1 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

1 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 14.3.2012 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mættir: Eyþór Garðarsson; Ingveldur Guðmundsdóttir; Lárus Á Hannesson; Sveinn Kristinsson; Páll Brynjarsson.

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson, Anna Steinsen og Smári Ólafsson

 

Sveinn Kristinsson setti fund og tilkynnti að formaður yrði kosinn síðar á fundinum.

 

ÓS fór yfir það framvindu frá áramótum, byggða á samþykkt aðalfundar SSV, gerður var samningur við Vegagerðina, samið var við núverandi akstursverktaka um akstur fram til 1. september. Fram að þeim tíma verði undirbúið útboð og stefnt að því að hægt verði að hefja akstur skv. útboði þegar framlengdur samningur við núverandi akstursverktaka rennur út.

 

Aðdragandi útboðs er langur og sá tími sem þarf til þess er að renna út og af þeirri ástæðu hafi fyrirvari á fundarboði þessa fundar verið afar stuttur.

 

Hugmyndin er sú að gera samning við Strætó Bs um framkvæmd útboðsins og að þeir annist og sjái um samskipti við verktaka þegar gengið hefur verið frá samningi við verktaka.

Önnur landshlutasamtök sem koma að rekstri leiðarinnar Reykjavík – Akureyri hafa beðið SSV að hafa umsjón með leiðinni til 1. september og hefur SSV fallist á það.

 

Smári Ólafsson kynnti hugmyndir VSÓ um akstursfyrirkomulag og breytingar á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, en þær eru helst þær að ekið verður um Þverárfjall og niður á Akranes og tengist þannig leið 57.

 

Nokkrar umræður urðu um akstursfyrirkomulag á einstökum leiðum, m.a. á Snæfellsnesi, hvaða leiðir yrðu eknar, hvort hægt væri að byrja á Snæfellsnesi á morgnana o.fl.

Ákveðið var að fela Smára að ljúka við útboðsgögn, senda hópnum til yfirlestrar og eftir atvikum að kynna þau fyrir sínum bæjarstjórnum.

 

Undir lok fundarins lagði Sveinn Kristinsson að til að Páll Brynjarsson yrði kosinn formaður og var það samþykkt. (Ástæða fyrir því að það var ekki gert fyrr var að Páll var ekki mættur við upphaf fundar)

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

 

Fundargerð ritaði ÓS