109 – SSV stjórn

admin

109 – SSV stjórn

 

F U N D A R G E R Р

Fundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 7. júlí kl. 13 á skrifstofu

SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Jón Þór Lúðvíksson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Bjarki Þorsteinsson og Hallfreður Vilhjálmsson.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson. 

 

1.   Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt

 

2.   Almenningssamgöngur

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 3. júlí sl. til innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.  Erindið varðar frumvarp til laga um fólksflutninga á landi.  ÓS gerði grein fyrir erindinu og væntanlegum fundi allra landshlutasamtaka með ráðherra 16. júlí n.k.  Ljóst er að forsendubrestur er orðinn í verkefninu þar sem einkaleyfi sem kveðið er á um í samningum landshlutasamtakanna við Vegagerðina heldur ekki.

 

3.   Ráðning framkvæmdastjóra

ÓS og HBJ fóru yfir breytingar á fjárhagsáætlun vegna aukins kostnaðar vegna ráðningar framkvæmdastjóra og samningsbundinna launahækkana. 

 

Sigurborg fór yfir vinnu starfshópa við skipulagsbreytingar og vitnaði til laga SSV.  Talsverð umræða varð um fjárhagslegar forsendur skipulagsbreytinga og hvort stjórn sé heimilt að taka ákvörðun um viðbótarkostnað sem hlýst af ráðningu framkvæmdastjóra.  Framhaldsaðalfundur, sem haldinn var í nóvember 2013, fól stjórn að ljúka verkefnum starfshóps og lítur stjórn svo á að þar með sé heimild til staðar.  Endanlegar fjárhagslegar ákvarðanir verða hins vegar í höndum aðalfundar á komandi hausti, 19. september n.k.

 

Hrefna og Ólafur viku af fundi.

 

Nítján umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra SSV.  Tekin voru viðtöl við þrjá umsækjendur.  Stjórn samþykkir samhljóða að ráða Pál S. Brynjarsson til starfans og felur formanni og varaformanni að ganga til samninga við hann. 

 

4.       Önnur mál.

a.   Virk, samningur.

Virk samningur hefur verið undirritaður.  Hrefna gerði grein fyrir áframhaldandi vinnu haustsins en að öllum líkindum verður stofnuð sjálfseignarstofnun um rekstur starfsemi Virk á Vesturlandi.  Stjórn lýsti ánægju sinni yfir þessu verkefni og að það skuli verða orðið að veruleika.

 

b.    Sóknaráætlun

Stýrinet Stjórnarráðsins hefur samþykkt verkefnaval stjórnar SSV.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10.

HBJ