9 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

9 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 15. október 2013 í félagsheimilinu Breiðabliki

 

Mættir: Eyþór Garðarsson (EG); Lárus Á Hannesson(LAH); Páll Brynjarsson (PB); Ása Helgadóttir (ÁH) og Davíð Pétursson (DP) Reynir Þór Eyvindarson (RÞE) og Ingveldur Guðmundsdóttir (IG).

Gunnar Sigurðsson (GS) og Kristinn Jónasson (KJ) boðuðu forföll.

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson (ÓS) og Anna Steinsen (AS).

 

 Páll setti fund og fór yfir þau atriði sem fyrir lágu.

 

1.    Farið yfir stöðu fjármála og farþegafjölda

 

ÓS fór yfir samantekt á niðurstöðum fyrstu 12 mánaða leiðakerfisins, sem kynnt hafði verið áður og til viðbótar lágu fyrir niðurstöður septembermánaðar 2013 og samanburður við septembermánuð 2012. Tekjur höfðu aukist um rúmlega 3 mkr. Gjöld höfðu aukist um 4,5 mkr. og farþegatekjur höfðu aukist um 6,7 mkr. Niðurstaða septembermánaðar var því jákvæð sem nemur 1,2 mkr. en var neikvæð 2012 sem nam 4,1 mkr. sem þýðir bati um 5,3 mkr. Fram kom að ekki liggi fyrir farþegatalning í september 2012, en farþegafjöldi í september 2013 voru rúmlega 14 þús. sem er næst fjölmennasti mánuður ársins á eftir ágústmánuði. Verði þróun haustmánaða yfirstandandi árs með sama hætti samanborið við síðasta ár, er vonast til að rekstur kerfisins sé komin í jafnvægi.

 

2.    Staða í viðræðum við samstarfsaðila verkefnisins (hin landshlutasamtökin)

 PB sagði frá væntingum Eyþings um að fá greitt út úr leið 57 13 mkr. til sín. Tillaga liggur fyrir frá ÓS um samkomulag um fortíðina (halla frá 2012), um skiptingu taps milli samstarfsaðila, beðið er viðbragða Eyþings, viðbrögð annarra samstarfsaðila verkefnisins SSNV og FV eru jákvæð um að ræða þetta áfram á þeim nótum sem lagt er til. Ennfremur skýrði PB frá því að Eyþing vildi „sérgreina“ leið 57 í núverandi kerfi varðandi tekjur og gjöld og er það til skoðunar hjá Strætó bs. Fundarmenn lýstu undrun sinni á afstöðu Eyþings. Efasemdir komu fram um að „rétt“ skipting væri framkvæmanleg og mönnum ekki ljóst hvaða tilgangi hún þjónaði.

 

3.    Tillaga um breytingu á samsetningu fargjalda

      Fundarmönnum hafði verið sent minnisblað með tillögu um breytta samsetningu fargjalda. Í skoðun á leiðakerfi því sem SSV hefur haft umsjón með og því sem Eyþing er að reka á Eyjafjarðarsvæðinu hefur komið í ljós að meðaltekjur á farþega á þessum svæðum eru mun lægri en t.d. í leiðarkerfinu á Suðurlandi.

Tillaga er um að teknir verði upp í raun 3 fargjaldaflokkar, staðgreiðslugjald sem er það sama fyrir alla, börn og fullorðna (350 kr.), fullorðinsgjald (með farmiða) (333 kr.) og unglingar, börn, öryrkjar og aldraðir fari í einn gjaldflokk (167 kr.)

Fyrir breytingu Eftir breytingu
Staðgreiðslugjald-6 ára og eldri

350

350

Fullorðnir (hver farmiði)

333

333

Unglingar 12-18 ára (hver miði)

125

167

Börn 6-11 ára (hver miði)

55

167

Öryrkjar og aldraðir (hver farmiði)

115

167

 

Fundarmönnum fannst þessi hækkun mjög mikil, sérstaklega hækkun á fargjöldum barna sem hækka yfir 300%. Fundurinn samþykkti tillöguna, en leitað yrði leiða til að minnka hækkun á barnafargjöldum, nefnt var í því sambandi að hlutfallslega sama hækkun yrði á barnafargjöldum og unglinga-, öryrkja- og eldri borgarafargjöldum. LAH lýsti sig mótfallinn þeirri hækkun sem fyrirhuguð er á fargjöldum í strætó.

RÞE gerði athugasemdir við að fundarmönnum væri stillt upp að vegg með svona stuttum fyrirvara, það hafi komið fyrir áður þegar taka þurfti ákvarðanir um breytingar á áætlunum og svona ætti þetta ekki að vera. 

4.    Staða viðræðna við ríkið um einkaleyfi og lækkun á endurgreiðslu olíugjalds

ÓS fór yfir lækkun á niðurgreiðslu olíugjalds til almenningssamganga. Á yfirstandandi ári var það lækkað um 1/3 og kostar í leiðakerfinu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins um 4 mkr og á ársgrundvelli um 6 mkr. Því liggur fyrir að þegar lækkunin verður öll komin til framkvæmda árið 2015 mun það kosta kerfið rúmlega 18 mkr. á ári sem er gríðarlegur kostnaðarauki. Vonir hafa staðið til þess að þessi lækkun yrði leiðrétt með breytingu á framlögum Vegagerðarinnar til almenningssamganga, en eins og staðan er núna er sú von mjög veik.

PB sagði frá fundi sem hann sat í IRR þar sem kynnt voru ný drög um almenningssamgöngur, þar sem skilgreint er að sveitarfélög geti fengið sérleyfi á þeim leiðum þar sem markaðsbrestur væri til staðar. Mikil óánægja var við þessi drög frá landshlutasamtökunum sem sátu fundinn. Guðjón Bragason lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga mun fara yfir þessi drög f.h. landshlutasamtakanna. PB sagði að framlag til almenningssamganga lækki um 7 mkr. á næsta ári, en það er um 300 mkr. á yfirstandandi ári.

 

5.    Önnur mál

ÓS lagði fram fréttatilkynningu frá SSV um almenningssamgöngur sem send yrði fjölmiðlum. Nokkrar athugasemdir og betrunartillögur komu fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:47

Fundargerð ritaði ÓS