123 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

123 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERР
123. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Sigrún Guðmundsdóttir (SG),
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð.  Eyþór Garðarsson boðaði forföll og ekki var boðaður varamaður hans vegna lítils fyrirvara  Formaður bauð fundarmenn velkomna til símafundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
Dagskrá.
1. Fundartími nefndarinnar.– Tillaga frá Eyþóri Garðarssyni um fyrirkomulag fundartíma nefndarinnar. 
Lagt er til að fundir heilbrigðisnefndar verði á u.þ.b 6 vikna fresti og hafa símafundi
þess á milli ef mál þarf að afgreiða skjótt.
Samþykkt með breytingum til viðbótar: að almennt fundarfrí verði í júlí og ágúst.
Einnig samþykkt að fundartími nefndarinnar verði áfram á mánudögum og fundir hefjist kl 16.
2. Fjárhagsáætlun 2015. – Svör hafa borist frá Hvalfjarðarsveit, Helgafellssveit, Akraneskaupsstað og Borgarbyggð.
Samþykkt að senda tillögu að breyttri gjaldskrá til stjórnartíðinda í samræmi við fjárhagsáætlunina.
3. Stjörnugrís hf á Melum.-  Rekstraraðili hefur óskað eftir endurskoðun á starfsleyfi vegna áburðardreifingar utan hefðbundins dreifingartímabils sbr. grein 2.9 í starfsleyfi. (Gildistími starfsleyfis frá júlí 2011 – júlí 2023, endurskoðun starfsleyfis að jafnaði á 4 ára fresti).
Framkvæmdastjóri greindi frá ýmsum ákvæðum í starfsleyfi Stjörnugríss sem gefið var út árið 2011, m.a  varðandi áburðardreifingu og mykjuþrær.
Samþykkt að endurskoða starfsleyfið fyrir sumarbyrjun 2015.
4. Ísgöng ehf. – Umsókn frá Ísgöngum ehf um  endurnýjun starfsleyfis (tímabundið) fyrir borun ísganga í rannsóknarskyni á Langjökli.

Framkvæmdastjóri sagði frá  gerð rannsóknarganganna og greindi frá skoðunarferð starfsmanna HeV og ýmissa umsagnaraðila framkvæmdarinnar, sem farin var s.l fimmtudag upp á Langjökul. 
Endurnýjað starfsleyfi mun gilda til 1. júní 2015 en þá eiga göngin að vera tilbúin.
Endurnýjað leyfi staðfest.
5. Starfsleyfi
Háafell, Hvítársíða. Vatnsból.- Nýtt leyfi
Grundarfjarðarbær, sundlaug og íþróttahús.- Endurnýjað leyfi.
Norðurál ehf Grundartanga ehf. – Gámavöllur– Nýtt leyfi.
Bónus, Borgarbraut 1, Stykkishólmi.- Endurnýjað leyfi.
Ofangreind starfsleyfi staðfest.
6. Umsagnir til sýslumanns. Rekstrarleyfi veitinga- og gististaða.
Sæferðir ehf. , Ferjan Baldur SH.- veitingar. – HeV hefur skoðað skipið en framkvæmdum er ekki lokið í því. Lokaumsögn gefin út síðar þegar framkvæmdum er lokið.
Lagt fram
7. Umsagnir vegna tækifærisleyfa sent til sýslumanns.
Jaðarsbakkar, Akranes. Herrakvöld ÍA. Knattspyrnufélag ÍA, 15. nóvember s.l
Félagsheimilið Þinghamar, árshátíð nemendafélags LBHÍ, 22. nóvember s.l
Hjálmaklettur, Borgarnes. Nemendafélag MB, 20. nóvember s.l
Lagt fram
8. Brennur
-Akranes, brenna við Víðigrund á Akranesi 31. desember n.k kl: 20:30. Ábyrgðarmaður: Sigurður Þór Sigursteinsson.
-Grundarfjörður, brenna í landi Hrafnkelsstaða 6. janúar n.k. Ábyrgðarmaður: Gunnar Jóhann Elísson.
Staðfest
9. Tóbakssöluundanþága fyrir ungmenni 16-18 ára.
Skeljungur Orkan Brúartorgi Borgarnesi fyrir 1 ungmenni.
Ábyrgðarmaður er Jón Bek stöðvarstjóri.
Undanþágan gildir frá 15. nóvember  til 15. maí 2015
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþáguna.
10. Aðrar umsagnir
– Stykkishólmur-Aðalskipulag. Umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Stykkishólms vegna Austurgötu 7. Umsögn send til byggingafulltrúa 17. nóv s.l
Lagt fram
– Ísgöng í Langjökli – Undanþágubeiðni til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna móttöku ferðamanna í ísgöngum í Langjökli frá maí 2015. Skipulag svæðisins  liggur ekki fyrir en verið er að vinna í þeim málum og reiknað er með að skipulagsvinnu ljúki einhvern tíma á árinu 2015.
Umsögn HeV send til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis þann 13. nóv s.l. þar sem jafnframt er bent á að starfsemin er leyfisskyld hjá heilbrigðisnefnd.
Lagt fram
– Ísgöng í Langjökli – Erindi Borgarbyggðar dagsett 27. nóvember s.l  vegna umsagnar um drög að skipulagslýsingu breytts aðalskipulags og deiliskipulags fyrir ísgöng í Langjökli.
Heilbrigðisnefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við skipulagsdrögin en bendir á að fyrirhuguð starfsemi þarf starfsleyfi hjá heilbrigðisnefnd.
11. Önnur mál- 
Hvalabjór. –Bréf, frá HeV til Atvinnu – og nýsköpunarráðuneytis vegna úrskurðar í hvalabjórsmálinu, dags. 7.nóv´14.
Lagt fram.
– Sala tóbaks til ungmenna undir 18 ára. –
Starfsmenn HeV greindu frá því að ungmenni úr forvarnarklúbbi Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA) gerðu athugun því hvort ungmenni undir 18 ára aldri gætu fengið afgreitt tóbak á sölustöðum á Akranesi.  Frétt úr Skessuhorni 5.nóv.14.
Samþykkt að senda öllum sölustöðum tóbaks á Vesturlandi  ábendingu um viðurlög á brotum á tóbaksvarnarlögum.
 
– Verkefni tekin af heilbrigðiseftirliti. – Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Austurlands  segir verkefni flutt frá sveitarfélögum og til ríkisins. Frétt Ríkisútvarpsins frá 18.nóv´14. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)  og samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) hafa áður ályktað um flutning verkefna frá ríkisstofnunum til heilbrigðisnefnda. Einnig hefur SHÍ fundað með ráðherra vegna málsins. 
Málið rætt og nefndin sammála því að halda því áfram á lofti hjá sveitarfélögum á Vesturlandi.
Lagt fram.
– Mengunarmál á Grundartanga.- Verktakafyrirtæki fyrir Klafa,  (Vörumeðhöndlun hf /Vélaborg)  skipti um olíu á vélum á hafnarsvæðinu á Grundartanga. Vörumeðhöndlun segist vera með með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og með starfstöð í Reykjavík.
Framkvæmdastjóri greindi frá málavöxtum. Upplýsingar um starfsleyfi fyrirtækisins höfðu ekki borist fyrir fundinn.
Málið er í vinnslu og framkvæmdastjóra falið að vinna að framhaldi máls.
– Nýting samkomuhúsa vegna ferðaþjónustu. – Félagsheimili á Vesturlandi, sem ekki hafa leyfi til gistingar, eru sum leigð út til stórra hópa sem gista á staðnum.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að senda sveitarstjórnum og öðrum eigendum samkomuhúsa bréf þar sem mál þetta er kynnt.
– Gistiheimili – Gistiskálar. –  Það er óljós munur á skilgreiningum í reglugerðum á hvenær gististaður er gistiheimili og hvenær gistiskáli.  Hver ákveður hvort gististaður er gistiheimili eða gistiskáli.  Borið hefur á að ferðaþjónustuaðilar
– sæki um gistiskála  í stað gistiheimilis, í umsóknum sínum um rekstrarleyfi til sýslumanns,  til að sleppa við að setja upp handlaugar í hverju svefnherbergi.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ítreka óskir HeV um túlkun skilgreininga  varðandi  gistiskála og gistiheimili frá Umhverfisstofnun.
– Heimsókn Umhverfisstofnunar – Forstjóri UST hefur óskað eftir að koma til fundar við heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Stefnt að halda næsta fund mánudaginn 2. febrúar 2015.
– Gjaldskrá Akraneskaupsstaðar– Engin breyting á gjaldskrá varðandi sorphirðu og sorpeyðingu en reiknað með 3,4% hækkun á gjaldskrá um  hunda- og kattahald.
Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

 Síld í Kolgrafafirði- Samkvæmt mælingum Hafró mældust aðeins 10 þúsund tonn af síld í síðustu viku miðað við 50-60 þúsund tonn í fyrra, og um 300 þús tonn í desember 2012.
Lagt fram.

Fundi slitið kl:  11:05