111 – SSV stjórn

admin

111 – SSV stjórn

 Fundargerð

Stjórnarfundur í  SSV, haldinn fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 9 á skrifstofu Dalabyggðar í Búðardal.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigríður Bjarnadóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Kristín Björg Árnadóttir, Bjarki Þorsteinsson og Halla Steinólfsdóttir, áheyrnarfulltrúi.   Sigurborg Kr. Hannesdóttir boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, Ólafur Sveinsson og Páll Brynjarsson.  Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Áður hafði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar boðið stjórn SSV velkomna til Dalabyggðar.  

 

1.   Framhaldsaðalfundur SSV.

Dagskrá þingsins rædd og praktísk mál.

 

2.   Fjárhagsáætlun SSV fyrir árið 2015.

 

Samþykkt að leggja þá tillögu sem er í gögnum fyrir aðalfund SSV.  Gjald pr. íbúa 1.480 kr. og fastagjald á sveitarfélag kr. 500.000.  Samþykkt að leggja tillöguna fram til aðalfundar, síðar í dag.

 

3.       Vesturlandsstofa

Lagt fyrir fundinn minnisblað um framtíðarplön

Vesturlandsstofu.  Páll fór yfir verkefnastöðu í Vesturlandsstofu og starfsmannamál í tengslum við þau.  Framkvæmdastjóra falið að vinna að verkefni í samræmi við tillögur minnisbaðs.

         Lagt til að framkvæmdastjóri SSV vinni áfram að verkefninu samkvæmt því minnisblaði sem lagt er fram.         

                                                        Samþykkt.

 

Hrefna þakkaði stjórn ánægjulegt samstarf á liðnum árum.  Stjórn þakkaði Hrefnu frábær störf á undanförnum árum.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari:  Hrefna B. Jónsdóttir