116 – SSV stjórn

admin

116 – SSV stjórn

116 fundur stjórnar SSV
Fundur haldinn í stjórn SSV, mánudaginn 4 maí 2015 kl.16.00 að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi.


Mætt voru; Ingveldur Guðmundsdóttir, Eggert  Kjartansson, Sif Matthíasdóttir, Björgvin Helgason, Kristín Björg Árnadóttir, Guðveig Eyglóardóttir, Árni Hjörleifsson, Eyþór Garðarsson, Rakel Óskarsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Valgarður Jónsson og Bjarki Þorsteinsson.  Einnig sátu fundinn Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri og Hrefna B.  Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.  Gestir fundarins undir 9. lið voru María Björk Ingvadóttir og Margrét Blöndal frá sjónvarpsstöðinni N4.

 

1. Framlögð fundargerð frá 115 fundi stjórnar SSV.
Formaður lagði fram fundargerð frá 115  fundi stjórnar SSV, dags. 11.03.2015, til staðfestingar.  Fundargerðin staðfest.

 

2. Vesturlandsstofa

Kynning á starfsemi Vesturlandsstofu sumarið 2015.
Framkvæmdastjóri kynnti minnisblað sem forstöðurmaður Vesturlandsstofu tók saman um helstu verkefni sumarsins.  Þar kom fram að búið er að ráða starfsmann í sumarafleysingar í upplýsingamiðstöð, í maí mun upplýsingabæklingurinn Visit Vesturland kom út sem og kort um Vesturland.  Áfram verður unnið að verkefnum eins og uppfærslu á vef, mannlífsverkefninu People of Iceland og samstarfsverkefnum ferðaþjónustunar sem kallast Breiðafjarðarverkefni og Akraborgarverkefni og eru í umsjón Vesturlandsstofu.

 

3. Málefni fatlaðra
a. Lagt fram bréf frá Borgabyggð um rekstur á málefnum fatlaðra árið 2014.
Lagt fram til kynningar minnisblað frá Borgarbyggð.  Bjarki sagði samantektina hafa verið unna fyrir fulltrúa sveitarstjórnar.  Hann taldi mikilvægt að sjá svipaða samantekt frá hinum tveimur félagsþjónustusvæðunum. 

 

b. Lagt fram bréf frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um fjárveitingar árið 2015.
Í bréfinu er gerð grein fyrir aukinni fjárþörf Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á þjónustu við fatlaða á Snæfellsnesi.  Stjórnarmenn af Snæfellsnesi gerðu grein fyrir stöðu mála og fjárþörf FSS, auk þess sem þeir ræddu skyldu sveitarfélaganna til að veita þessa þjónustu og byggja upp þjónustu fyrir ungt fólk með mikla þjónustuþörf.   

c. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015
Framkvæmastjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun þjónustusvæðis Vesturlands um málefni fatlaðra og forsendur hennar, en áætlunin var rædd á fundi þjónusturáðs 30. apríl s.l. og vísað til afgreiðslu stjórnar.  Stjórn samþykkti að óska eftir fundi með framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga og að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar fram yfir fundinn með honum. 
Undir þessum lið var rætt um fjárhagsvanda málaflokksins.  Fram kom að einstaklingum í SIS-mati hefur fjölgað.  Vesturland ætti samkvæmt SIS-mati að fá greitt um 405 mkr. en fær ekki nema ca 85% af fjárhæðinni þar sem Jöfnunarsjóður hefur ekki meira fjármagn til að greiða til þjónustusvæðanna á öllu landinu.  Stjórn SSV lýsir megnri óánægju með það fjármagn sem er til skiptanna á árinu 2015 og krefst þess að ríkið hækki fjárveitingar til málefna fatlaðra. 


d. Lögð fram tillaga að verklagsreglum varðandi umsýslu SSV með fjármálum Þjónusturáðs um málefni fatlaðra.
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að verklagsreglu varðandi umsýslu SSV með fjármálum þjónustusvæðis um málefni fatlaðra.  Reglurnar hafa verið til umræðu hjá þjónusturáðinu sem hefur samþykkt þær fyrir sitt leyti, auk þess sem fjármálastjórar á félagsþjónustusvæðunum hafa fengið þær til umsagnar.  Stjórn gerði ekki athugasemdir við tillöguna og fól framkvæmdstjóra að klára vinnu við reglurnar í samráði við fjármálastjórana.

 

e. Breyting reglna um skiptingu fjármuna milli félagsþjónustusvæða á Vesturlandi.
Lagt fram erindi frá Helgu Gunnarsdóttur, formanni Þjónusturáðs.  Þar kemur fram ósk um að reglur um skiptingu fjármagns á milli félagsþjónustusvæðanna verði endurskoðaðar.  Stjórn samþykkti tillöguna og fól þjónusturáði að gera tillögu að breytingu á skiptireglum.   

 

4. Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Lagt fram minnisblað um fjölda umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og úthlutunarferlið sem framundan er. 
Alls bárust 141 umsóknir í sjóðinn.  Flestar bárust um almenna menningarstyrki, eða 80 talsins.  Til stofn- og rekstrarstyrkjum í menningarmálum bárust 32 umsóknir og 29 umsóknir til nýsköpunar í atvinnumálum.  Vinna við mat á umsóknum er hafin og stefnt er að því að úthluta styrkjum fyrir maílok.

 

5. Almenningssamgöngur
a. Lagt fram yfirlit yfir rekstur almenningsamgangna fyrstu þrjá mánuði ársins.
Samkvæmt yfirliti fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins er útkoman mun lakari en árið 2014 og ljóst að erfið veðrátta hefur haft veruleg áhrif á reksturinn.  Því er mikilvægt að notkun almenningssamgangna aukist í sumar.

 

b. Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu um skiptingu á þróunarfé til uppbyggingar almenningssamgangna á árinu 2016.
Þróunarstyrkur, sem greiddur hefur verið árlega til SSV, mun lækka lítillega á árinu 2015 og ennfrekar á árinu 2016.  Framlagið hefur m.a. verið til þess að þróa skipulag almenningssamgangna milli stærri byggðakjarna.    Þar sem nú er litið svo á að árangur hafi náðst er tilkynnt, í erindi dags 5. mars. 2014 frá Innanríkisráðuneytinu, að þróunarfjármagnið fari nú niður í 15 m.kr. frá árinu 2016.  Stjórn SSV lýsir yfir miklum vonbrigðum með tilkynntan samdrátt í fjárveitingum til Vesturlands og felur framkvæmdastjóra að gera athugasemdir við þessa ákvörðun ráðuneytisins.

 

c. Rætt um stofnun hlutafélags um rekstur almenningssamgangna á milli sveitarfélaga á Vesturlandi, (SSV), Vestfjörðum (FV) og Norðurlandi vestra. (SSNV)
Rætt um stofnun hlutafélags utanum rekstur almenningssamgana.  Samþykkt að hefja að nýju viðræður við FV og SSNV um aðkomu að hlutafélaginu NVB ehf. og rekstur verkefnisins verið alfarið fluttur yfir í félagið.
     
6. Haustþing SSV
Rætt um tímasetningu, staðsetningu og framkvæmd á haustþingi SSV.  Kynnt var tillaga um að þingið verði haldið í Hvalfjarðarsveit miðvikudaginn 30 september n.k.   Framkvæmdastjóra var falið að vinna áfram að málinu. 

 

7. Stjórnarfundir á árinu 2015
Lögð fram tillaga að dagsetningu stjórnarfunda SSV út árið 2015, en áætlað er að haldnir verði fimm fundir frá vori og fram að áramótum.

 

8. Sóknaráætlun 2015-2019
Rætt um áframhaldandi vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir Sóknaráætlun Vesturlands, en vinnu þarf að vera lokið fyrir júnílok.  Framkvæmdastjóra falið að vinna tillögu að skipan samráðshóps sem starfi með stjórn SSV að gerð endanlegrar tillögu um framtíðarsýnina. 

 

9. Kynning á Vesturlandi
Á fundinn mættu þær María Björk Ingvadóttir og Margrét Blöndal frá sjónvarpsstöðinni N4 og kynntu hugmyndir sínar um þáttagerð á Vesturlandi.  Auk þess kynntu þær verkefni sem N4 hefur unnið að í samstarfi við sveitarfélög í öðrum landshlutum.  Í framhaldi kynningar var samþykkt að framkvæmdastjóri sendi erindi á sveitarfélögin þar sem verkefnið er kynnt.

 

10. Kosningar í stjórnir og ráð
Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu vegna tilnefninga í Vinnumarksráð Vesturlands.  Stjórn samþykkti að tilnefna Valgarð L. Jónsson sem aðalmann og Ingibjörgu Valdimarsdóttir sem varamaann í Vinnumarkaðsráð.

 

11. Framlögð mál
– Yfirlit frá framkvæmdastjóra um helstu fundi og ráðstefnur sem hann hefur sótt fyrir hönd SSV.  Tímabilið 11. mars til og með 30. apríl.
Framkvæmdastjóri fór yfir fundina og helstu skilaboð til stjórnar þar sem um slíkt var að ræða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45
HBJ