr. 7/1999 um hollustuhætti og mengunarvarnir séu túlkuð mjög
þröngt með þessum úrskurði.  Gjaldskrá sveitarfélaga um sorphirðu og –eyðingu  á sér einnig stoð í lögum nr. 55/2003 ( 23. gr) en í þeim er ekki gerð krafa um að afla verði umsagnar heilbrigðisnefndar um gjaldskrá vegna sorphirðu- og sorpeyðingargjalda og því er til staðar augljóst misræmi í lögum sem úrskurðarnefndin tekur því miður ekki afstöðu til.
Framkvæmdastjóra  falið að senda Alþingi bréf þar sem óskað er eftir að lög er varða gjöld vegna sorphirðu og sorpeyðingu verði endurskoðuð með þetta í huga.
4. Erindi bæjarstjóra Akraness um úrskurð UUA vegna álagðra sorphirðugjalda á Akranesi 2014, dagsett 27. apríl 2015.
Í bréfi bæjarstjóra er óskað eftir leiðsögn Heilbrigðisnefndar vegna gjaldskráa fyrir sorphirðu.
Framkvæmdastjóra falið að svara spurningum Akraneskaupstaðar með liðsinni Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Bent er á bókun nefndarinnar í 3. lið dagskrár um úrskurðinn.
Eyþór Garðarsson, varaformaður, tók við fundarstjórn þar sem Ingibjörg Valdimarsdóttir og Ólafur Adolfsson viku af fundi undir afgreiðslu á þessum lið. Ingibjörg tók síðan aftur við stjórn fundarins.
5. Ísgöng ehf Langjökli.
Umsókn um starfsleyfi fyrir ísgöngin á Langjökli og umsókn um starfsleyfi fyrir þjónustumiðstöð/móttaka ferðamanna við Geitland.
Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfi til fjögurra ára fyrir ísgöngin en frestar afgreiðslu starfsleyfis fyrir aðstöðu á Geitlandi þar sem upplýsingar skortir um fyrirhugaðar framkvæmdir á staðnum.
6. Íbúð í geymsluhúsnæði í Borgarnesi.
HeV fékk ábendingu frá lögreglu að geymsluhúsnæði í Borgarnesi væri notað sem íbúð. Húsnæðið var skoðað af  HeV, fulltrúa slökkviliðs staðarins og lögreglu.
Ástandið innandyra óásættanlegt sem íbúðarhúsnæði. HeV sendi húseiganda bréf þann 1. apríl s.l. þar sem bannað var að leigja út húsnæðið til íbúðar. Umrætt húsnæði hefur nú skipt um eiganda. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá nýjum eiganda húsnæðisins hefur leigjandi fengið frest til 1. júní n.k.  til að yfirgefa húsnæðið.
Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
7. Starfsleyfi
Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ, Laugum Dalabyggð. – Endurnýjun
Heimavinnsla matvæla, Laufskálar II, Borgarbyggð. – Tímabundið  leyfi.
Fura ehf Hafnarfirði. Niðurrif á 2 olíugeymum við Sementsverksmiðju á Akranesi.
– Tímabundið leyfi gefið í viku, meðan á vinnslu stendur.
Sólarsport, líkamsræktarstöð, sundlaug Ólafsvíkur. – Nýtt leyfi.
Ofangreind leyfi staðfest
8. Umsagnir til sýslumanns. Rekstrarleyfi veitinga- og gististaða.
Sæferðir hf., Ferjan Baldur – Veitingaleyfi- Nýtt.
Hömluholt ehf, Hömluholtum Eyja- og Miklaholtshreppi. Gisting  – Breytt leyfi.
Skökkin Café Akranesi, kaffihús. – Breyttur opnunartími og útisvæði.
Hítarneskot , Borgarbyggð. Gististaður, íbúðarhús. Ófullgert  – Frestað.
Böðvarsgata 3, Borgarnesi, íbúðarhús. Gisting, neðri hæð.  – Nýtt
Hreðavatn 30 (Lyngás), Hreðavatni. Sumarhús – Nýtt
Traðir  Snæfellsbæ.  Veitingar – Nýtt.
Vatnsendahlíð 187 og 189, Skorradal, Gisting (3 frístundahús)- Nýtt
Framlagt
9. Umsagnir til sýslumanns vegna tækifærisleyfa
HB Grandi hf, starfsmannaskemmtun í HB Granda, Akranesi þann 17. apríl s.l.
Dansleikur í Dalabúð 25. apríl n.k, Hestamannafélagið Glaður.
Kollubar Hvanneyri, Nemendafélag LBHÍ, tónleikar 10. apríl s.l.
Hjálmaklettur Borgarnesi. Árshátíð Nemendafélags MB 16. apríl s.l.
Framlagt
10. Tóbakssöluleyfi. Gefið út til 4 ára.
FG veitingar ehf, Húsafell Bistro, Húsafelli.
Ofangreint leyfi staðfest
11. Aðrar umsagnir
Bjargarsteinn, Sólvöllum 15 Grundarfirði. Skoðun á teikningum og húsnæði fyrir væntanlegan veitingastað. Umsögn send eiganda.
– Tillaga að breyttu svæðisskipulagi miðhálendis Íslands, skálasvæði í Geitlandi og ísgöng í Langjökli. Umsögn send til Skipulagsstofnunar 7. apríl s.l
Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir starfsemi sem tengist ferðaþjónustu á Langjökli. Umsögn send til  skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar, 8. apríl s.l.
-Þvervegur 2, Stykkishólmi. Skoðun á teikningum fyrir væntanlegan veitingastað. Umsögn send byggingarfulltrúa Stykkishólms.
– Fisk Seafood Grundarfirði, teikningar vegna nýrrar kælipressu við fyrirtækið m.t.t staðsetningar og hávaða. Umsögn send skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar.
Framlagt
12. Önnur mál 
 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands var haldinn 25. mars s.l á Hótel Hamri Borgarnesi.

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá efni fundarins.
 Ársfundur iðnaðarfyrirtækja á Grundartanga verður haldinn í húsakynnum Norðuráls  30. apríl n.k. kl: 14:30. 
Stjórnarmönnum heimilt að sækja fundinn.
 Sumarstarfsmaður HeV.
Rætt um verkefni  væntanlegs sumarstarfsmanns HeV í 6-8 vikur í sumar og hvernig auglýsingu um starfið verði háttað.  Nefndin telur rétt að sækjast efir háskólanema í náttúruvísindum eða umhverfisfræðum.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
 Flutningur  á sóttmenguðum úrgangi.
Framkvæmdastjóri greindi frá erindum sem hafa borist undanfarið vegna förgunar sóttmenguðum úrgangi þ.á.m. riðusmituðu fé.
Fundi slitið kl:  17:10