115 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

115 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
FUNDARGERÐ
115. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Mánudaginn 23. september 2013 kl: 16:15 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
 
Á fundinum voru:
Sigrún Guðmundsdóttir, formaður (SG)
Dagbjartur Arilíusson (DA)
Eyþór Garðarsson (EG)
Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ)
Trausti Gylfason (TG)
Ólafur Adolfsson (ÓA)
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Ragnhildur Sigurðardóttir  fulltrúi náttúruverndarnefnda boðaði forföll.
Formaður bauð fundarmenn velkomin til fundarins og  var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
1.      Kosning formanns nefndarinnar.
Sigrún Guðmundsdóttir óskaði eftir að víkja sem formaður nefndarinnar og bað um  tilögur að nýjum formanni. Stungið var upp á Ólafi Adolfssyni
Samþykkt einu hljóði.
 
Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður og  fráfarandi formaður nefndarinnar gaf því næst fundarstjórn í hendur á nýjum formanni nefndarinnar. Ólafur tók við stjórn fundarins og þakkaði  traustið.
 
2.      Motus ehf. Samningur um innheimtuþjónustu fyrir HeV frá 11. júní 2013
Framkvæmdastjóri greindi frá endurnýjuðum samningi sem gerður var við innheimtufyrirtækið Motus ehf til að sjá um innheimtu vanskilakrafna.
 
Samningurinn lagður fram og staðfestur.
 
3.      Hvalreki á Snæfellsnesi í byrjun september.
Framkvæmdastjóri sagði frá hvalreka  sem varð á Rifi og  við Ólafsvík dagana 7. -8. september s.l  þegar um 40 grindhvali rak á land í vonskuveðri. Starfsmenn HeV fór á staðinn þann 10. september og sáu 21 hræ  á fjörum á svæðinu og búið var að skera kjöt af þeim flestum. Nokkrir hvalir voru urðaðir dagana áður og Snæfellsbær sá um að urða þá sem eftir voru. Minnispunktar dagsettir 10. september 2013 lagðir fram um málið.
Rætt í framhaldi samþykkt  um  „verklagsreglur um aðkomu opinbera aðila þegar hvali rekur á land“ frá 26. ágúst 2005 á milli Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Embætti yfirdýralæknis, Ríkislögreglustjóra og Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða.
 
4.      Kolgrafarfjörður. Framtíðaráform vegna síldardauða.
Framkvæmdastjóri sagði frá fundi samstarfshóps, sem myndaður hefur verið um málið, sem haldinn var á dögunum um ástandið í Kolgrafarfirði eftir síldardauðann  fyrr á árinu og yfirlýsingu umhverfisráðherra í fjölmiðlum um þetta mál.   Einnig greindi Eyþór Garðarsson frá gangi mála og umræðum á svæðinu varðandi þetta mál.
 
5.      Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál, 2. júlí 2013. Beiðni um umsögn HeV vegna kæru frá Sjávarborg ehf, á Hafnargötu 4 Stykkishólmi, á rými á gest í gistirými.
HeV sendi inn umsögn til úrskurðarnefndarinnar þann 25. júlí s.l.  vegna málsins.
Úrskurður hefur ekki borist.
Lagt fram
 
6.      Brauðgerð Ólafsvíkur.-  Vanmerktar vörur. Brot á matvælalögum.
Framkvæmdastjóri tilkynnti um að kvartanir hafa borist HeV um að margar vörur frá Brauðgerð Ólafsvíkur séu  ekki með innihaldslýsingum né öðrum upplýsingum sem krafist er samkvæmt matvælalögum.  Fyrirtækið hefur ítrekað brotið lögin. 
 
Samþykkt að krefja fyrirtækið um úrbætur  að viðlagðri afturköllun á starfsleyfi.  Fyrirtækinu verður veittur frestur til 25. október n.k  til að vinna að fullnaðarúrbótum.
 
7.      Fráveitumál á Vesturlandi- almennt.
Framkvæmdastjóri ræddi almennt um stöðu fráveitumála í sveitarfélögum á Vesturlandi.
 
Samþykkt að senda bréf til sveitarfélaganna og óska eftir upplýsingum um stöðu og áform þeirra í fráveitumálum.
 
8.      Hreppslaug Borgarbyggð. Undanþága vegna ákvæða sundlaugarreglugerð til meðferðar í Umhverfis-og auðlindaráðuneyti.
Rekstraraðili Hreppslaugar í Borgarbyggð, Ungmennafélagið Íslendingur, sótti um starfsleyfi til HeV fyrir Hreppslaug  þann 9. júní s.l. fyrir sumaropnun laugarinnar skv. ákvæðum í  í gildandi sundlaugarreglugerð. Rekstraraðilar sóttu um undanþágu vegna sýnatöku úr lauginni til Umhverfis-og auðlindaráðuneytis í lok júní. HeV sendi inn umsögn vegna málsins til ráðuneytis þann 1. júlí s.l. þar sem mælt var gegn undanþágunni.
Svar ráðuneytis vegna málsins hefur ekki borist.
 
Lagt fram
 
9.      Laxeyri ehf, Húsafelli – Framhald málsins.
Framkvæmdastjóri fór yfir málavöxtu málsins sem hefur verið á dagskrá nefndarinnar síðustu mánuði. Umbeðin gögn frá rekstraraðilum hafa ekki borist.
 
Samþykkt að veita fyrirtækinu lokafrest til 10. október n.k til að leggja fram áætlanir og áður umbeðin gögn um hreinsimannvirki að viðlagðri afturköllun á starfsleyfi.
 
 
 
10.  Starfsleyfi frá síðasta fundi:
a.      Laugaland hf, Laugalandi Borgarbyggð. – Framleiðsla, pökkun dreifing á grænmeti. – Nýtt
b.      Tjaldsvæðið Kalmansvík Akranesi. – Endurnýjun
c.       Tjaldsvæðið Grundarfirði.- Nýr rekstraraðili
d.      Laugafiskur, Akranesi.- Yfirfærsla á nýjan rekstraraðila.
e.      Saga Medica-Heilsujurtir ehf. Ægisbraut 31, Akranesi. – Endurnýjun
f.        Geirabakarí, Digranesgötu 6, Borgarnesi. – Endurnýjun með skilyrðum um fjölda snyrtinga. Frestur til 1. janúar 2014.
g.      Blómasetrið Skúlagötu 13, Borgarnesi. – Kaffihús.- Nýtt
h.      Dagvistun barna, Grenigrund 48, Akranesi.- Endurnýjun
i.        Vignir G. Jónsson hf. , Vesturgötu 119.- Fiskvinnsla- Endurnýjun.
j.        Dagmömmur Hárifi 29, Rifi.- Nýtt.
k.       Landsnet. Launaflsvirki í landi Klafastaða á Grundartanga.- Nýtt.
l.        Arionbanki Borgarnesi. Mötuneyti.- Endurnýjun.
m.    Slökkvilið Borgarfjarðar. Æfingasvæði/ vatnsgeymir í Brákarey, Borgarnesi.- Nýtt
n.      Norðurál  ehf,  Grundartanga. Sjálfsafgreiðslustöð fyrir olíu við Norðurál.- Nýtt
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 
11.  Sláturhús Vesturlands í Brákarey. Engar athugasemdir bárust við tillögu að starfsleyfi. Rekstraraðili hefur sótt um undanþágu vegna skipulags til umhverfis- og auðlindaráðherra.
Beðið verður með afgreiðslu málsins þar til greitt hefur verið úr skipulagsmálum.
 
12.  Umsagnir  til sýslumanns (afgreitt frá síðasta fundi):
a.      Plássið, Frúarstíg 1, Stykkishólmi. Veitingar. –Eigendaskipti
b.      Veiðihúsið við Norðurá, Rjúpnaási, Veiðiveitingar ehf. – Endurnýjun.
c.       Laufásvegur 1, Stykkishólmi. Gistiver ehf. Brauð og bænir. Heimagisting – Endurnýjun
d.      Veiðihúsið við Þverá, Borgarbyggð. Starir ehf.  Veitingar og gisting – Eigendaskipti
e.      Veiðihúsið við Kjarrá, Borgarbyggð. Starir ehf.  Veitingar og gisting – Eigendaskipti
f.        Hrísás 2, Indriðastaðir, sumarhús.- Nýtt.
g.      Silfurgata 14, Hansínuhús, Stykkishólmi. –Norðureign ehf.- Eigendaskipti
h.      Prímuskaffi Hellnum, Snæfellsbæ. Vatnfell ehf.- Eigendaskipti
i.        Lambalækur, (Ensku Húsin) Borgarbyggð. Gististaður- Endurnýjun.
j.        Veiðihúsið við Grímsá, Borgarbyggð.- Hreggnasi ehf. Veitingar og gisting.- Endurnýjun.
k.       Stóri- Kambur Breiðuvík, Snæfellsbæ. Gisting- Nýtt
l.        Bjarteyjarsandur, Hvalfjarðarsveit.  4 Sumarhús.- Endurnýjun.
m.    Golfklúbburinn Mostri, Stykkishólmi. – Veitingar- Endurnýjun.
n.      Mötuneyti LBHÍ, Hvanneyri. Jónína Hlíðar.- Veitingar.- Endurnýjun.
o.      Kalastaðir, Hvalfjarðarsveit.  3 Sumarhús. –Endurnýjun.
p.      Hvítanes, Hvalfjarðarsveit. Heimagisting– Nýtt. (ekki rekstur 2013)
q.      Veiðihúsið Laxá, Hvalfjarðarsveit. Veiðifélag Laxár. – Veitingar,gisting-  Endurnýjun
r.       Hótel Stykkishólmur Borgarbraut 8 Stykkishólmi.- Hótel.- Endurnýjun.
s.       Kaffi Emil Grundarfirði, Marine ehf.- Kaffihús.- Nýr rekstraraðili
t.        Tangagata 5 Stykkishólmi.-Gisting, íbúð.- Nýtt
u.      Blómasetrið Skúlagötu 13, Borgarnesi. – Heimagisting og kaffihús.- Nýtt
v.       Stykkið pizzugerð,  Þórshamar ehf,Borgarbraut 1, Stykkishólmi.-  Nýr rekstraraðili.
w.     Matstofan Brákarbraut 3, Borgarnesi.- Endurnýjun.
x.       Nesbrauð ehf, Nesvegur 1, Stykkishólmi.- Endurnýjun.
y.       Dalakot, Dalbraut 2, Búðardal. Dalakot ehf.- Nýr rekstraraðili
z.       Félagsheimilið Skjöldur, Helgafellssveit.- Gistiskáli- Nýr rekstraraðili
aa.  Hrafnkelsstaðir, Borgarbyggð. – Gisting- Mælt gegn leyfi vegna ófullnægjandi gagna.
 
Lagt fram
 
13.  Umsagnir vegna tækifærisleyfa
a.      Félagsheimilið Brautartunga, dansleikur 16. júní
b.      Hjálmaklettur, Borgarnes. Knattspyrnudeild Skallagríms, dansleikur 29. júní
c.       Ship og Hoj Borgarnesi, tímabundið samkomuhald Kaldármelum,  Fjórðungsmót Hestamanna.
d.      Vinir hallarinnar ehf, Sementsverksmiðjan Akranesi, Lopapeysan 2013.-Tónleikar  og dansleikur 4.- 7 júlí 2013.
e.      Skógarmenn KFUMÍ í Vatnaskógi. Útihátíð 1.-5. ágúst
f.        Hátíðarfélag Grundarfjarðar, Bæjarhátíð Grundarfirði 25.-28. júlí.
g.      Félagsheimilið Þinghamar, Borgarbyggð.- Harmonikkuball, 3. ágúst
h.      Samkomuhúsið Þverárrétt. Dansleikur 30. ágúst Kvenfélag Þverárhlíðar.
i.        Félagsheimilið Hlaðir. Dansleikur 31. ágúst. Ísípisý Production ehf.
j.        Íþróttahúsið Jaðarsbökkum Akranesi. Sjávarréttakvöld ÍA 6. september.
 
Lagt fram
 
14.  Brennur og flugeldasýningar.
Brenna  í sumarhúsabyggð, Svarfhóli, Eyja-og Miklaholtshreppi, 4. ágúst.
Brenna  við fjöru á Búlandshöfða , Grundarfirði, 26. júlí.
Brenna við Skorradalsvatn, 3. ágúst
Flugeldasýning í Súgindisey við Stykkishólm. 17. ágúst. Björgunarsveitin Berserkir.
 
Lagt fram
 
15.  Tóbakssöluleyfi
RúBen, Grundargata 59, Grundarfirði.
Verslunin Einar Ólafsson, Akranesi.
Hraðbúðin Hellissandi
Þjónustumiðstöðin Húsafelli
Söluskáli ÓK, Ólafsvík.
Verslunin Kassinn, Ólafsvík.
Baulan, Borgarbyggð. (Langholt ehf)
Virkið, Rifi, Snæfellsbæ.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi.
 
16.  Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.
Hobbitinn Ólafsvík. 1 einstaklingur. Ábyrgðarmaður er Einar M. Gunnlaugsson.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþáguna.
 
17.  Aðrar umsagnir.
Teikningar af Hótel Stykkishólmi til byggingarfulltrúa.
Bílastæði við  Kirkjufellsfoss Grundarfirði til byggingarfulltrúa.
Teikningar af breytingum á eldhúsi í  leikskóla í Grundafirði til byggingafulltrúa.
Deiliskipulagsuppdráttur  af  jörðinni Berserkseyri við Grundarfirði.
 
18.  Önnur mál:
·         Verklagsreglur MAST vegna merkinga á eggjum og kjúklingum.- Bréf  frá MAST dagsett 15. júlí 2013
Lagt fram
 
·         Ný efnalög nr. 61/2013. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 6. maí  2013.
Lagt fram
 
·         Skil sveitarfélaga á magntölum úrgangs. Bréf UST til 4 rekstraraðila urðunarstaða  á Vesturlandi frá 3. júní 2013 þar sem tilgreind eru áform um áminningu.
Lagt fram.
 
·         Starfsleyfi Fiskimjölsverksmiðju HB-Granda Akranesi. Kynningarfundur var haldinn á Akranesi 16. september s.l. í samstarfi UST og Akraneskaupsstaðar. Athugasemdafrestur var framlengdur til 23. september.
Lagt fram.
 
 
 
Fundi slitið kl: 17:40