13 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

13 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

FRAMHALDSAÐALFUNDAR

HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS 2014

 

Fimmtudaginn 18. september 2014 kl: 16:45 var framhaldsaðalfundur  Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn  í Dalabúð, Búðardal.

 

Mættir voru:
fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi sem sátu framhaldsaðalfund SSV og í salnum voru tveir stjórnarmenn ,Ólafur Adolfsson og Eyþór Garðarsson.

Starfsmenn HeV: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Sveinn Pálsson fundarstjóri setti fundinn og bauð fundargesti velkomna til framhaldsaðalfundar HeV.
  
Dagskrá:

1. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2013
-Ársreikningur var ekki tilbúinn til afgreiðslu á aðalfundi HeV þann 28. mars s.l. Samþykkt þar að afgreiða ársreikning HeV á framhaldsaðalfundi SSV í september 2014. Ársreikningur var samþykktur af heilbrigðisnefnd á 119. fundi nefndarinnar þann 7. apríl s.l

Framkvæmdastjóri skýrði og fór yfir ársreikning 2013.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

2. Kosning í Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014-2018.
Fundarstjóri óskaði eftir tilnefningum fundarmanna vegna nýrra stjórnarmanna.
Kristinn Jónasson kynnti, fyrir hönd uppstillingarnefndar SSV, tilögur að nýrri stjórn.

Kosnir voru í stjórn:
Ólafur Adolfsson,  Akranesi.
Sigrún Guðmundssondóttir, Snæfellsbæ
Ingibjörg Valdimarsdóttir, Akranesi
Hulda Hrönn  Sigurðardóttir,  Borgarbyggð
Eyþór Garðarsson, Grundarfirði

Fulltrúi náttúruverndarnefnda:  Ragnhildur Sigurðardóttir, Snæfellsbæ.

Varamenn; (í sömu röð og að ofan)
Anna María Þráinsdóttir, Akranesi.
Halla Steinólfsdóttir, Dalabyggð
Björn Guðmundsson, Akranesi.
Davíð Pétursson, Skorradalshreppi
Hafdís Bjarnadóttir, Stykkishólmi


3. Önnur mál.
Framkvæmdastjóri ræddi framkvæmd laga um stjórn vatnamála nr. 36/2011 og varaði fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi við kostnaði, vegna  rannsókna og vöktunaráætlunar, sem gæti lent á sveitarfélögum næstu misserin. Jafnframt greindi framkvæmdastjóri frá verkefni á landsvísu sem er að fara í gang vegna hávaðamælinga í grunn- og leikskólum.  Að lokum benti hann á að fyrirhugaðar að gera breytingar á reglum um fráveitumál sem væru í dag gallaðar.

 

Fundi slitið kl:  17:00