105 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

105 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

105. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 
Mánudaginn 19. mars  2012 kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Dagbjartur Arilíusson
Eyþór Garðarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Rún Halldórsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Trausti Gylfason
 
Auk þeirra Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. 
Formaður setti fundinn, bauð gesti og fundarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.  Trausti yfirgaf fundinn kl: 17:15.
 
Dagskrá

 1. Ársreikningur  2011.

Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir endurskoðaðan ársreikning Heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2011.
Ársreikningur samþykktur.  Sveitarfélögum sendur ársreikningur til kynningar á næstunni.
 

 1. Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og erindisbréf stjórnarmanna.

Samþykkt að vinna áfram að málinu.
 

 1. Framsal verkefna frá UST til HeV. – framhald máls.

Framkvæmdastjóri skýrði frá umræðum um málið m.a við starfsmenn Umhverfisráðuneyti  vegna óska um framsals verkefna og annara mála sem í umræðunni hafa verið í nokkur ár. Lagt fram   bréf sem framkvæmdastjóri HeV skrifaði  til Umhverfisráðuneytis  30. janúar 2012.
Heilbrigðisnefnd ítrekar kröfur sínar  um verkefnaframsal frá Umhverfisstofnun til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og tekur undir efni bréfs framkvæmdastjóra.
 

 1. Drög að frumvarpi til efnalaga.

Framkvæmdastjóri kynnti drög að frumvarpi til nýrra efnalaga  og umsögn HeV vegna frumvarpsins  sem sent var Umhverfisráðuneyti  8. mars s.l.
Nefndin tekur undir framlagt bréf og felur framkvæmdastjóra að senda athugasemdir til ráðuneytis.
Lagt fram.
 

 1. Drög að breytingum á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Framkvæmdastjóri skýrði frá breytingum  á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og lagði fram drög að umsögn HeV vegna lagabreytinganna. Umsögn mun verða send Umhverfisráðuneyti fljótlega.
Framkvæmdastjóra falið að kynna málið fyrir sveitarstjórnum.
Lagt fram.
 

 1. Úrskurður Umhverfisráðuneytis vegna starfsleyfiskæru á Stjörnugrís hf. í júlí 2011. 

HeV gaf út nýtt starfsleyfi fyrir svínabúið Stjörnugrís hf á Melum í Hvalfjarðarsveit síðstliðið vor  og í kjölfarið var  nýtt starfsleyfi kært til Umhverfisráðuneytis af tveimur aðilum í júlí 2011. Úrskurður ráðuneytissins  vegna kærunnar var gefinn út 7. mars s.l og er kæruatriðum hafnað af ráðuneyti í flestum tilvikum.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að breyta útgefnu starfsleyfi Stjörnugríss hf á Melum í samræmi við úrskurð ráðuneytis í þeim þremur atriðum sem um ræðir.

 1. Undanþága vegna sundlaugargæslu í Dalabyggð, Grundarfirði, Stykkishólmi og Hvalfjarðarsveit.

Ofangreind sveitarfélög á Vesturlandi rituðu Umhverfisráðuneyti á síðasta vori/sumri og óskaðu eftir undanþágu vegna fjölda starfsmanna við laugargæslu í kjölfar á strangari skilyrðum  við laugargæslu sem sett voru í nýrri sundlaugarreglugerð (nr. 814/2010). Umhverfisráðuneytið óskar nú eftir umsögn HeV um undanþágu beiðnirnar í samræmi við breytt og ný  ákvæði í reglugerðinni sem væntanlega verða gefin út í marsmánuði.
Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra að gefa út umsögn vegna laugargæslu á áðurnefndum stöðum í samræmi við umræður á fundinum, aðstæður í sundlaugunum og breytta sundlaugarreglugerð.
 
Trausti yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu á þessum lið.
 

 1. Olíuslys við þjóðveg 1, 27.02. s.l.

Framkvæmdastjóri greindi frá málinu  þegar að olíubíll,  með tengivagn frá Olíudreifingu,  valt við þjóðveg 1 í Borgarfirði í lok febrúar. Slökkvilið Borgarfjarðar og starfsmenn Olíudreifingar sáum hreinsun á staðnum í samráði við HeV.  Málinu ekki að fullu lokið.
 

 1.  Starfsleyfi frá síðasta fundi.

Contact Hárstofa, Skólabraut 30, Akranes.  – Nýtt leyfi.
Hönnubúð Reykholti. – matvöruverslun. – Breytt leyfi.
Heilsu Hof, Hátúni Reykholti. – líkamsræktarstöð.- Nýtt leyfi, nýr staður. Hvammsveitur ehf.- Vatnsveita frístundabyggð í  Hvammi,  Skorradal – endurnýjun/endurskoðun
Hársnyrting Dagnýjar, Kvíaholti 27, Borgarnesi. – Nýtt leyfi, nýr staður.
Kví Kví, Ensku Húsin, Borgarbyggð.- Matvælaframleiðsla- Nýtt leyfi
Dagvistun, Mettubúð, Ólafsvík. -Nýtt leyfi, nýr staður.
Ágústsson hf, Stykkishólmi, fiskvinnsla -Breytt leyfi.
Saft- og sultugerð Heidi, Veiðihúsinu við Þverá, – Nýtt leyfi.
Hvalfjarðarsveit, nýtt grunnskólahús í Heiðarskóla. – Nýtt leyfi, nýr staður.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 

 1.  Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.

Skeljungur Skagabraut 43 Akranesi. – 1 ungmenni.
Samkaup Hyrnan, Borgarnes – 3 ungmenni.
Krónan Akranesi – 6 ungmenni.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþágurnar.
 

 1. Umsagnir til sýslumanns.

Thai-Asia ehf.  Stillholti 23, Akranesi. Veitingastaður. Nýtt leyfi.
J.V, Eystra-Miðfell, Hvalfjarðarsv. – Ferðaþjónusta, 2 frístundahús. – Endurnýjun leyfis.
E.J, Hlíð, Hvalfjarðarsveit- Ferðaþjónusta,  3 frístundahús – Endurnýjun leyfis.
B.G, Nesi, Reykholtsdal-Ferðaþjónusta, gisting og veitingar í golfskála- Breytt og endurnýjað leyfi.
Gistihúsið Langaholti ehf. Görðum, Staðarsveit- Hótel – Endurnýjun leyfis og eigendaskipti.
 
Lagt fram.
 

 1.  Önnur mál

 

 • Ákvörðun um aðalfund Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

Ákveðið að aðalfundur Heilbrigðisnefndar 2012 verði haldinn að Hraunsnefi í Norðurárdal mánudaginn 23. apríl n.k. Gert er ráð fyrir að aðalfundur hefjist kl: 13. Framkvæmdastjóra falið að senda út aðalfundarboð til sveitarfélaga.
 

 • Bréfaskipti UST til rekstraraðila urðunarstaða á Vesturlandi. 

Framkvæmdastjóri fór yfir samskipti milli Umhverfisstofnunar og rekstaraðila urðunarstaðanna við Ögur í Stykkishólmi og Hrafnkellsstaða í Grundarfirði.
Bréfaskriftir vegna urðunarstaða lágu fyrir fundinum.
Lagt fram.
 

 • Drög að reglugerð um fiskeldi.

Lögð fram umsögn frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga, dagsett 13.jan´12, um reglugerðardrögin.
Lagt fram.
 

 • Vöktunaráætlun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fyrir árin 2012-2021.Umhverfisstofnun hefur nú gefið út, þann 3.febrúar s.l, nýja vöktunaráætlun fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga sem er hluti af nýlegu starfsleyfi Norðuráls.

Lagt fram.
 

 • Erindi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, dags. 19.02.2012, til bæjarfulltrúa á Akranesi og fleiri stofnana vegna gæða neysluvatns á Akranesi.

Framkvæmdastjóri fór yfir málið og greindi frá viðbrögðum HeV við skrifum Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð í héraðsfréttablaðið Skessuhorn.
Samþykkt að boða formann Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð  á fund nefndarinnar.
 

 • Fráveitumál á Vesturlandi.

Framhald umræðu um stöðu fráveitumála í sveitarfélögum á Vesturlandi. Áður tekið fyrir á  101. og  104. fundi nefndarinnar.
Heilbrigðisnefnd ítrekar fyrri beiðnir til sveitarstjórna um svar vegna fráveitumála í eftirfarandi sveitarfélögum:  Borgarbyggð, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi og Dalabyggð. Frestur sveitarfélaganna til að svara umræddri beiðni um stöðu fráveitumála er til 1. maí n.k.
 

 • Freyjulundur í Stykkishólmi. Ósk um umsögn frá Umhverfisráðuneyti dags. 15.mars s.l, vegna undanþágubeiðni væntanlegra rekstaraðila kaffihúss í Freyjulundi vegna fjölda snyrtinga í húsinu.

Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra að  svara erindinu.
 
 
Fundi slitið: 17:50