94 – SSV stjórn

admin

94 – SSV stjórn

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn 24. janúar 2013 í Bæjarþingsalnum á Akranesi.

Mætt eru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Jón Þór Lúðvíksson, Lárus Á Hannesson  og Halla Steinólfsdóttir sem situr fundinn sem aðalmaður í forföllum Hallfreðs Vilhjálmssonar. Lárus situr fundin sem aðalmaður í forföllum Sigurborgar Kr. Hannesdóttur.

 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna til Akraneskaupstaðar.  Hann fór yfir dagskrá dagsins og fyrsta fund Framkvæmdaráðs Vesturlands sem haldinn verður síðar í dag.  Hann gerði það að tillögu til stjórnar að greiðslur fyrir fundi yrðu með sama sniði og til stjórnar SSV.  Samþykkt.

Í framhaldinu var gengið til dagskrár sem er eftirfarandi

1. Fundargerð síðasta fundar
2. Drög að rekstrarniðurstöðu SSV
3. Sóknaráætlun.
4. Nefndir og ráð sem starfa á Vesturlandsvísu og tengjast SSV.
5. Almenningssamgöngur
6. Málefni fatlaðra
7. Fundargerðir
8. Umsagnir þingmála.
9. Önnur mál.

 

1. Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt.

 

2. Drög að rekstrarniðurstöðu SSV
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur ársins 2012 og drög að rekstrar- niðurstöðu ársins.

 

3. Sóknaráætlun.
a. Fundargerð og samningsdrög frá 14.12.12
Lagt fram.

 

4. Nefndir og ráð sem starfa á Vesturlandsvísu og tengjast SSV með einum eða öðrum hætti.
Formaður ræddi umgjörð stjórna og nefnda sem reknar eru á Vesturlandsvísu og þær aðstæður sem komið hafa upp í tengslum við brotthvarf bæjarritara Akraneskaupstaðar, Jóns Pálma Pálssonar. 

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Stjórn SSV samþykkir að fela formanni að undirbúa, og boða til, fundar með oddvitum og framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á Vesturlandi þar sem kynntir verða, og ræddir, samstarfssamningar milli sveitarfélaganna um nefndir og ráð sbr.:
• Vaxtarsamning Vesturlands
• Menningarráð Vesturlands
• Heilbrigðisnefnd Vesturlands
• Markaðsstofa Vesturlands
• Sorpurðun Vesturlands
• Almenningssamgöngur
• Málefni fatlaðra


Tilgangur þessa vettvangs er að fara yfir, og samræma, ýmsar reglur sem varða starfsemina.  Vinna við Sóknaráætlun er í fullum gangi og ef áætlanir sem að henna standa, ganga eftir, munu fleiri verkefni færast til SSV.  Því er nokkuð sýnilegt að verkefnum sem þessum getur fjölgað og því nauðsynlegt að marka stefnu, að svo miklu leyti sem mögulegt er.
Samþykkt.

 

5. Almenningssamgöngur
Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir samningi um viðbótarfjármagn til almenningssamgangna kr. 29 millj.kr.  Rekstrarhalli er á verkefninu á árinu 2012 upp á tæpar 10 millj. kr. Hann gerði grein fyrir því að ástæður hallans væri kostnaður við ákveðna akstursleggi væri hærri en áætlað hafði verið og farþegar færri og að farþegatekjur væru lægri yfir vetrarmánuðina. kostnaði við ákveðna akstursleggi. 
Ólafur fór yfir tillögu um samning við Akraneskaupstað um framlag þeirra til almenningssamganga á yfirstandandi ári í ljósi viðbótarframlags sem kom frá ríkinu til eflingar almenningssamganga á áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins.
 
6. Málefni fatlaðra
a. Fundargerð frá 20.12.2012.
Lögð fram og staðfest.
Rætt um uppgjör ársins 2012 og áætlun ársins 2013.

 

7. Fundargerðir
a. Stýrinet sóknaráætlana 23.11.2012
b. Vaxtarsamningur 18.12.2012
c. Sorpurðun Vesturlands 30.11.2012
d. Menningarráð 18.12.12, 11.01 og 12.01 2013
e. Eyþing 11.12.2012
f. SSNV 4.12.12
g. Fjórðungssamband Vestfirðinga 7.01.2013
Hrefna og Ólafur gerðu grein fyrir einstökum fundargerðum

 

 

8. Umsagnir þingmála.
a. Frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki, 501. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0643.html
b. frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0537.html

 

9. Önnur mál.
a. Fjárhagsáætlun menningarráðs.

Lögð fram.


b. Erindi Huldu Guðmundsdóttur
Samþykkt frá ráðstefnu um gróðurelda sem haldin var í Hjálmakletti í Borgarbyggð, 17. janúar 2013, þar sem skorað er á stjórn SSV að beita sér fyrir því að knýja á um lagabreytingu þess efnis að gróðureldar fái opinbera skilgreiningu í lögum um náttúruvá.

Stjórn tekur undir áhyggjur Huldu af þessu máli og felur framkvæmdastjóra að koma málinu á framfæri við ráðherra umhverfismála og þingmenn kjördæmisins.

 

c. Umhverfisvá – síld á land í Kolgrafarfirði
Rætt um umhverfisvá, sbr. síldin í Kolgrafarfirði.  Ekki sé eðlilegt að viðkomandi sveitarfélag, eða landeigendur, beri allan kostnað við hreinsun svæðisins.  Framkvæmdastjóra falið að taka undir bókun bæjarstjórnar Grundarfjarðar frá 10. janúar sl.
Framkvæmdastjóra falið að senda bókun stjórnar SSV á ráðherra og þingmenn NV-kjördæmis.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.