108 – SSV stjórn

admin

108 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Fundur haldinn í stjórn SSV, þriðjudaginn 10. júní 2014 kl. 13:00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, formaður.  Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson og Kristin Björg Árnadóttir sem varamaður Jóns Þórs Lúðvíkssonar.  Sigríður Bjarnadóttir boðaði forföll.  Áheyrnarfulltrúi:  Halla Steinólfsdóttir.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar, utan liður nr. 5.

 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram og samþykkt.

 

2.   Sóknaráætlun

Lögð fram tillaga að verkefnum sem samþykkt hefur verið á tölvupósti. 

ÓS fylgdi úr hlaði tillögu sem send hefur verið til Framkvæmdaráðs Vesturlands.

 

3.   Stjórn vaxtarsamnings.

Lögð fram tillaga að stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands.

         Guðsteinn Einarsson

         Hallfreður Vilhjálmsson

         Helga Valdís Guðjónsdóttir

         Rakel Óskarsdóttir

         Sveinn Pálsson.

Lagt til að Helga verði formaður.  Samþykkt.

 

4.   Almenningssamgöngur

Ólafur skýrði frá ágreiningi þriggja samstarfsaðila við Eyþing.  Ennfremur skýrði Ólafur frá áformum Sterna um að hefja áætlanaakstur á leiðum sem landshlutasamtökin hafa einkaleyfi til aksturs, skv. heimasíðu Sterna www.sterna.is. Hann skýrði frá því að verið væri að reyna að koma á fundi með vegamálastjóra og innanríkisráðherra vegna málsins.

 

HBJ og ÓS véku af fundi undir lið 5.

 

 

5.   Ráðning framkvæmdastjóra

Lagður fram listi yfir umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra SSV.  Formanni og varaformanni falið að vinna áfram að ráðningarmálum.  Einnig verði fjárhagsáætlun endurskoðuð og lögð fyrir stjórn áður en tekin verður ákvörðun um ráðningu.

 

6.   Umsagnir

a.       Hugmyndir að umdæmamörkum nýrra sýslumannsembætta

b.      Lög nr. 90/1996, breytingar á lögum.  Fækkun lögregluumdæma, aðskilnaður embætta lögreglustjóra og sýslumanna. 

Stjórn SSV tekur ekki afstöðu til málsins og vísar því til sveitarfélaga á Vesturlandi að vinna umsagnir. 

 

7.       Önnur mál.

a.    Virk, samningur.

Lögð fram drög og stefnt að undirritun í vikunni.

b.    Samningur um framlög til byggðaþróunar á Vl. árið 2014.

Lagður fram, undirritaður af ráðherrum.

c.    Sumarfundur landshlutasamtakanna 12. og 13. júní n.k.

Málið kynnt. Formaður og framkvæmdastjóri munu sækja fundinn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari. Hrefna B. Jónsdóttir.